Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Undarlegar eldingar...

Fæ oft afar undarlegar eldingar í hausinn. Þar sem ég sat í Laugardalshöllinni í fyrra- ásamt mörg þúsund öðrum sönnum Sykurmolaaðdáendum og beið spennt eftir að sjá goðið mitt stíga á stokk fékk ég mynd í hausinn...

Björk Guðmundsdóttir hefur verið mitt Idol síðan ég var lítil. Hef líklega verið tæplega tíu ára þegar hún var með óléttuna út í loftið. Bara flott. Mamma strauk sér um höfuðið og tautaði fyrir munni sér að þetta gæti varla verið góð fyrirmynd fyrir dóttluna! En ég hef dáð Björk allar götur síðan og farið á flesta þá tónleika sem hún hefur haldið hérlendis...

Fór í höllina með Hlínsu vinkonu minni og varð henni líklegast til skammar. Táraðist af hrifningu trekk í trekk, var ekki töffari fyrir fimm aura! Nema hvað! Þar sem ég sat og hlustaði á upphitunarbandið  fékk ég mynd og texta í hausinn! Gersamlega!

Sá hana fyrir mér. Mynd með texta. Skissaði myndina upp um leið og ég kom heim. Skrifaði hjá mér textann. Brunaði svo í bæinn daginn eftir til þess að kaupa mér striga og olíu...

... þegar myndin loks þornaði skundaði ég með hana á auglýsingastofu til þess að fjárfesta í setningu. Sá strax að aumingja strákurinn sem afgreiddi mig var alls ekki viss hvort hann ætti að græja fyrir mig setninguna eða hringja beint og láta leggja mig inn! Ákvað loks að gera mér til geðs og út fór ég með þessa setningu í poka:

"Förum á refaveiðar í sólarlaginu- með blómakrans í hárinu og í háhæluðum skóm"

...ætlaði að "mynda myndina" og skella henni hérna inn en það gengur greinilega ekki nema í björtu! Geri það á morgun...

Refaveiðar...


Ör-hugleiðing um menn og konur

Er stanslaust í símanum þessa dagana að redda blessaðri árshátíðinni! Endalaust. Alltaf eitthvað nýtt...og spennandi. Kynnti mig á einum stað í dag sem "formann" árshátíðanefndar. Var spurð á móti hvort ég væri þá ekki frekar "forkona"...

...jú líklega, en mér þykir orðið ekki fallegt!


Ljósmyndarinn Bríet

s/hBríet er fimm ára ljósmyndari. Þessi er úr sömu syrpu og hin...

Krissa


Páskadagur í máli...en þó aðallega myndum!

Fallegur dagur. Myndavélin hékk um háls minn í allan dag eins og svo oft áður. Dagurinn byrjaði að sjálfsögðu súkkulaðiáti...

Ummm...Unglingur les málsháttinn sinn...Það var sko full hús matar í þessu eggi!FegurðLitli trúður

...svo fórum við á Stöddann til ömmu Jónu og allra hinna...

Það er fallegt í ...já það er það!

Sigþór mömmu-bróðir varð "afi" á dögunum, en Freyja eignaðist hvorki meira né minna en níu guðdómlega hvolpa, langar einhvern í?

Bríet með einn...Þór var svona nokkuð ó-hræddurAlmar Blær væri til í að ættleiða þá alla níu!Þrír af níu!

...eftir hvolpastuðið fórum við inn í fjarðarbotn, í fjöruna- það er alltaf bara geggjað! Sjáið bara...

Ég á í ástar/haturssambandi við sjó......myndi aldrei þora að vera á sjó......en hann gefur mér samt endalausa orku......bjútifúl!

...krakkarnir voru í essinu sínu...

Brasi litli......og svo henda!Plask!Svo kom sjórinn og kyssti steininn

...þessi hópur er bara guðdómlegur...

Almar Blær, Bríet og ÞórBara sæt!Mæðgur......góðar saman!Svo bættist einn stubbur við

...svo skellti unglingur sér bak við vélina og hvatti móður og börn til ýmissa uppátækja...

Já- gamla er ekki af baki dottin!...allt sem fer upp kemur niður!

...svona var páskadagurinn okkar!

 


Mamma- þetta snýst nú bara um þyngdarlögmálið...

Varð bara að deila þessu með ykkur. Var að koma frá því að kyssa unglinginn góða nótt. Spjallið barst að skíðaferð gærdagsins. Skemmst er frá því að segja að ég er aðeins á fyrstu metrum míns skíðaferils, á ekki einu sinni græjur. Ætla ekki að kaupa skíði, heldur bretti næsta vetur, en hvað um það...

Samtalið var eitthvað á þessa leið:

Almar Blær; Hvað fórstu margar ferðir í stóru lyftunni í gær?

Ég; Uuuu, tvær. Eina alveg upp og aðra svo til þess að komast aftur niður að skála. Ég get nú ekki sagt að ég hafi sýnt einhverja meistaratakta, var alveg að skíta á mig við það að komast niður!

Almar Blær; Maður kemst nú alltaf niður, þó hægt fari

Ég; Ja, það var nú varla í mínu tilfelli, ég var alvarlega að spá í að vera bara uppi!

Almar Blær; Mamma mín- þetta snýst nú bara um þyngdarlögmálið. Allt sem fer upp- kemur niður!

...jú jú, ætli það ekki. En af hverju ætli ég íhugi oft hvort okkar sé eldra, ég eða ellefu ára sonur minn?

p.s. Í guðanna bænum- ekki láta ykkur detta í hug að þið lendið bak við lás og slá við það að kommenta á færslurnar


Heimsborgarinn Sara slött!

Hóf bloggferil minn á því að fjalla um eigin fatasmekk. Greindi frá því að ég ætti ekki nánast ekki spariföt í fórum mínum og myndi aldrei ganga í svörtum buxum með broti. Er nánast hálfgerður "skoppari". Nei kannski ekki alveg, en allt að því...

Einn morguninn ekki alls fyrir löngu vaknaði ég og var í öðru skapi en vanalega. Klæddi mig í þröngar gallabuxur, frekar fínan bol og pinnahæla. Fór í vinnuna að sjálfsögðu. Var ekki fyrr komin á "básinn minn" þegar stelpurnar byrjuðu...

"Noh, bara gella- gella"

"Vó, það er naumast- stendur eitthvað til?"

..þarna var mér farið að líða eins og ég liti alltaf út eins og alger drusla!

"Mín bara þvílíkt á fríkkunni, þú ert ekkert smá flott í dag. Þú ert svona...Söruleg"

...þetta var magnaðasta kommentið. Söruleg. Svísu-restin tók hugmyndina traustataki- og það sem eftir lifði dagsins var ég ekki kölluð neitt annað en Sara. Sara slött!

Líklega viku seinna vaknaði ég aftur í sambærilegu skapi. Vaknaði sem Sara. Það var eins og við manninn mælt, ég var ekki kölluð annað en Sara þann daginn. Djókið vatt upp á sig og búið er að klambra saman fortíð Söru!

Hún kemur semsagt og leysir Krissu af í blaðamennskunni í Alcoa þegar hún þarf frí. Sara er ekki í vandræðum með það þar sem hún hefur unnið í NY í áraraðir sem einn þekktasti pistalhöfundur borgarinnar. Er náin vinkona gellanna í Sex and the city- drekkur alltaf með þeim cosmó á föstudögum. Hún hefur einnig setið fyrir á öllum helstu forsíðunum!

Í síðustu ferð sinni á klakann dró hún vinkonu sína og samstarfskonu með sér sem leysir Mörtu vinkonu Krissu af þegar hún þarf að sinna börnum og buru. Vinkona Söru heitir Ísabella. Hún er álíka slöttí gella og Sara og er farin að dúkka upp í tíma og ótíma á Mörtu bás. Hvar endar þetta...

...á því miður ekki myndir af þeim vinkonum Söru og Ísabellu en þið getið prófað að "glúggla" þær- hljóta að dúkka upp einhverjar forsíðumyndir af þeim stöllum! Ekki má það minna vera...


Ég veit nákvæmlega hvar ég ætla að vera fimmtudaginn 12. júní næstkomandi...

...já það er algerlega á kristaltæru! Ég verð ásamt Elísabetu vinkonu í Laugardalshöllinni að hlusta á okkar ástkæra James Blunt! Vá hvað ég hlakka til...

 


mbl.is James Blunt með tónleika 12. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Artí fartí

Bríet tekur alltaf afar listrænar myndir. Svona kýs hún að túlka móður sína...já og Þór!

Krissa og Þór...


Oddskarð, nostalgía, ostabrauð og kakó!

Krissa og kríliFórum með stóðið í Oddskarðið á skíði í dag. Það er fátt dásamlegra en að vera uppi á topp í  stafalogni, sól og blíðu. Ummm...

Dvöldum að mestu í "litlu lyftunni" þar sem Bríet og Þór voru í fylgd með fullorðnum. Þau stóðu sig ótrúlega vel og ég skelli inn myndum þegar ég nenni að taka þær af vélinni. En að sjá þessa tíu ára brettakrakka. Þau eru alveg mögnuð. Svona ætla ég að verða eftir ár, hehehehe! Ég stefni allavega á að fjárfesta í bretti og ná góðum tökum, held að það sé BARA gaman!

Eftir svig, ostabrauð og kakó hóf hljómsveitin Á móti sól upp raust sína og hélt klukkutíma tónleika við skíðaskálann. Það var bara skemmtilegt. Þór gaf að vísu skít í flutninginn og sofnaði á öxlinni á afa sín undir fyrsta lagi. Ég get nú ekki sagt að ég sé aðdáandi hljómsveitarinnar svona að staðaldri en það er alltaf gaman að horfa á bönd spila "í beinni" og hvað þá í slíkri stemmningu eins og var í fjallinu...

...ég fékk hvert nostalgíukastið á fætur öðru. Í fyrsta lagi kastaðist ég aftur til Kennó-áranna þar sem Sævar gítarleikari var með mér í Kennó og var auðvitað alltaf að troða upp þar eins og sönnum hljómsveitagaur sæmir. Fimm mínútum seinna fór ég aftur til ársins 1993- í Menntaskólann á Egilsstöðum. Af hverju? Jú- þegar hljómsveitin tók "Sólstrandagæja-syrpu", en ég var akkúrat í ME þegar Sólstrandagæjarnir voru stofnaðir og voru upp á sitt besta. Ohh, það er svo notó að taka nostalgíu annað slagið...

Skemmst er frá því að segja að allir fóru í svo mikið stuð á skíðaklossunum með lúffurnar, klappandi með Magna og félögum að ég held að hver einasti kjaftur sé á leiðinni á ball í kvöld. Félagarnir ætla að halda uppteknum hætti frá og með miðnætti í Valhöll á Eskifirði og hvöttu alla til að mæta- án skíðagleraugna. Ég fór í banastuð og er að vinna í því að ná Mörtu á ball, það gengur bara ágætlega! En spyrjum að leikslokum!

Almar Blær til í slaginn...Töffari!Bríet...GlæsilegÞór var að sjálfsögðu með í för...Flottastur!Þór þótti Magni og félagar bara þreytandi!


Glæsilegur árangur...

Haldið að það sé! Steingleymdi að segja frá glæsilegum árangri Almars Blæs og félaga í fótboltaliðinu sem fóru á mót á Akureyri á dögunum og lönduðu silfri...

Flottastir


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband