Skaðræðisskepna...

Söguhetjan!

Maður kallar börnin sín kannski ekki skepnur. Það er varla fallegt, þó svo að Hlín mín hafi aldrei kallað Almar Blæ frænda sinn annað...

Nema hvað. Þrumuguðinn er í það minnsta á skaðræðisaldri, burt séð frá öllum skepnugangi. Hann er tifandi tímasprengja og maður er í hættu hverja mínútu að hann verði manni að atlagi í margmenni. Segir hátt og snjallt, nákvæmlega það sem hann hugsar- löngu áður en hann hugsar það...

Fórum í sund á Eskilfirði í gær. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað. Þar sem prinsinn var búinn að klæða sig úr, stóð hann dáleiddur og horfði á skísurnar í sturtunni. Benti á eina og sagði:

"Sessi lídi gona" (þetta er lítil kona)

...úff, þar skall hurð verulega nærri hælum, það er svo sem sök sér að vera smávaxin, en flest önnur komment beint frá hjartanu hefðu verið mun óþægilegri!

Þegar út í buslulaug var komið smellti sá stutti sér svo við hlið annars manns- það þétt að hann var nánast í fanginu á honum. Horfði á hann dágóða stund áður en hann hóf samtalið:

Þór: "Ka heiti sú?"

Maður: "Ég heiti Þór"

Þór: (verulega hissa en þó alsæll) "Só, avve eis o é. É heidi Só Siónsson"

...já, það er margt skrítið í kýrhausnum, það er til annar Þór í veröldinni! Svei mér!


Harðsperrur & hunangsflugur!

Jú jú- eins og ég óttaðist! Þori varla að segja frá því en ég er að drepast úr harðsperrum eftir skokk gærkvöldsins! Ekki alveg málið, en skokka það úr mér annað kvöld...

Annars fór ég með grísina í sund í dag. Er að hugsa um að breyta lögheimili mínu og færa það í sundlaugina á Eskifirði. Það er fátt meira næs en að flatmaga þar á góðum degi meðan krílin busla- Þrumuguðinn er meira að segja komin með sundbuxnafar eftir tvö skipti! En þar sem við vorum að fara upp úr sáum við þvílíku hunangsfluguklessuna- vá...

Drottning!!!

...það var bara byrjunum en þegar við komum heim voru ÞRJÁR slíkar í stofuglugganum! Púff! Nánast á stærð við fugla. Þór var ekki alveg sama og sagði: "Hún dðepu mi!" (hún drepur mig!)

Jú- það er hægt að finna fyrir lífsháska út um allt!

P.s. það finnst öllum alveg ógisslega sniðugt hjá mér að byrja að blogga aftur og það er gaman að heyra það. En ég sekta þá ekki sem kommenta, þó síður væri. Þeir detta þá ekki út af jólakortalistanum, hehehehe! 


Tími til kominn...

Fyrsti í "skokki" í dag. Mæ fríking god hvað maður getur verið ógeðslega stúpid! Það eru lítil mörk fyrir því. Ég tek alltaf reglulegar skorpur í skokkinu en hætti svo alveg á milli. Þannig að oft á ári er ég á á byrjunarreit. Þolið er mun fljótar að fara en koma. Fór í samfloti með Elísabetu vinkonu, eins og svo oft áður. Drusluðumst líklega um 7 kílómetra sem verður að teljast dágott á fyrsta degi...

...en nú skal tekið á því. Ekkert rugl. Nýtt upphaf. Stefni á fantaform í sumarlok! Læt mér til hvatningar fljóta myndir af okkur vinkonunum á skokki í sandinum í Vöðlavík síðasta sumar- en það var bara æði...

Krissa og Elísabet í fjöruborðinu í VöðlavíkÉg á leiðinni út í buskann...Vinkonurnar búnar á skokkinu...Bríeti líkaði lífið í fjörunni...en Þór vildi bara brasa með bílanaMömmugrísir


Góðar fyrirmyndir fyrir tveggja ára?

Ætla nú svosem ekki að leggja það í vana minn að blogga oft á dag- en...

Las í kvöld bók fyrir Þór áður en hann fór að sofa. Eftir lesturinn spjöllum við alltaf aðeins áður en ég fer fram og hann sofnar á sínu græna. Kanínubókin varð fyrir valinu í kvöld. Hún er dálítið stór, harðspjalda og með böndum á bakhliðinni þannig að hægt er að smella henni á bakið eins og bakpoka...

Þór er spegilmynd systur sinnar og þar sem áhugi hennar á væntanlegri skólavist fer sí-vaxandi gerir skólaáhugi Þórs það líka. Segir alltaf, "É líga góla" þegar talið berst að þeim málaflokki. Nema hvað...

Þór: Ganínubókina (kanínubókina)

Ég: Já, hún er svo flott- alveg eins og taska

Þór: (stúrinn) Gleyndi gauba góladökku fi mi (gleymdist að kaupa skólatösku handa mér)

Ég: Nei, nei- við gerum það

Þór: É góla

Ég: Já, já- þú ferð í skóla. Hvað ætlar þú að læra í skólanum? Að lesa?

Þór: Nei, ekki lesa. Hei hei hei- hó hó hó, avve eis o sjovappinu (ætlar að læra að syngja hei hei hei eins og er í sjónvarpinu)

...líst ekki á fyrirmyndir yngsta sonarins. Vona að hann sleppi brúnkuklefanum, mæ god!

 


Það er alveg ljóst að aldurinn færist yfir!

Já það er nokkuð ljóst. Ég er að verða eldgömul- 2. og 3. maí bera glöggt vitni um það...

Í gær átti Silja bróðurdóttir mín tvítugs afmæli. Ji minn einasti eini. Finnst það hafa verið í síðasta viku í mesta lagi sem ég var að passa hana þar sem hún var með hor, slef og bleyju! Það er gersamlega ótrúlegt hvað tíminn líður hratt á gerfihnattaöld. Stundum finnst mér það alveg óhugnarlegt! Siljan mín sem var alltaf svo lítil skotta er nú góð vinkona mín og ég finn lítið fyrir aldursmuni okkar! Siljan mín sem kallar mig enn "Sissu" af því hún gat ekki sagt Krissa. En allavega þá er hún komin í fullorðinamanna-tölu og ég þá líklega eldrimanna-tölu!

Siljan mín

Þetta var fyrra atriðið af tveimur sem staðfestu háan aldur minn. Í dag náði dóttlan mín, hún Bríet þeim merka áfanga að úrskrifast formlega úr leikskóla- þannig að í haust á ég bara eftir eitt barn í leikskóla en tvö í grunnskóla!

Fyrsta útskriftin í höfn, líklega af fjölmörgum! Hér í sveitinni eru börnin útskrifuð formlega á vorsýningu leikskólans. Athöfin var afar hátíðleg og féllu tár á aðstandendakinnar þegar litlu snillingarnir tóku við plaggi og rós í tilefni áfangans...

Myndir af hetju dagsins, Bríeti útskrifar-rós

Verðandi fyrstu bekkingar...Góðir gestir- verið velkomin...æi, það er ekki auðvelt að tala í mígrafón þegar maður er bara fimm!Þrumuguðinn á sýningu með glóðarauga!Til hamingju með daginn Bríet......stolt blómarós gengur af sviði!FallegustFlottur hópur


Amma uppi í lofti

Bríet hefur hamast hér síðasta klukkutímann við að teikna myndir af fólki. Þó aðeins af fólki með gleraugu þar sem það er nýjasta trixið. Hefur þess vegna þurft að grafa upp alla þá sem í kringum hana eru sem ganga með gleraugu. Þegar listinn var tæmdur og hún var auk þess búin að dæma Birgittu og Davíð til þess að gerast sjóndöpur var listinn tæmdur...

Bríet: "Æi- hvað heitir amman sem er uppi í lofti?"

...já amma Jóhanna, amma ritara og langamma afkvæma er ekki lengur meðal vor. Hún er uppi í lofti!


Hjóli, hjóli, hjól...

Hjólreiðar eru málið þessa dagana. Bríet vill helst ekki gera neitt annað. Enda afar klár í faginu- sleppti hjálpardekkjunum í fyrravor og hjólar eins og keppnismanneskja! Stefnir á að fjárfesta í línuskautum í komandi höfuðborgarferð mæðgna! Þór fer alltaf með í hjólatúrana en hann langar í mótorhjól og ekkert múður né klúður!

HjóladrottninginFlottust!Þríhjól er ekki málið fyrir Þrumuguðinn!...nei oj!

 


Ó borg mín borg...

ReykjavikSit á skrifstofu Alcoa Fjarðaáls í Reykjavík og horfi út. Mitt aðsetur er að sjálfsögðu alla jafna fyrir austan en fyrirtækið hefur einnig skrifstofuhúsnæði á Suðurlandsbrautinni. Þar kem ég stundum til þess að funda, taka viðtöl- eða eins og núna, á námskeið í gær og í dag. Er á fimmtu hæð með útsýni yfir laugardalinn. Það er orðið mun sumarlegra hér heldur en fyrir austan en þar ku víst vera vetraríki hið mesta! Jakkkkkk!

Er búin að vera sunnanlands síðan á mánudagskvöld en fer aftur austur í kvöld. Þó svo ég finni hve ljúft það er að ala börnin upp úti á landi þá þykir mér alltaf jafn gott að koma "heim" til Reykjavíkur. Skrapp í Árkvörina í gærkvöldi, en þá finnst mér ég fyrst vera komin heim- þegar ég keyri upp í Ártúnsholtið. Hvað tíminn líður ótrúlega hratt. Fór til Gunnu vinkonu og það sem Ásgeir og Hafdís Lilja hafa stækkað, ji minn einastsi. Eða þá litla skrípið "srænka" mín hún Eygló! Það ætti að banna þessum krílum að vaxa svona hratt þegar maður er svona langt í burtu!

Best verður þó að koma í krakkafaðm í kvöld. Afhenda Þór sláttuvélina sem er búin að vera á óskalistanum síðan síðasta sumar. Það hefði kannski frekar verið ástæða til þess að fjárfesta í snjóblásara!

 


Bara míð'ann...

Bríet: "Ái þarna! Hættu að lemja mig!"

Ég: "Þór, það má ekki lemja!"

Þór: "É ekki lemm'ann, ba-a míð'ann

Ég: "Já, það má ekki"

Þór: "Jú. Dundu dága míða deppu"

Ég: "Nei, nei, það má ekki. Hver segir það?"

Þór: "Leigólinn"

...uss uss uss!


Á sama tíma að ári..

"Eru það ekki bara göngskórnir oss onna?" spurði Hrafnhildur vinkona þegar hún hringdi kvöldið fyrir brottför

"Jú- deffenetlí!" svaraði ég. "Var einmitt að henda þeim í töskuna, ásamt öllu draslinu í tengslum við bókina"

...jú jú. Nú átti að halda í ferð. Og það enga smá. Ég og Hrafnhildur- elskuleg vinkona mín frá því í Kennó hér í denn var á leið austur á land með flugpósti. Ferð var heitið í bústað á Einarsstöðum um helgina...

Opinber ástæða: handritagerð í tengslum við væntanlega barnabók vinkvennanna

Aðalástæða: Aftöppun margra mánaða uppsafnaðs málæðis og uppbæting alvarlegs samveruskorts síðan ég flutti í sveitina!

Eftir hossuflug lenti borgardaman grá á lit á Egilssaðaflugvelli síðdegis á föstudag. Litarhaftið lagaðist þó skjótt og vel. Eftir viðkomu í Bónus og "mjólkurbúðinni" var brunað á næturstað. Dvölin var vægast sagt ein dásemd. Öll plön fóru í norður og niðurfallið. Glæsilegt. Gönguskórnir fengu kærkomna hvíld í töskunum og orð sem fest voru á blað eru líklega 50 talsins. Varla dugar það til þess að tækja jólabókaflóðið!

...þess í stað var helgin ca svona:

Töluð orð: 3500 á mínútu

Hlátursköst: Óteljandi

Kaffimagn: Heill pakki

Át: Óhóflegt

Gönguferðir: Núll

Bæjarferð: Ein. Tískumarkaðurinn kembdur þar sem vinkonur rétt svo stóðust klæðin rauð

Andleg endurnæring: Ómetanleg

Niðurstaða: Einarsstaðir að ári. Alltaf einu sinni á ári!

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband