Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ef ég nenni...

Nenni ekki að færa þetta blogg mitt. Nenni þó því síður að hafa það hér þar sem ég get aldrei sett inn myndir. Lofa að gera það eftir áramót. Síst nenni ég þó að bíða eftir SKÖTUNNI sem ég mun gúffa í mig á morgun - minn uppáhalds matur!¨

 


Dáldið mikið uppáhalds...


Söknuður

Þaut úr vinnunni til þess að sækja börnin mín. Var of sein þar sem ég sat fund allt til 16:00. Fargans. Þoli ekki að vera á síðustu stundu...

Byrjaði pikköppið í skólaselinu þar sem Bríet beið mín. Hún átti stefnumót við Hafdísi vinkonu sína og bað mig vinsamlegast vel að lifa og að skutla sér heim til hennar takk...

Næsi viðkomustaður var leikskólinn Lyngholt. Þar var Þór. Lísa Lotta, leikskólakennari og mamma Sebastíans, vinar Þórs tjáði mér að hann væri mikið búinn að biðja um að fá að heimsækja Sebastían eftir leikskóla. Það rímaði við beiðnir Þórs sama efnis heimafyrir. Þannig að, ég fór með öllu barnlaus heim úr "sækinu" - í það minnsta um stund...

Var nýlega komin heim úr búðinni þegar Lotta kom með Þór, sem missti kjarkinn með öllu þegar á hólminn var komið...

Mamma; "Þú ert nú meiri karlinn. Búið að langa svo mikið að leika við Sebastían."

Þór; "Já, ég vildi alltaf leika við hann. Svo þegar ég settist á stólinn, þá fór ég að hugsa um þig og saknaði þín svo mikið, og vildi bara fara til þín. Ég elska þig bara svo mikið."

...krúttað!

Pínulítill þrumuguð og mamma með sítt hár!

...í gamla daga!


Já, ég trúi á jólasveininn!

Hafi ég einhverntíman, af einhverjum þá undarlegum orsökum misst trúna á jólasveininn, þá hefur hún nú komið aftur með öllu!

Langaði svo rosalega á Frostrósatónleika í kvöld. Átti ekki miða. "Allir" að fara og ég í afar súru skapi og vorkenndi mér heil ósköp. Dem, dem, dem! Búin að fara á þessa tónleika mörg ár í röð, fyrst alltaf í Laugardalshöllinni þegar ég bjó í Reykjavík og svo hér fyrir austan. En nei. Í stað þess að fara og hlusta á fagra tóna klukkan 21:00 mátti ég sitja heima- eða þá frekar skúra og baka þar sem hér verður mikið sjö ára partý á laugardaginn...

Klukkan korter í átta, klukkutíma fyrir tónleika hringir síminn minn. Í honum var jólasveinninn, get svoleiðis Guð-svarið það! Sagðist hafa heyrt að mig langaði SVO að fara og hann vildi fús láta mig hafa annan miðann sinn! Meira fékk ég ekki að vita...

Himinlifandi þakkaði ég fyrir mig og fór af stað. Tónleikarnir voru hreint út sagt MAGNAÐIR. Hera Björk er algerlega einstök söngkona, að öllum hinum ólöstuðum- sem einnig voru alveg frábær. Bensín fyrir sálina, það er á hreinu!


Sjö ára Bríetarbarn

Bríetin mín er sjö ára í dag. Sem sagt, RISAstór. Komin með fullan munn af fullorðinstönnum, gengur í annan bekk og spilar á gítar. Tíminn líður ógnarhratt. Finnst ekki svo langt síðan að hún skaust á ógnarhraða í þennan heim, en í það tók hún sér aðeins rúman klukkutíma með öllu. Hefur verið alger töffari frá fyrstu mínútu og verður það vonandi alla tíð...

Elsku krúsin okkar, til hamingju með daginn. Þess óska mamma, Almar Blær og Þór


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband