Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Nostalgía!

Ætli ég sé eitthvað undarleg. Er farin að halda það. Meðan vinnufélgarnir jesúsa sig og óska rigningunni í norður og niðurfallið um leið- þá líður mér vel. Finnst rigningin góð. Æðislega. Ég er ekki að tala um einhverja smá dropa. Nei, nei, þetta er alveg alvöru. Himnarnir hafa opnast yfir Fjarðabyggð, allavega Reyðarfirði...

Man þegar ég var lítil. Þegar við vinkonurnar klæddum okkur í pollagalla á slíkum dögum en þá var enn hægt að finna ómalbikaðar götur á Stöðvarfirði. Á þeim götum mynduðust stjórfljót á slíkum dögum. Alger stórfljót. Við elskuðum pollana. Hoppuðum í þá, hljóluðum og enduðum oft á því að leggast flatar í þá, mæðrum okkar til ómældrar ánægju!

Fórum svo inn eftir herlegheitin, rennblautar í gegn, með ískalda putta og eplakinnar. Vöfðum okkur inni í teppi og fengum ristað brauð og kakó. Spiluðum svo eitt lúdó eða svo. Það var þá, ummm...

Ég veit alveg hvað ég ætla að gera í dag. Klæða krakkana mína í pollagalla og reyna mitt besta til þess að finna ómalbikaðan götustúf. Kenna þeim að hoppa rækilega í polla og gera sig rennblaut! Fara svo inn, dúða þau í teppi og gefa þeim ristað brauð & heitt kakó!


Mæðgur í svarthvítu...

Uppáhaldsmyndin mín af okkur Bríeti. Tókum hana sjálfar á símann minn fyrr í vor...

Mæðgur


Gavin Degraw gæti hugsanlega bjargað málunum...

Er að jafna mig á Blunt-klúðrinu. Myndi alveg komast yfir það ef þessi kæmi til landsins og spilaði fyrir mig. Lofa því að ég myndi tryggja mér miða! Var rækilega "kynnt fyrir honum" í vetur og er nánast in love...

Gavin Degraw

http://myplay.com/videos/gavin-degraw/follow-through


Arg...

Demit! Hef ekki klúðrað málunum eins hrapalega og í tengslum við Blunt minn. Eins og ég var búin að auglýsa hér á síðunni fyrir þó nokkuð löngu ætlaði ég að fara og sjá goðið- enda búin að hlusta á hann á ipodinum í allan heila vetur!

Var þó að vandræðast eitthvað og gerði það of lengi. Ætlaði fyrst með Mörtunni minni þar sem hún fagnaði fertugsafmæli sínu í maí. Það gekk þó ekki eftir þar sem afmælisbarnið var á leið til fjarlægra landa skömmu eftir tónleikana...

Jæja þá. Til þess að gera langa og afar súra sögu stutta fór ég ekki á tónleikana. Það sem var þó allra verst þá fór ég í loftið frá Reykjavík í það veginn sem prinsinn minn var að stíga á svið! Já, var að vinna í borg óttans í gær og fyrradag og þegar við Elísabet vorum farnar að ókyrrast verulega vegna tónleikalöngunar í gærdag og athuguðum um miða- þá var uppselt! Að sjálfsögðu!

Arg!


mbl.is James Blunt á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæst skata í bland við arkitektúr

Held að ég hafi um margt verið undarlegt barn. Forn í fari, enda mikið hjá ömmu Jóhönnu. Fannst kósí  að klessast hjá henni,  hlusta á morgunleikfimina á Rás 1 og borða brauð með rækjuosti.  Fara svo út í garð narta í graslauk og hjálpa ömmu að rótast í garðinum. Uppáhaldsmaturinn minn var kæst skata.

Uppáhaldsbókin mín var „Kalli og Kata flytja“. Ekki kannski af því að sagan væri svo skemmtileg heldur af því að það var svo mikill arkitektúr í henni. Gat endalaust skoðað hana, enda eru blaðsíðurnar í henni orðnar mattar og þunnar! Sagan snýst um það að húsnæðið er sprungið utan af fjölskyldunni og þau verða að finna sér annað hentugra. Þegar þau finna loks rétta húsnæðið eru sýndar myndir „fyrir og eftir“ húsgögn. Þetta fannst mér alveg makalaust smart. Spáði og spekúleraði um réttu uppröðunina, fannst verst að geta ekki haft samband við foreldra Kalla og Kötu, svona rétt til þess að veita þeim faglega ráðgjöf...

Hef allar götur síðan haft óbilandi áhuga á arkitektúr og innanhússhönnun. Skil ekki ennþá af hverju ég drullaðist ekki í hönnunarnám af einhverju tagi þar sem hausinn á mér er stútfullur af hugmyndum, hvort sem það er af innanhússhönnun, fötum, málverkum, bókahandritum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held að ég eigi það bara eftir, pakka börnum og buru í tösku og fer í listaháskóla á Ítalíu þegar ég verð orðin risastór.


Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík...

ReykjavikEr sammála ljóðskáldinu. Vorkvöld í Reykjavík geta verið yndisleg. Eins og þetta kvöld- það gerist ekki betra. Peysuveður, logn og sól þar til maður lognast út af. Vinkonurölt í miðbænum sem endar á kaffihúsi þar sem málin eru krufin og öll heimsins vandamál fuðra upp. Ummmm...

Fallhlífastökk í bleikum leggings og gullskóm!

Vinkonur mínar!Vinkonurnar. Þær eru magnaðar. Elska þær! Við Elísabet vorum sem uppstoppaðar í bíósalnum. Ef maður er Sex and the city aðdáandi þá jafnast bíóferðin á við fallhlífastökk. Myndin er geggjuð. Maður þekkir þetta ALLT. Allt saman. Öll kvenlegu vandamálin, flækjurnar og dramað. Við hlógum , grenjuðum og létum almennt öllum illum látum. Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að nú er ég BÚIN að sjá myndina (í fyrsta skipti) og á það ekki eftir til þess að hlakka til...

Fyrir utan söguþráðinn sem var mjög skemmtilegur þá fæ ég ekki nóg. Aldrei nóg af því að stúdera fataskápinn hennar Carry. Ég lofa að hanga á hurðinni á BT daginn sem myndin kemur út á DVD! Horfi líklega á hana einu sinni í viku, bara til þess að stúdera dressin. Mæ fríking god hvað hún er alltaf ÓGEÐSLEGA flott, þessi stílisti sem skapaði karakterana þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi í nánustu framtíð... 

c_documents_and_settings_steink_my_documents_my_pictures_carrie-bradshaw-hibiscus.jpgAlltaf flottHinar vinkonurnar þrjár eru að sjálfsögðu líka mjög flottar en Carry er my thing. Stíllinn hennar er svo skemmtilegur. Líflegur. Brjálaður. Stundum út úr kú. Ekki settlegur. Ekki venjulegur. Ekki fyrirsjáanlegur. Mér finnst skemmtilegt að vera ekki eins og allir hinir. Ekki alltaf nákvæmlega eins og næsti maður. Í bland við það að klæðast gallabuxum og svörtum bol treð ég mér oftar en ekki í bleikar eða grænar leggings, kjól og gullskó áður en ég held út í daginn. Það er stuð!

 

Svefnleysi sökum Doddahúfu!

Get ekki sofnað í gær. Bara ekki. Alls ekki. Sama hvað ég gerði. Hægri hlið, snú. Vinstri hlið, snú. Magi, snú. Bak, snú. Sinnum 43. Óþolandi þegar maður getur ekki sofnað. Þá fer ég að hugsa og hugsa. Endalaust. Um allt og ekkert...

Í nótt endaði með því að ég hannaði "Dodda-húfuna" sem mig er búið að langa til þess að gera mér lengi. Þá er það allavega frá og bara eftir að prófa! Eina sem er það verður erfitt að fara hljóðlega um þegar alltaf mun heyrast "dinga-linga-ling" í höfuðfatinu!


Heimsborgarinn á leiðinni...

Heimaslóðir SöruHef sterkan en óstaðfestan grun um að samstarfskona mín frá NY- Sara Schluht sé á leiðinni til landsins til þess að leysa mig af í nokkra daga. Fyrir þá sem eru að koma inn sem nýir lesendur eða fyrir þá sem muna ekki eftir formálanum þá er best að rifja upp þessa færslu hér... http://krissa1.blog.is/blog/krissa1/entry/482209...

Var sjálf á leið í vinnuferð í höfuðborgina en hún ætlar að frekjast til þess að fara fyrir mig, dæmigert fyrir hana! Dauðöfunda hana enda ætlar hún að njóta lífisns í borginni. Fara út að borða með vinkonum, drekkar Cosmó og auðvitað fara í bíó til þess að sjá sínar persónulegur vinkonurnar úr Sex and the city! Hvílir svo að sjálfsögðu sín bein í dúnmjúku rúminu á Grand hótel- BARA notó! Lufsan sú arna fer annað kvöld og kemur ekki aftur á austurlandið fyrr en á fimmtudagskvöld- ja ef hún kemur þá aftur!

p.s. hún var að hringja til þess að fá lánaðar rauðu gallabuxurnar! Vissi'ða!


Alveg blóðrauðar...

Fjárfesti í rauðum gallabuxum á dögunum...

Þær blóðrauðu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband