Sumargleði og svefnaðstaða...

Tjaldvagn eða eitthvað sambærilegt óskast til leigu fyrir tvær ofursvalar fótboltamömmur og enn svalari fótboltagaura. Ekki "footbollers wifes" heldur "footbollers mothers"! Fyrsta helgin í júlí. Akureyri. N1 mótið. Lið Fjarðabyggðar-A2. Enn stærra en Evrópukeppnin í augum þeirra 12 ára. Stefnt er á sundlaugarlegu, fótbolta, fótbolta, fótbolta og stanslaust stuð á tjaldstæðinu...

Í guðanna lifandis bænum kommentið- allavega ef þið vitið um eitthvað sem gæti reddað okkur. Er virkilega farin að halda að ég sé með eindæmum hrútleiðnlegur bloggari. Það vantar þó ekki heimsóknirnar, það slagar oftar en ekki upp í hundrað IP tölur á dag, en að það séu skilin eftir spor. Neibb...

Læt nokkrar myndir frá helginni fljóta með í skiptum fyrir gistiaðstöðu...

Röndóttur þrumuguð á trampolíninu!Hugs, hugs...Hopp o sí...Jebb, hopp!Æi...Böö- höö- hööööö...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ertu búin að hafa sambandi við Verslunarmannafélagið? Ég er að fara á pollamótið í Vestmannaeyjum um aðra helgi, er svo heppin að vera búin að fá inni í íbúð. Dagar tjaldútilegu eru taldir hjá mér, eftir að ég seldi CombiCampin minn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.6.2008 kl. 21:37

2 identicon

Hahaha... já ég veit allt um það hversu erfitt er að fá gistingu á Akureyri þessa frægu helgi. Sökum heilsufars bóndans kemur ekki til greina hjá okkur að gista í tjaldi. Eftir að hafa hringt í öll helstu gistiheimilin, sumarbústaði, farfuglaheimili og orlofsíbúðir hinna ýmsu félaga (þar sem alls staðar var hlegið að mér fyrir kjánaskapinn að hafa ekki pantað gistinguna í fyrrasumar) þá leist mér hreint ekki á blikuna.

 Svenni minn tók þá af mér símann og sagðist ætla redda málinu. Og jú jú honum tókst það í fyrsta símtali. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og spurði hvert í ósköpunum hann hefði hringt. Jú, hann hringdi bara í dýrasta hótelið á staðnum og þar var laust. Já kannski ekki alveg það sem okkur praktísku húsmæðrunum dettur í hug en well... ekki verra að fá smá lúxus. Ég segi ekki nei við því :-)

Gangi þér vel Krissa mín.

Kv. Lára í Árkvörninni

Lára B. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:03

3 identicon

halló flottir krakkar

forvitin (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:25

4 identicon

Linda og Hilli...  tjékk itt out.. 

Svo náttúrulega er hægt að leigja draslið t.d stéttarfélögin leigja sona og svo þetta hér...

Tjaldvagnaleiga K B Akureyri  8576010 

Hlín mín (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Adda bloggar

heyrrrru mín kæra.

ég skal hafa augu og eyrum galopin, fyrir þig!annars get ég kannski reddað þér hústjaldien ég lofa því samt ekki, en geri mitt besta!

Adda bloggar, 17.6.2008 kl. 00:23

6 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Takk fyrir...

Kannski að við sofum ekki undir berum himni eftir allt saman..

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Bara gaman að lesa bloggið þitt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.6.2008 kl. 01:20

8 identicon

Halló skvís, gaman að sjá að þið eruð væntanleg hingað norður. Ég get því miður ekki hýst ykkur þó ég glöð vildi þar sem íbúðartetrið rúmar varla gæludýr, hvað þá meira. Ég skal hafa augu og eyru opin og láta þig vita ef e-h dyr opnast. Þykir afar skelfilegt að geta ekki boðið ykkur gistingu :( ég vona samt að þú kíkir í kaffi, ég skal baka og allt :)

Knús,

Magga

Magga (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband