Nostalgía!

Ætli ég sé eitthvað undarleg. Er farin að halda það. Meðan vinnufélgarnir jesúsa sig og óska rigningunni í norður og niðurfallið um leið- þá líður mér vel. Finnst rigningin góð. Æðislega. Ég er ekki að tala um einhverja smá dropa. Nei, nei, þetta er alveg alvöru. Himnarnir hafa opnast yfir Fjarðabyggð, allavega Reyðarfirði...

Man þegar ég var lítil. Þegar við vinkonurnar klæddum okkur í pollagalla á slíkum dögum en þá var enn hægt að finna ómalbikaðar götur á Stöðvarfirði. Á þeim götum mynduðust stjórfljót á slíkum dögum. Alger stórfljót. Við elskuðum pollana. Hoppuðum í þá, hljóluðum og enduðum oft á því að leggast flatar í þá, mæðrum okkar til ómældrar ánægju!

Fórum svo inn eftir herlegheitin, rennblautar í gegn, með ískalda putta og eplakinnar. Vöfðum okkur inni í teppi og fengum ristað brauð og kakó. Spiluðum svo eitt lúdó eða svo. Það var þá, ummm...

Ég veit alveg hvað ég ætla að gera í dag. Klæða krakkana mína í pollagalla og reyna mitt besta til þess að finna ómalbikaðan götustúf. Kenna þeim að hoppa rækilega í polla og gera sig rennblaut! Fara svo inn, dúða þau í teppi og gefa þeim ristað brauð & heitt kakó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að horfa á einn EKTA poll til að láta drauma þína rætast.

Við endan á fyrrum G.Skúla  nú Launafl er þessi líka fíni pollur fyrir knúsarann minn hann Þór og prinsessuna Bríeti AF stað með ykkur, pollurinn bíður þú mátt gjarnan draga Öddu og co með þér í þetta

ph (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Adda bloggar

haha mamma að gera at í þér krissa mín.ég skal koma og sulla með minn þór og krissa

Adda bloggar, 16.6.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband