Glæsilegur dagur!

Kvennadagurinn skærbleiki tókst með eindæmum vel. Til okkar mættu um 160 skvísur í heimsókn, konur á öllum aldri. Eftir að hafa rennt niður bleikum fordrykk tóku "tvær Stellur" til máls, - amma og ömmustelpa! Stellan sú eldri man tímana tvenna og hefur verið ötul í kvennabaráttu gegnum árin en sú yngri er tvítugur háskólastúdent. Báðar töluðu þær um kvennréttindabaráttu, en eins og aldursmunurinn gefur til kynna þá voru áherslur þeirra ólíkar- skemmtilega ólíkar!

Ragnheiður Jara söng svo nokkur lög undir píanóspili Daníels Arasonar og svei mér ef hún náði ekki að kalla fram nokkur tár hjá flestum meðan krásir frá listakokkunum í Lostæti voru snæddar. Hún er FRÁBÆR söngkona, mæli með henni í hverskyns tilefni!

Allt tókst eins og best verður á kosið, stemmningin var létt og skemmtileg, allar voru konurnar glaðar og sælar og flestar í einhverju bleiku! En mikið er alltaf gott þegar svona viðburðir eru búnir, sérstaklega þegar maður stendur í eldlínunni!

Núna ætla ég eiginlega að lofa sjálfri mér því að hætta í þessu skipulagsstússi og fara að reyna að sinna vinnunni minni! Hehe! Á þessu rúma ári sem ég hef starfað hér hef ég einhverra hluta vegna sogað að mér alls kyns skipulagsvinnu sem er ótrúlega tímafrek en að sama skapi afar skemmtileg...

Tvö sveitaböll, formennska jólahlaðborðs, skipulagning kvennadagsins í dag og formennska árshátíðanefndar að baki. Nú geta einhverjir aðrir tekið við keflinu. Verskú!!! Er að vísu að ganga frá fjölskyldudegi fyrir hönd starfsmannafélagsins Sóma. En svo er ég kannski bara hætt...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nóg fyrir mig að lesa bloggið þitt til að átta mig á að þú ert kjörin í svona verkefni. Greinilega mjög hugmyndarík og drýfandi kona á ferð.

Til hamingju með daginn :-)

Kveðja frá Selfossi.

Sibba (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband