Fallhlífastökk í bleikum leggings og gullskóm!

Vinkonur mínar!Vinkonurnar. Þær eru magnaðar. Elska þær! Við Elísabet vorum sem uppstoppaðar í bíósalnum. Ef maður er Sex and the city aðdáandi þá jafnast bíóferðin á við fallhlífastökk. Myndin er geggjuð. Maður þekkir þetta ALLT. Allt saman. Öll kvenlegu vandamálin, flækjurnar og dramað. Við hlógum , grenjuðum og létum almennt öllum illum látum. Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að nú er ég BÚIN að sjá myndina (í fyrsta skipti) og á það ekki eftir til þess að hlakka til...

Fyrir utan söguþráðinn sem var mjög skemmtilegur þá fæ ég ekki nóg. Aldrei nóg af því að stúdera fataskápinn hennar Carry. Ég lofa að hanga á hurðinni á BT daginn sem myndin kemur út á DVD! Horfi líklega á hana einu sinni í viku, bara til þess að stúdera dressin. Mæ fríking god hvað hún er alltaf ÓGEÐSLEGA flott, þessi stílisti sem skapaði karakterana þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi í nánustu framtíð... 

c_documents_and_settings_steink_my_documents_my_pictures_carrie-bradshaw-hibiscus.jpgAlltaf flottHinar vinkonurnar þrjár eru að sjálfsögðu líka mjög flottar en Carry er my thing. Stíllinn hennar er svo skemmtilegur. Líflegur. Brjálaður. Stundum út úr kú. Ekki settlegur. Ekki venjulegur. Ekki fyrirsjáanlegur. Mér finnst skemmtilegt að vera ekki eins og allir hinir. Ekki alltaf nákvæmlega eins og næsti maður. Í bland við það að klæðast gallabuxum og svörtum bol treð ég mér oftar en ekki í bleikar eða grænar leggings, kjól og gullskó áður en ég held út í daginn. Það er stuð!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Tíhí.. manninum mínum finnst hún alltaf kjánalega klædd!! :) Sjálf tek ég aldrei nokkurntíma eftir fötum sem sést best á mínum eigin fataskáp. Meðalmennska dauðans.....

Hlakka til að sjá myndina!

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.6.2008 kl. 18:17

2 identicon

Elska elska elska hana söru mína parker

Flottari gella er ekki til......en vonum að þær hafi ekki verið að meina zöruleg....

Ég fæ ekki nóg af því að horfa á þættina og sjá í hverju hún er....flottasta.

Ætli hún væri til í að vera með Dodda húfu.....:)

Ragna (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Jú Ragna- þú getur nú bara rétt ímyndað þér hvort hún vill ekki vera með Doddahúfu! Ætla að senda henni eintak um leið og hún er tilbúin!

Myndin er bara geggjuð! Nú förum við að sauma- já eða nú fer ég að sauma undir þinni leiðsögn! Við verðum langflottastar í vetur!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 12.6.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband