Uuuu- má ég hringja í vin?

mæðgnaaugu 

Er eins íslensk og slátur. Harðfiskur. Hákarl og brennivín. Alveg rammíslensk. Fædd og uppalinn á auturhorninu og eftir 12 ára millilendingu í höfuðborginni er ég aftur komin á heimaslóðir...

Hef þó einhverra hluta vegna oft þurft að svara fyrir þjóðerni mitt. Margoft. Vinsælustu uppástungurnar að ég sé frá Grænlandi, Kína og Japan. Hef verið stoppuð á götu erlendis og spurð hvort ég sé tengd Björku okkar Guðmundsdóttur. Hef ekki kunnað við að ljúga, en ég væri alveg til í að vera í frænka Bjarkar- enda hefur hún verið mín söngkona númer eitt alla tíð...

Nema hvað. Þar sem ég var stödd á brekkusöng nú rétt í þessu, í tilefni þjóðhátíðarinnar vatt sér að mér ungur maður. Maður sem ég hef aldrei áður séð. Líklega Indverji:

Spyrill: Hi. Are you in a band?

Ég: Uu, no!

Spyrill: Are you Japanese?

Ég: No

Spyrill: Are your parents from Japan?

(þegar þarna var komið sögu leið mér eins og ég væri aðalhetjan í spurningaþættinum "Viltu vinna milljón" og íhugaði verulega að fá að nota kostinn "má ég hringja í vin." Langaði helst að hringja í mömmu og spyrja hana hvort hún ætti eitthvað ósagt við mig!!!)

Ég: No! Why?

Spyrill: Your eyes look like you are!

Jah ég veit ekki. Kannski þarf ég að ræða þetta við mömmu. Kannski er ég ekki af Stuðlaættinni frægu eftir allt saman, heldur ættuð frá Tokyo. Það er kannski skýringin á þessum austurlenska áhuga mínum. En þetta með hljómsveitina, það er mér algerlega hulin ráðgáta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jee minn eini! hahah.. þú ert kannksi bara mjög heimsfræg í dulagervi! Komdu nú út úr skápnum og hættu þessu bulli  Þetta fer alveg að verða spurning um DNA... ef þú værir ekki svona lík öðrum "japönskum" fjölskyldumeðlimum þá væri ég farin að efast :)

Ásta pást (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 08:56

2 identicon

Mér finnst þetta mjög ovíussss.....meina gæjinn átti nokkur jen í vasa sínum og var að vonast til að þú værir auðveld grúppía.

ha sjá þetta ekki allir núna orisitjustmí

Skil ekki í honum að sjá ekki að þú værir frá Stöðvarfirði, finnst þú alveg falla inn í hópinn þar....

ragIE (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Er grúppía! Hjá lúðrasveitinni! Er að æfa dúskaflipp með "Ísland ögrum skorið"- það verður sjóv í lagi!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband