Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ferfættir alvöru hestar

Þór var ánægður með 17. júní hátíðahöldin á Reyðarfirði. Sagði móður sinni undan og ofan af þessu öllu saman, en hann var þar með pabba sínum...

"Það voru hestar þarna. Alvöru hestar með fjóra fætur og allt!"

...já hólí mólí. Hestarnir voru alveg'meða!

Bjútí


Frænkustuð

Var víst búin að lofa eftirfarandi frænkuseríu hér inn. Annars merkilegt nokk. Finnst eins og ég hafi verið að skipta á þessum bróðurdætrum mínum í fyrradag en þær eru orðnar 21 árs og báðar töluvert hærri í loftinu í dvergurinn ég! Það þykir sjálfsagt ekkert merkilegt þar sem sonur minn verður orðinn jafnstór og ég eftir korter...

En allavega- þessar voru teknar á dögunum...

Svo næs þessar elskur!Bríetin mín í góðum höndum...BjútíbollurÓjá, þarna upphófst stuðið...007SkvísurÚnglíngurinn minnLitlu krakkapakkarnirSætasti Þór-inn í bransanum!

...læt skíðamyndir fljóta með, sem ekki eru teknar alveg á síðustu dögum, heldur snemma í vor...

Þriggja ára Þrumuguð á fúllsvíng!Rokkarinn minn BríetSkíðamæðgur


Skærbleikt kaffiboð skal það vera!

Var að koma úr vinnunni minni. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að í dag er 19. júní- baráttudagur okkar kvenna. Líkt og í fyrra héldum við Alcoakonur upp á daginn með því að bjóða okkar konum, sem og öðrum konum úr samfélaginu...

Gúðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri öryggis-og heilsu og Þuríður Sigurjónsdóttir rafvirki ávörpuðu samkomuna og stóðu sig með prýði. Bergey Stefánsdóttir ein úr okkar glæsilega sumarstarfsmannahópi söng þrjú undurfögur lög meðan rúmlega 100 konur gæddu sér á ljúffengum veitingum frá Lostæti...

Mætingin var líklega í við meiri en í fyrra sem fór þá fram úr okkar björtustu vonum. Að dagskránni lokinni var konunum boðið upp á skoðunarferð um álverslóðina í rútu. Við sem að skipulagningunni stóðum í fyrra og nú í ár erum himinlifandi. Við erum stoltar af því að sjá hve mikinn áhuga konur hafa á álverinu og sjáum að þessi viðburður er eitthvað sem koma skal og verður hefð á kvennadaginn 19. júní um ókomna tíð!

Áfram stelpur!


Meiri djöfuls' vitleysan

Þetta er nú meiri andskotans, djöfulsins vitleysan í þér hefði pabbi sagt við mig núna. Var að koma úr sjósundi í annað skipti með Guðnýju Björgu sjógúrú og hinum stelpunum. Það var ÓGEÐSLEGT, ÓGEÐSLEGT, ÓGEÐSLEGT!! Fannst það milklu skárra síðast, en núna- ji minn einasti eini...

Það er auðvitað eins og það sé október-veður hér á austurhjara veraldar þessa dagana, rok og ekki mikill lofthiti. En út í fórum við og kræktum meira að segja með okkur nýjum kandídat!

Það er viðbjóður að vaða út í en herlegheitin byrja samt ekki fyrr en maður er komin upp fyrir mitti. Það verður ekki mögulegt að anda eðlilega og maður hálf missir andann. Ég næ hvorki að venjast kuldanum eða normal öndun. Vorum ekki lengi útí í þetta skiptið og skelltum okkur beint í vaðlaugina á Mjóeyri að "sundi" loknu. Með naglakul á tánum og sumar hverjar með blóðlausa putta...

En þetta ku jú vera allra meina bót, sogæðakerfið mun blómstra sem aldrei fyrr og appelsínuhúð- hvað er nú það???


Tíu ár liðin frá samruna A-bekkjarfélaga!

Er í borginni. Alltaf næs, finnst mér. Hanga með vinkonum og leika túrista í miðbænum. Gerði hvorutveggja í gær, en stemmningin var "útlandaleg." Í fyrsta lagi var veðrið alveg magnað, í öðru lagi var Hátíð hafsins og í þriðja lagi var landsleikur í fótbolta við Hollendinga. Allt þetta gerði það að verkum að stuðið í bænum var sem aldrei fyrr...

Hitti svo stelpurnar mínar í Kennó í dag. Áttuðum okkur á því að í haust eru heil tíu ár frá því við kynntumst, en við hófum okkar skólagöngu haustið 1999. Svo langt er síðan að ég átti bara eitt þriggja ára gamalt barn og ekki gsm-síma! Hvernig fúnkeraði það?

Allavega. Þá erum við að hugsa um að hafa "hitting" fyrir allan bekkinn í haust sem væri algerlega magnað. Margt hefur breyst á þeim tíu árum sem liðin eru, börnin okkar teljast í tugum en fæstir eru að kenna. Það verður ótrúlega gaman að rifja upp gamla tíma og rifja upp óborganlegan þriggja ára tima sem einkenndist af endalausri samveru í hópverkefnum, miklu djammi og öðrum skemmtilegheitum. Vona svo sannarlega að af gleðskapnum geti orðið, áfram A-bekkur!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband