Fari það í hábölvað norður-og niðurfallið!

Arrrg! Er smám saman að renna upp fyrir mér hverslags vesen "ég kom mér í" í gær (sjá gærdagsins-blogg). Slíkt gerir þó ekki boð á undan sér, sveittan! Eins og doksinn kaldhæðni sagði þá er jafnvel verra að togna svona illa og slíta heldur en að brotna, þ.e. fólk á yfirleitt lengur í veseni með fótinn eftir svona heldur en þegar aðeins um brot er að ræða! Mun líklega ekki stíga í ferlíkið fyrr en eftir viku! Ohhh...

Þar fóru hlaupaæfingar sumarsins beinustu leið út um gluggann, já eða út um dyrnar á Pizza'67, ég sem ætlaði að vera komin í mitt besta hlaupaform í haust!

Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi er sett á miðvikudaginn með ómótstæðilegum viðburði. Þá mun Einar Bragi Bragason stórvinur minn með meiru frumflytja dans og tónverkið Draumar/Dreams sem hann samdi í samvinnu við danshöfundinn Irmu Gunnarsdóttur...

DraumarVerkið verður frumflutt á miðvikudagskvöld í aðveitugöngum Kárahnjúkavirkjunar. Er sannfærð um að upplifunin verður mögnuð. Dem it, það sem ég var búin að hlakka til að fara og njóta!  Ég SKAL fara þangað þó svo ég þurfi að fara í hjólastól! Endilega kíkið á síðu Einars Braga og Jazzhátíðarinnar: http://saxi.blog.is/blog/saxi/ http://jea.blog.is/blog/jea/- en báðar síðurnar eru einnig í bloggvinum hjá mér þannig að leiðin er greið..

Þess utan ætlaði ég mér svo að taka fullan þátt í frábærri gönguviku sem nefnist "Á fætur í Fjarðabyggð" og er samvinnuverkefni Fjarðabyggðar, Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri ásamt miklu fleirum. Dagskráin er stórglæsileg og rosa spennandi. Ég ætlaði mér í fyrstu gönguna í gærkvöldi, sólstöðugöngu í Stöðvarfirði en, nei nei! Í stað þess að klifra fjallatinda þá verð ég að láta mér nægja að hafa vinstri fótinn á himinháum flísteppa- og koddatindi! Set hér til sárabótar tvær myndir af okkur Elísabetu þegar við örkuðum á Keili fyrir nokkrum árum, líklega var það sumarið 2006...

Krissa fjallageit!Elísabet á leið á Keili

FlottastirSvo er það N1 mótið. Við Almar Blær vorum löngu búin að ákveða að ég færi með hann en pabbi yrði heima með litlu skrípin tvö, enda kol-ómögulegt að vera með þau vælandi og suðandi á kantinum. Við stóru mæðginin ætluðum að hafa það verulega huggulegt, í samfloti með Hönnu Björk og Viktori Breka. Ég trúi ekki öðru en ég komist þangað en verð líkega orðin nokkuð hölt efir að vera búin að hvetja á hliðarlínunni í marga daga!

En svona er lífið. Ætla núna að hætta að kvarta, eitthvað mun verra hefði getað hent. Það er bara best að njóta þess að kúra uppi í sófa með tærnar hátt upp í loft og kannski safna smá spiki í leiðinni! Hljómar vel!

p.s. hvað eru margir dagar síðan að ég var að tala um skóna mína. Alla þessa háhæluðu. Að mig langaði svo ósköp mikið í eina skær-bleika! Efast um að ég gangi mikið í slíku í sumar eins og það er nú gaman. Allavega ekki samkvæmt læknisráði!

c_documents_and_settings_steink_my_documents_my_pictures_pearly-pink-shoes.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj æj æj :/

Ég vona að þú komist þó að sjá Drauma, langar svo að sjá verkið sjálf og bölva þessari fjarlæð alltaf hreint! 

Ragga (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 19:40

2 identicon

Ja kona góð! Ljótt er að lesa. Þarna bara hrapaða kerlann...brotlenti án bleiku skónna og sumarið allt breytt. Ég get svarið það. En þetta hlýtur að vera fararheill. Ha? Ég trúi ekki öðru. Nú bara gerist ekkert nema eitthvað jákvætt. Fararheill. Fararheill.

Með knúsum stórum!

Pollýanna.

Elsa (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 00:45

3 identicon

Annað...hefurðu tekið eftir því hvað þú ert virk menningarlega eftir að hafa flutt úr sollinum og menningar"leysinu" hér syðra? Ha? Ég spyr aftur...ha? Svona er maður í fámenninu, sem innfæddir borgarbúar geta ekki skilið að sé staðreynd...að það sé virkilega líf utan borgarmarka. Tja! Ég tel ljóst að það sé iðandi menningar- og mannlíf úti á landi, enda ein af þeim sem tróð mér í allar mögulegar sem ómögulegar nefndir forðum á Dalvíkinni. Já, iðandi mannlíf.

Ef þú ættir ennþá heima í Árkvörninni þá værir þú búinn að mála stofuvegginn þrisvar, en annað kannski ekki. Jú, sjá Sex and the City myndina með mér. En ekkert menningarskipulag fyrir fleiri en vinkonur. Ó, njóttu þess að taka þátt í öllum pakkanum...þó þú sért farlama:)

Bestu kveðjur aftur!

E

Elsa (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 00:50

4 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Hehehe, jább fall án þeirra bleiku! Þarf að komast að því hvar Regína Óska fjárfesti í júrós´kónum sínum! Veit það einhver? Langar í þá...

Já, þetta er eitthvað annað, maður er svo miklu virkari. Held að ég gæti verið margbókuð hverja einustu helgi hér í sveitinni...

En það sem ég sakna ykkar, ji minn einasti. Er farið að dreyma um Elsuhitting þar sem við tökum nokkra bleksvarta og ræðum heimsmálin. Held að ég þurfi að koma um helgina, þannig að það er spurning...

Saknaðarknús...

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 23.6.2008 kl. 10:24

5 identicon

Væna, hælar eru stórhættulegir. Gummistövla er það ekki bara málið?

Hlín mín (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:07

6 identicon

Verður að kíkja á hrikalega sæta mynd af kærustuparinu sem ég skellti inn á vefda´gbókin rétt í þessu.  Já og ég er sammála síðasta ræðumanni,.,,,

 Du og dine gummistövler...bara sexy, sexy og er ekki bara málið að trendsetta dáldið??

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:42

7 identicon

Þetta er bara frábært og örugglega það besta sem gat gert fyrst það gerðist, ég tek mýrarklapp á það og vona svo  sannarlega að þér batni fljótt.

Knús og baráttukveðjur. 

Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband