Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ballerína...

Aðeins- aðeins meira um skó. Bara pínu! Fór að leita af því að mitt skótau hentar illa fatlafólum eins og mér. Fann þessa, ballerínu!

Ballerína...


Játning- læknisheimsókn, afi hans Dúmbó og skór!

Byrja á ofurlítilli játningu. Er skipulagsfrík. Stundum gott en stundum slæmt. Gott þegar um skipulag fataskápsins ræðir en slæmt þegar um skipulag uppbyggingar bloggsíðunnar ræðir. Fannst eitthvað óttalegt "drasl" í óflokkaða albúminu í stjórnkerfi bloggsíðunnar í kvöld. Ákvað að henda aðeins út. Hugsaði ekki lengra. Áttaði mig fljótlega á því að þegar gestir ætla að smella á mynd í pistil og skoða nánar þá er engin innistæða fyrir, döööö! Nenni ekki að hlaða þeim aftur inn, enda draslar maður ekki út þegar maður er nýbúinn að taka til!

Áfi Dúmbó þegar hann var agnarsmárFór til læknis í morgun. Á hækjunum. Heiti ekki Sara lengur heldur Hækja, enda enginn heimsborgarabragur á mér þessa dagana! Barasta ekki. Var lækniskvinna sammála þeim upp-húmoraða (sjá blogg um læknahúmor hér neðar), sammála um að ég hefði slitið allavega eitt liðband. Sagðist einnig sjaldan hafa séð jafn slæma tognum. Skál í fargans boðinu, í botn! Enda lítur fóturinn á mér út eins og á langafa Dúmbó, sem starfaði í sirkus alla sína tíð...

En bara af því að ég get það ekki langar mig svo að vita hvar Regína Ósk fjárfesti í þeim bleiku! Ef einhver telur sig hafa svarið þá í guðanna bænum kastið því fram. Er svo hætt að tala um þessa skó, lofa, lofa því. Tíu fingur upp til guðs, já og fimm tær sem eru það stöðugt þessa dagana!


Fari það í hábölvað norður-og niðurfallið!

Arrrg! Er smám saman að renna upp fyrir mér hverslags vesen "ég kom mér í" í gær (sjá gærdagsins-blogg). Slíkt gerir þó ekki boð á undan sér, sveittan! Eins og doksinn kaldhæðni sagði þá er jafnvel verra að togna svona illa og slíta heldur en að brotna, þ.e. fólk á yfirleitt lengur í veseni með fótinn eftir svona heldur en þegar aðeins um brot er að ræða! Mun líklega ekki stíga í ferlíkið fyrr en eftir viku! Ohhh...

Þar fóru hlaupaæfingar sumarsins beinustu leið út um gluggann, já eða út um dyrnar á Pizza'67, ég sem ætlaði að vera komin í mitt besta hlaupaform í haust!

Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi er sett á miðvikudaginn með ómótstæðilegum viðburði. Þá mun Einar Bragi Bragason stórvinur minn með meiru frumflytja dans og tónverkið Draumar/Dreams sem hann samdi í samvinnu við danshöfundinn Irmu Gunnarsdóttur...

DraumarVerkið verður frumflutt á miðvikudagskvöld í aðveitugöngum Kárahnjúkavirkjunar. Er sannfærð um að upplifunin verður mögnuð. Dem it, það sem ég var búin að hlakka til að fara og njóta!  Ég SKAL fara þangað þó svo ég þurfi að fara í hjólastól! Endilega kíkið á síðu Einars Braga og Jazzhátíðarinnar: http://saxi.blog.is/blog/saxi/ http://jea.blog.is/blog/jea/- en báðar síðurnar eru einnig í bloggvinum hjá mér þannig að leiðin er greið..

Þess utan ætlaði ég mér svo að taka fullan þátt í frábærri gönguviku sem nefnist "Á fætur í Fjarðabyggð" og er samvinnuverkefni Fjarðabyggðar, Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri ásamt miklu fleirum. Dagskráin er stórglæsileg og rosa spennandi. Ég ætlaði mér í fyrstu gönguna í gærkvöldi, sólstöðugöngu í Stöðvarfirði en, nei nei! Í stað þess að klifra fjallatinda þá verð ég að láta mér nægja að hafa vinstri fótinn á himinháum flísteppa- og koddatindi! Set hér til sárabótar tvær myndir af okkur Elísabetu þegar við örkuðum á Keili fyrir nokkrum árum, líklega var það sumarið 2006...

Krissa fjallageit!Elísabet á leið á Keili

FlottastirSvo er það N1 mótið. Við Almar Blær vorum löngu búin að ákveða að ég færi með hann en pabbi yrði heima með litlu skrípin tvö, enda kol-ómögulegt að vera með þau vælandi og suðandi á kantinum. Við stóru mæðginin ætluðum að hafa það verulega huggulegt, í samfloti með Hönnu Björk og Viktori Breka. Ég trúi ekki öðru en ég komist þangað en verð líkega orðin nokkuð hölt efir að vera búin að hvetja á hliðarlínunni í marga daga!

En svona er lífið. Ætla núna að hætta að kvarta, eitthvað mun verra hefði getað hent. Það er bara best að njóta þess að kúra uppi í sófa með tærnar hátt upp í loft og kannski safna smá spiki í leiðinni! Hljómar vel!

p.s. hvað eru margir dagar síðan að ég var að tala um skóna mína. Alla þessa háhæluðu. Að mig langaði svo ósköp mikið í eina skær-bleika! Efast um að ég gangi mikið í slíku í sumar eins og það er nú gaman. Allavega ekki samkvæmt læknisráði!

c_documents_and_settings_steink_my_documents_my_pictures_pearly-pink-shoes.jpg


7faldur ökkli

Pakkaði börnum, blautþurrkum og sundfötum í bílinn í dag og brunaði í Hallormsstaðaskóg. Þar var Skógardagurinn mikli haldinn hátíðlegur. Fjölmenni var á svæðinu, veðrið var sallafínt og allir kátir. Krökkunum fannst æðislegt að valsa um skóginn og fá sér bita af heilgrilluðu nauti sem þrætt var á tein yfir eldi...

Eftir að hafa dandalast um svæðið innan um álfadísir, skógarhöggsmenn, tónlistarfólk og fleiri furðuverur var haldið í sund með Hönnu Björg mágkonu og sprengikúlunum hennar tveim. Okkur leið eins og rokkstjörnum! Við sátm ein að laugini á Hallormstað en hún er bara næs. Pínuponsulítil inni í skógi. Krakkarnir hoppuðu sem óð væru meðan mæðurnar flatmöguðu...

Enn var allt í besta standi og leiðin lá á Pizza 67 enda gráupplagt að enda daginn þar og sleppa við eldamennsku þegar heim væri komið. Hanna og prinsar héltu hins vegar heim þar sem töluvert lengra er til byggða fyrir þau en okkur. Pizzan rann ljúflega ásamt gosinu og þá var komið að heimför. Eða ekki...

Þar sem ég var með þrumuguðinn sjálfan í fanginu og hélt niður stigann á veitingarhúsinu gerðist það! Ég hef líklega stigið niður úr næstsíðust tröppunni og missteig mig svona svaðalega. Lenti á ökklanum og var eins og ég væri skotin! Flaug á hausinn með barnið í fanginu sem að ég hef ekki hugmynd um hvernig lenti, í það minnsta meiddi hann sig ekki! En frúin. Ji minn eini. Sá sólir og stjörnur þegar ég fann að fóturinn gaf sig. Hef ekki upplifað annað eins síðan ég viðbeinsbrotnaði hér um árið. Horfði á fót minn 7faldast á innan við mínútu...

Þarna lá ég eins og gólfmotta, ein á Egilsstöðum með börnin mín þrjú- gersamlega farlama! Almar Blær tók stjórnina, náði í kokkinn og hringdi neyðarsímtal í föður sinn. Í stuttu máli var mér komið á sjúkrahúsið á Egilsstöðum í snatri í röntgenmyndatöku. Ökkli reyndist heill en um afar svæsna tognun er að ræða sem doksi sagði að væri reyndar mun verra að eiga við en brot. Einnig verður líklegt að teljast að eitthvað hafi slitnað en ekkert er gert í því og sést ekki á myndunum...

Læknirinn var af erlendu bergi brotinn og ég veit ekki hvort að kúrsinn kaldhæðni er kenndur í hans heimalandi. Ég hef alla jafna húmor fyrir slíku en ekki í dag. Ég var beisiklí grenjandi úr sársauka og geðshræringu;

Ég: Ekki koma við þetta!

Læknir: Nú af hverju varstu að koma hingað ef ég má ekki koma við þetta! Ef þú sparkar í mig þá sparka ég í þig á móti...

Ég: Mig svimar og ég held ég sé alveg að fara að æla...

Læknir: Þú ælir ekki hér, ekki ætla ég að þurrka það upp!

...hann að vísu sagði þetta allt hálf brosandi en mér var ekki skemmt. Ekki frekar en þegar hann sagði mér að vera frá vinnu í viku og ekki ganga í jafn langan tíma! Það er ekki í boði þar sem ég er "ein í sjoppunni"...

Læt nokkrar myndir frá deginum fylgja með svona rétt til þess að lífga upp á þennan annars niðurdrepandi pistil!!!

Sykursætur þrumuguðBríet og skógardísinVinirnir Almar Blær og Viktor BrekiKrissa og Einar Krissa og strákarMágkonurnarStaðan akkúrat núna! Ohh...

 

 


Þriðju gráðu yfirheyrsla!

Ragna segni þetta til mín í dag. Spurningalisti sem hún taldi æskilegt að ég svaraði. Þori náttlega ekki annað en að gera það. Skora á Hlín og Gunna að gera slíkt hið sama. Vil taka það fram að svör mín endurspegla ekki á nokkurn hátt mat þjóðarinnar!

ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM? Jebbs. Kristborgu föðurömmu minni og Bóasi frænda

HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Ég er nú alltaf meira og minna vælandi og grenjandi sko...

FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL?  Já bara ágætlega, en mamma er ekki sammála! „Í guðanna lifandis bænum barn, það skilur enginn skriftina þína!“

HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST? Rjúpur, umm...


ÁTTU BÖRN? EF JÁ HVE MÖRG? Já fullt af þeim- þrjú afar vel heppnuð eintök! Frumburðinn Almar Blær 12 ára, millistykkið Bríeti 5 ára og örverpið mitt og yfirskrípið- þrumuguðinn Þór!

EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT, VÆRIRU VINUR ÞINN? Pottþétt, hehehe...

NOTARU KALDHÆÐNI MIKIÐ? Uuu, jább!

FÆRIRU Í TEYGJUSTÖKK? Nei, aldrei í lífinu!

HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Ekki segja neinum, en mér finnst kókópöpps voðalega gott!

REIMARU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM? Tjámjóir pinnahælar eru sjaldnast með reimum! Held að hlaupaskórnir mínir séu um leið einu reiðmuðu skórnir mínir!

TELURU ÞIG ANDLEGA STERKA? Ji minn einasti nei. Jú, kannski þegar mikið liggur vil kannski

HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Jarðaberjasjeik

 

HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS?  Augu og skór!

RAUÐUR EÐA BLEIKUR? Rauður- á mikið af rauðum fötum

HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG? Fullkomnunarárátta mín

HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST?

HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA? Er í þvældum niðurþröngum gallabuxum og háhæluðum gullskóm í vinnunni í dag. Langar alveg ógeðslega í skærbleika hælaskó!

HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR? Kaffibolli og tvö toffeecrisp (æi í guðanna bænum ekki verið ekki að segja frá þessu heldur)


Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA? Ipodinn minn, á Gavin Degraw

HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST? Ungbarnalykt og ilmvatnið mitt, Euphoria frá Calvin Klein


VIÐ HVERN TALAÐIRU SÍÐAST Í SÍMA?  Ingþór yfirnörd í tölvuteyminu


LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR? Ohhh, já! Ragna- I love you!

UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á? Handbolti, þegar íslenska landsliðið er að spila

ÞINN HÁRALITUR? Dökkbrúnn

AUGNLITUR ÞINN? Gráblár

NOTARU LINSLUR?  Nei

HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?  Góður endir, ji minn. Horfi ekki á hrylling

SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ? Sex and the city, lifi nokkuð lengi á henni


KNÚS EÐA KOSSAR?   Bæði betra, er samt óttaleg kossakerling

UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR? Franska súkkulaðikakan mín

HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? The Secret, get galdrað allt og alla til mín eftir það sýnist mér!

HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI? Hún er bara kolsvört

Á HVAÐ HORFÐIRU Í SJÓNVARPINU Í GÆR? Ekki neitt, var að vinna til tíu í gærkvöldi

ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR? Bítlarnir

HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI? Til Boston

HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR? Samviskusöm, skapandi, lífleg og vinur vina minna


Glæsilegur dagur!

Kvennadagurinn skærbleiki tókst með eindæmum vel. Til okkar mættu um 160 skvísur í heimsókn, konur á öllum aldri. Eftir að hafa rennt niður bleikum fordrykk tóku "tvær Stellur" til máls, - amma og ömmustelpa! Stellan sú eldri man tímana tvenna og hefur verið ötul í kvennabaráttu gegnum árin en sú yngri er tvítugur háskólastúdent. Báðar töluðu þær um kvennréttindabaráttu, en eins og aldursmunurinn gefur til kynna þá voru áherslur þeirra ólíkar- skemmtilega ólíkar!

Ragnheiður Jara söng svo nokkur lög undir píanóspili Daníels Arasonar og svei mér ef hún náði ekki að kalla fram nokkur tár hjá flestum meðan krásir frá listakokkunum í Lostæti voru snæddar. Hún er FRÁBÆR söngkona, mæli með henni í hverskyns tilefni!

Allt tókst eins og best verður á kosið, stemmningin var létt og skemmtileg, allar voru konurnar glaðar og sælar og flestar í einhverju bleiku! En mikið er alltaf gott þegar svona viðburðir eru búnir, sérstaklega þegar maður stendur í eldlínunni!

Núna ætla ég eiginlega að lofa sjálfri mér því að hætta í þessu skipulagsstússi og fara að reyna að sinna vinnunni minni! Hehe! Á þessu rúma ári sem ég hef starfað hér hef ég einhverra hluta vegna sogað að mér alls kyns skipulagsvinnu sem er ótrúlega tímafrek en að sama skapi afar skemmtileg...

Tvö sveitaböll, formennska jólahlaðborðs, skipulagning kvennadagsins í dag og formennska árshátíðanefndar að baki. Nú geta einhverjir aðrir tekið við keflinu. Verskú!!! Er að vísu að ganga frá fjölskyldudegi fyrir hönd starfsmannafélagsins Sóma. En svo er ég kannski bara hætt...

 


Brjálæðislega bleikt kaffiboð!

Uppáhaldsblómin mín... 

Ætla að auglýsa vinnuna mína pínu pons! Hef síðustu daga verið að skipuleggja skemmtilega uppákomu! Á morgun er kvennadagurinn 19. júní og í því tilefni býður Alcoa Fjarðaál ÖLLUM konum að koma í bleikt kaffiboð í fyrirtækið síðdegis, sýna sig og sjá okkur hinar! Boðið hefst klukkan fimm og verður haldið í aðal-skrifstofubyggingunni  sem við nefnum í daglegu tali "620"...

Boðið hefst með skær-bleikum óáfengum fordrykk en að honum loknum óska nokkrar vaskar konur okkur hinum til hamingju með daginn. Yndisfagur söngur líður um loftið meðan við borðum á okkur bumbu af bleikum kræsingum sem töfrakokkarnir okkar í Lostæti sjá um...

Rútuferðir verða svo um svæðið undir leiðsögn þeirra Höllu og Janne sem eiga svör við öllu sem viðkemur Fjarðaáli...

Hvet alla mína kvenkyns lesendur að koma og gera sér glaðan dag með okkur. Þið verðið bara að lofa einu- að koma í einhverju eða með eitthvað bleikt! Kei? Hlakka til að sjá ykkur allar, ég verð skvísan í bleiku leggingsinum...

 


Myndarlegust...

Var að fá alveg frábærar myndir af krökkunum- þeim eldri. Var þannig að það kom ljósmyndari á vegum Alcoa um daginn og þurfti fórnarlömb af ýmsum stærðum og gerðum fyrir "samfélagsmyndatökur" sem á að nota í margvíslegum tilgangi. Almar Blær, Bríet og ég vorum þrjú að þessum lömbum...

Almar Blær með hornið franska...Bríet


Uuuu- má ég hringja í vin?

mæðgnaaugu 

Er eins íslensk og slátur. Harðfiskur. Hákarl og brennivín. Alveg rammíslensk. Fædd og uppalinn á auturhorninu og eftir 12 ára millilendingu í höfuðborginni er ég aftur komin á heimaslóðir...

Hef þó einhverra hluta vegna oft þurft að svara fyrir þjóðerni mitt. Margoft. Vinsælustu uppástungurnar að ég sé frá Grænlandi, Kína og Japan. Hef verið stoppuð á götu erlendis og spurð hvort ég sé tengd Björku okkar Guðmundsdóttur. Hef ekki kunnað við að ljúga, en ég væri alveg til í að vera í frænka Bjarkar- enda hefur hún verið mín söngkona númer eitt alla tíð...

Nema hvað. Þar sem ég var stödd á brekkusöng nú rétt í þessu, í tilefni þjóðhátíðarinnar vatt sér að mér ungur maður. Maður sem ég hef aldrei áður séð. Líklega Indverji:

Spyrill: Hi. Are you in a band?

Ég: Uu, no!

Spyrill: Are you Japanese?

Ég: No

Spyrill: Are your parents from Japan?

(þegar þarna var komið sögu leið mér eins og ég væri aðalhetjan í spurningaþættinum "Viltu vinna milljón" og íhugaði verulega að fá að nota kostinn "má ég hringja í vin." Langaði helst að hringja í mömmu og spyrja hana hvort hún ætti eitthvað ósagt við mig!!!)

Ég: No! Why?

Spyrill: Your eyes look like you are!

Jah ég veit ekki. Kannski þarf ég að ræða þetta við mömmu. Kannski er ég ekki af Stuðlaættinni frægu eftir allt saman, heldur ættuð frá Tokyo. Það er kannski skýringin á þessum austurlenska áhuga mínum. En þetta með hljómsveitina, það er mér algerlega hulin ráðgáta!


Sumargleði og svefnaðstaða...

Tjaldvagn eða eitthvað sambærilegt óskast til leigu fyrir tvær ofursvalar fótboltamömmur og enn svalari fótboltagaura. Ekki "footbollers wifes" heldur "footbollers mothers"! Fyrsta helgin í júlí. Akureyri. N1 mótið. Lið Fjarðabyggðar-A2. Enn stærra en Evrópukeppnin í augum þeirra 12 ára. Stefnt er á sundlaugarlegu, fótbolta, fótbolta, fótbolta og stanslaust stuð á tjaldstæðinu...

Í guðanna lifandis bænum kommentið- allavega ef þið vitið um eitthvað sem gæti reddað okkur. Er virkilega farin að halda að ég sé með eindæmum hrútleiðnlegur bloggari. Það vantar þó ekki heimsóknirnar, það slagar oftar en ekki upp í hundrað IP tölur á dag, en að það séu skilin eftir spor. Neibb...

Læt nokkrar myndir frá helginni fljóta með í skiptum fyrir gistiaðstöðu...

Röndóttur þrumuguð á trampolíninu!Hugs, hugs...Hopp o sí...Jebb, hopp!Æi...Böö- höö- hööööö...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband