Það er alveg ljóst að aldurinn færist yfir!

Já það er nokkuð ljóst. Ég er að verða eldgömul- 2. og 3. maí bera glöggt vitni um það...

Í gær átti Silja bróðurdóttir mín tvítugs afmæli. Ji minn einasti eini. Finnst það hafa verið í síðasta viku í mesta lagi sem ég var að passa hana þar sem hún var með hor, slef og bleyju! Það er gersamlega ótrúlegt hvað tíminn líður hratt á gerfihnattaöld. Stundum finnst mér það alveg óhugnarlegt! Siljan mín sem var alltaf svo lítil skotta er nú góð vinkona mín og ég finn lítið fyrir aldursmuni okkar! Siljan mín sem kallar mig enn "Sissu" af því hún gat ekki sagt Krissa. En allavega þá er hún komin í fullorðinamanna-tölu og ég þá líklega eldrimanna-tölu!

Siljan mín

Þetta var fyrra atriðið af tveimur sem staðfestu háan aldur minn. Í dag náði dóttlan mín, hún Bríet þeim merka áfanga að úrskrifast formlega úr leikskóla- þannig að í haust á ég bara eftir eitt barn í leikskóla en tvö í grunnskóla!

Fyrsta útskriftin í höfn, líklega af fjölmörgum! Hér í sveitinni eru börnin útskrifuð formlega á vorsýningu leikskólans. Athöfin var afar hátíðleg og féllu tár á aðstandendakinnar þegar litlu snillingarnir tóku við plaggi og rós í tilefni áfangans...

Myndir af hetju dagsins, Bríeti útskrifar-rós

Verðandi fyrstu bekkingar...Góðir gestir- verið velkomin...æi, það er ekki auðvelt að tala í mígrafón þegar maður er bara fimm!Þrumuguðinn á sýningu með glóðarauga!Til hamingju með daginn Bríet......stolt blómarós gengur af sviði!FallegustFlottur hópur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litla útskriftar-rósin :-) 

Sammála með tímann. Vildi stundum að það væri til einhver svona slow play takki sem maður gæti ýtt á til að hægja aðeins á dæminu.. Ég er greinilega að reka mig í vitlausa hnappa þar sem tíminn líður sífellt hraðar ..... bara skerí ;-)

Knús!!!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband