Brjálæðislega bleikt kaffiboð!

Uppáhaldsblómin mín... 

Ætla að auglýsa vinnuna mína pínu pons! Hef síðustu daga verið að skipuleggja skemmtilega uppákomu! Á morgun er kvennadagurinn 19. júní og í því tilefni býður Alcoa Fjarðaál ÖLLUM konum að koma í bleikt kaffiboð í fyrirtækið síðdegis, sýna sig og sjá okkur hinar! Boðið hefst klukkan fimm og verður haldið í aðal-skrifstofubyggingunni  sem við nefnum í daglegu tali "620"...

Boðið hefst með skær-bleikum óáfengum fordrykk en að honum loknum óska nokkrar vaskar konur okkur hinum til hamingju með daginn. Yndisfagur söngur líður um loftið meðan við borðum á okkur bumbu af bleikum kræsingum sem töfrakokkarnir okkar í Lostæti sjá um...

Rútuferðir verða svo um svæðið undir leiðsögn þeirra Höllu og Janne sem eiga svör við öllu sem viðkemur Fjarðaáli...

Hvet alla mína kvenkyns lesendur að koma og gera sér glaðan dag með okkur. Þið verðið bara að lofa einu- að koma í einhverju eða með eitthvað bleikt! Kei? Hlakka til að sjá ykkur allar, ég verð skvísan í bleiku leggingsinum...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér (kyn)systir bleikar kveðjur í tilefni dagsins. Hefði meira en þegið að koma til þín/ykkar í bleikt boð.

Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband