Heimsborgarinn á leiðinni...

Heimaslóðir SöruHef sterkan en óstaðfestan grun um að samstarfskona mín frá NY- Sara Schluht sé á leiðinni til landsins til þess að leysa mig af í nokkra daga. Fyrir þá sem eru að koma inn sem nýir lesendur eða fyrir þá sem muna ekki eftir formálanum þá er best að rifja upp þessa færslu hér... http://krissa1.blog.is/blog/krissa1/entry/482209...

Var sjálf á leið í vinnuferð í höfuðborgina en hún ætlar að frekjast til þess að fara fyrir mig, dæmigert fyrir hana! Dauðöfunda hana enda ætlar hún að njóta lífisns í borginni. Fara út að borða með vinkonum, drekkar Cosmó og auðvitað fara í bíó til þess að sjá sínar persónulegur vinkonurnar úr Sex and the city! Hvílir svo að sjálfsögðu sín bein í dúnmjúku rúminu á Grand hótel- BARA notó! Lufsan sú arna fer annað kvöld og kemur ekki aftur á austurlandið fyrr en á fimmtudagskvöld- ja ef hún kemur þá aftur!

p.s. hún var að hringja til þess að fá lánaðar rauðu gallabuxurnar! Vissi'ða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur slöttið í vesturbæinn?

Hlín mín (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ætla að reyna það- annars er slöttið við annan mann, já eða annað slött þannig að það verður að helgast af því prógrammi! En ef það er smuga, þá já!

Prógramm kvöldsins hljómar samt svo;

  • Lending í einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli klukkan 18:30
  • Austur Indíafélagið
  • Vinkonur mínar frá NY á hvíta tjaldinu
  • Cosmó á hótelbarnum
  • Snjóhvít dúnsæng, rósablöð og kavíar á Grandinu

...en morgundagurinn er eitthvað minna bókaður! Verð í bandi! Kúúúússs***

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 10.6.2008 kl. 09:51

3 identicon

Jessörrí. Vesturbæjarglyðran kveður. Over and out.

Hlín mín (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband