Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Óþolinmæði

Jæja. Nú bara hef ég ekki tíma til þess að vera lengur á hækjum. Bara því miður. Tognaði og sleit liðbönd þarna fyrir rúmri viku og hélt virkilega að ég yrði orðin gangandi um miðja síðustu viku. En nei, nei! Ekki aldeilis...

Læknir hafði efasemdir um miðja viku að rétt hefði verið lesið úr röntgenmyndunum sem voru teknar á falldaginn mikla. Lét lesa úr þeim aftur en klóraði sér í haus þegar sama niðurstaða fékkst, ekki brot! Hann hefur sjaldan séð aðra eins áverka í tengslum við togn og slit og á mínum vesæla vinstri fæti. Sem sé. Ég er enn svo bólgin og blá langleiðina upp að hné að ég er ekkert farin að labba, varla farin að stíga í fótinn því þá fæ ég bara „stjörnur“ í hann og verð fjólublá! Arrrrgigarrrg!

Kannski ég verið framan á Vikunni eftir tvö ár með fyrirsögninni

„Með gerfifót frá Össur eftir liðbandaslit“.

Mæðgin

...kannski verður þetta forsíðumyndin af því ég verð orðin svo beisk kona!

Finnst þetta ferli vera orðið verulega óeðlilegt, en hvað veit ég svosem, hef ekki lent í slíku áður...

En eins og ég sagði þá hef ég bara því miður ekki tíma lengur. Ég er að fara á N1- mótið á Akureyri með frumburðinn. Og það annað kvöld. Er enn á hækjunum og hef því tæpa tvo sólarhringa til þess að verða góð. Verð varla með miklar kúnstir á hliðarlínunni, læt klappstýrudúskana og flikkflakkið eiga sig þetta árið...

 


Er að hugsa um að blása til veislu...

...í tilefni þess að  "veislunni" sé lokið!

Kaffi og með'í á Mánagötunni á morgun. Allir velkomnir!

Kaffi er best upp á gamla mátann...


mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk alltaf flott!

Mikið hefði ég viljað vera í Laugardalnum í gærkveldi, með Hlín og Glóglónni minni. Ohhh. Stundum væri ágætt að það væru ekki 700 kílómetrar til borgarinnar, sakna þess oft...

björkBjörk er alltaf afar grúví í tauinu, væri alveg til að komast í skápinn hennar!! Færi í tónleikakjólnum í vinnuna á morgun ef ég gæti, myndi þó aðeins bera höfuðfatið við afar sérstök tækifæri!

Svo kúl...c_documents_and_settings_steink_my_documents_my_pictures_bjork2.jpgFlott

 


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðaberjastuldur...

Við gætum hæglega verið í einhverju pógrammi hverja einustu helgi. Skógardagurinn mikli síðustu helgi sem endaði að vísu með hrakföllunum ógurlegu! Í dag fagnar mitt gamla íþróttafélag 80 afmæli sínu, en það er Ungmennafélagið Súlan á Stöðvarfirði. Við vorum þar...

Bríet Almar Blær og Ívar...Æskuvinirnir...

...við Ívar rifjuðum upp skammarstrik á borð við þegar við átum öll jarðaberin úr beðnu hjá Þórunni og Sveini... 


Sandkaka á miðvikudegi

Eins og fram hefur komið stefnir yngsta barnið mitt á að gifta sig með Pampers á bossanum. Það er viskulegt. Eftirfarandi samtal fór milli feðga í vikunni þegar faðir skipti á syni:

Sigurjón: Heyrðu mig nú! af hverju er sandur í kúknum?

Þór: Æji, Bedís va baka saddagögu fi mi! (Bergdís var að baka sandköku fyrir mig)

...hvað gerir maður þegar manns heittelskaða skellir í köku í miðri viku? Auðvitað borðar hana, annað væri vissulega vanvirðing og háborinn dónaskapur!

Hjúin í fyrrasumar...Þarna rekur hún sínum rembingskoss!Setið í kirkjugarðiNývöknuð og sæt í VöðlavíkKálfar!Heiðurshjónin gömlu á jólaballi Alcoa

 


Nokkrar fjörumyndir frá Hreini svona í vikulokin...

Fjaran við Klöpp...Almar Blær viið fjöruborðið...Vinkvennabras...c_documents_and_settings_steink_my_documents_14_xkrissa_100-3618bbo8_litil.jpgMóðir, sonur, vinur...Stuðboltastelpur!Þessi verður notuð í bækling...

...þannig fór um sjóferð þá!


Meistari Stórval

HerðubreiðHerðubreið og hestarnir frægu!Flott!!Dreymir ekki um neinn verandlegan hlut eins og verk eftir Stórval. Er enn að naga mig í handarbökin yfir því að drullst ekki til þess að krækja mér í verk meðan það var hægt, þá meina ég meðan þau voru enn fáanleg á viðráðanlegu verði. Held að það séu ekki mörg á markaðnum í dag og ef þau eru það þá held ég að þau séu á því verðbili að maður verði að taka bankalán...

...en ef einhver veit, þá já takk!


Rafmagnsgítarleikari með hauskúpu-skólatösku!

Já Bríetin mín veit algerlega hvað hún vill og hvert hún stefnir! Hún ætlar að læra á rafmagnsgítar og ganga í skóla með hauskúpu-skólatösku...

...set inn nokkrar myndir af rokkaranum þeim en við fengum í dag fullan disk af myndum af henni frá leikskólanum þar sem dvelur nú sína síðustu daga fyrir alvöru lífsins, skólagönguna!

Konudagur í fyrra, móðir með sítt hár!Bríet passar Þórinn sinn...Flottust!Spider-Bríet á öskudaginnFótboltaæfing í Fjarðabyggðarhöllinni...Vinkonurnar Bríet og Hafdís...Hugguleg vinkvennastundLöggan skoðar hjólhestinn.....grænt ljós frá löggunni, þá er öllu óhætt!Hestastelpa...


Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt...

Verð að játa það að nú finnst mér bara komið gott af þessum fótbolta. Skilst að það sé reyndar aðeins endaspretturinn eftir en ji minn einasti hvað þetta getur verið yfirþyrmandi! Á mínu heimili eru tveir afar veikir fótboltasjúklingar sem líður eins og á aðfangadag- dag eftr dag. Þetta er mér gersamlega á huldu. Hef reynt mitt til þess að vera ekki sjálflæg í þessu máli og láta þetta sem vind um eyru þjóta allt saman...

Svo gerist það á tíundu viku (allavega líður mér orðið þannig) að pirringurinn sem tengist þessum  sjónvarpsútsendingu verður skynseminni yfirsterkari. Ég er farin að fá kippi í augnlokin kringum kvöldmat þegar "veislan" stendur sem hæst. Anda inn- anda út...

Ekki nóg með að það séu nánast stanslausir fótboltaleikir seinni partinn. Ef það er ekki leikur þá eru umræðuþættir í tengslum við leikina sjálfa. Já já. Þá sitja sjónvarpsmennirnir með "fræðinga" sér við hlið og spá og spekúlera í þetta allt saman. Ókei. Gerði meira að segja heiðarlega tilraun í gær eða fyrradag til þess að hoarfa á einn svona þátt, en missti þráðinn afar fljótlega...

Frumburðurinn minn, 12 ára, veit allt um þetta. Held að barnið hljóti að vera afburðagreint þar sem hann getur munað öll þessi undarlegheit. Þarna skeggræða þeir feðgar kannski eitt lítið hliðarskref hjá ákveðnum manni á ákveðnum tímapunkti í hörgul. Horfi á þá sljóum augum og virkilega skil þetta ekki. Ekki um hvað þeir eru að tala og ekki hvernig í dauðanum hægt er að finnast þetta svona spennandi...

Lét út úr mér verulega heimskulega steningu um daginn, greinilega! "Það er alltaf eins og það sé sami leikurinn í gangi, ár eftir ár!" sagði ég og virkilega meinti það. Já, nei. Þetta var greinilega afar rangur misskilningur hjá mér. Er nánast viss um að ef hrá egg hefðu verið í nágrenninum hefði ég fengið eins og tvö í hausinn!!!

Það geta ekki allir haft sömu skoðun, það er alveg á tæru. Kristaltæru. Það veit ég líka. Hef samt oft hugsað út í það hvað myndi gerast ef það yrði boðið upp á Bjarkartónleika í margar vikur í sjónvarpi allra landsmanna. Tvo til þrjá á dag. Þegar ekki væru tónleikar gætum við verið með gamla viðtalsþætti við söngkonuna og svo umræðuþætti þar sem fatasmekkur hennar væri krufinn. Kannski ég bara komi þessu á framfæri. Hvernig væri að taka ágústmánuð í það? Það er hvort sem er ekki nokkur kjaftur séð fréttir í margar vikur, hú kers í nokkrar vikur í viðbót?


mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækjudraumur!

Hlakka svo til í kvöld. Get eiginlega ekki beðið. Er að fara á opnun Djasshátíðar Egilsstaða á Austurlandi, nánar tiltekið að sjá opnunaratriðið- Drauma eftir Einar Braga Bragason og Irmu Gunnarsdóttur. Að vera langt inni í fjalli, og njóta samspils tónlistar, söngs og dans! Stel myndum hér af síðu Einars Braga frá því á æfingu í gærkvöldi...

Alger draumur......

...hlakka til alls nema að fara á hækjunum 300 metra inn í fjallið!!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband