Á sama tíma að ári..

"Eru það ekki bara göngskórnir oss onna?" spurði Hrafnhildur vinkona þegar hún hringdi kvöldið fyrir brottför

"Jú- deffenetlí!" svaraði ég. "Var einmitt að henda þeim í töskuna, ásamt öllu draslinu í tengslum við bókina"

...jú jú. Nú átti að halda í ferð. Og það enga smá. Ég og Hrafnhildur- elskuleg vinkona mín frá því í Kennó hér í denn var á leið austur á land með flugpósti. Ferð var heitið í bústað á Einarsstöðum um helgina...

Opinber ástæða: handritagerð í tengslum við væntanlega barnabók vinkvennanna

Aðalástæða: Aftöppun margra mánaða uppsafnaðs málæðis og uppbæting alvarlegs samveruskorts síðan ég flutti í sveitina!

Eftir hossuflug lenti borgardaman grá á lit á Egilssaðaflugvelli síðdegis á föstudag. Litarhaftið lagaðist þó skjótt og vel. Eftir viðkomu í Bónus og "mjólkurbúðinni" var brunað á næturstað. Dvölin var vægast sagt ein dásemd. Öll plön fóru í norður og niðurfallið. Glæsilegt. Gönguskórnir fengu kærkomna hvíld í töskunum og orð sem fest voru á blað eru líklega 50 talsins. Varla dugar það til þess að tækja jólabókaflóðið!

...þess í stað var helgin ca svona:

Töluð orð: 3500 á mínútu

Hlátursköst: Óteljandi

Kaffimagn: Heill pakki

Át: Óhóflegt

Gönguferðir: Núll

Bæjarferð: Ein. Tískumarkaðurinn kembdur þar sem vinkonur rétt svo stóðust klæðin rauð

Andleg endurnæring: Ómetanleg

Niðurstaða: Einarsstaðir að ári. Alltaf einu sinni á ári!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Elska svona konusamverustundir!

Barnabók? Spennandi!

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 23:31

2 identicon

Takk fyrir samveruna!

Held ég haldi bara kjafti alla vikuna eftir þessa góðu útrás fyrir talandann um helgina.  Dem hvað þetta var næs og æðislegt.

Einarsstaðir- á sama tíma að ári.  Ekki spurning.

Knús!!!!

Frú munnræpa (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:40

3 identicon

Mikið hefur verið gaman hjá ykkur, vonandi verður samt eitthvað úr þessari bók, ég bíð amk mjög spennt.

Við þyrftum svo að fara að heyrast bráðum, alltof alltof langt síðan síðast.

Kv.

Arna

Arna Þórey Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband