Skóladagur og mótorhjól!
26.5.2008 | 22:19
Stór dagur í lífi tveggja yngstu fjölskyldumeðlimana. Bríet mætti í skólann í dag, ekki leikskólann. Fór með nesti og nýja skó og dvaldi daglangt í væntanlegu umhverfi næsta vetrar. Hitti kennarann sinn, fór í sundkennslu og ég veit ekki hvað og hvað. Var afar ánægð með daginn, enda ekki annað hægt. Við erum mjög heppin með kennara og hlökkum til vetrarins, þ.e.a.s. þegar við erum búin að njóta sumarsins
Hún átti svo fína setningu seinni partinn á leiðinni heim:
Bríet: Mamma sjáðu, hann er að sauma!
Mamma: Ha, hver?
Bríet: Strákurinn, hann er að sauma! Hann er að sauma þarna á hjólinu sínu...
...saum og prjón! Er það ekki allt sama tóbakið!
Ekki síður stór dagur hjá Þór, allavega að hans eigin mati. Draumur hans rættist og er hann búinn að rúnta á rafknúnu mótorhjóli í allt kvöld. Við eigum græjuna að vísu ekki sjálf heldur fengum við hana í vikuláni hjá Jónatani Emil stóra frænda. Vikuna ætlum við að nota til þess að reyna að komast yfir eitt slíkt- held að ekki verði hjá því komist!
Ætla að henda inn myndum af mótorhjólakappanum á eftir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Álfaver í Reyðarfirði?
25.5.2008 | 17:38
Lífið er svo skemmtilegt þegar maður er tveggja ára. Vorum að keyra í sund á Eskifjörð í tuttugu stiga hitanum í dag. Þegar við sáum álverið hófust samræður í aftursætinu...
Bríet: Ég sé álverið
Þór: Já! Dei ávva!
...já Þór sá tvo álfa þegar við nálguðumst álverslóðina! Álverö hljómar líkt og álfaver!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rokkari!
24.5.2008 | 23:31

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lúlli laukur, Blámann og Daníel sullskór...
21.5.2008 | 21:34
Mikið ofsalega fer barnaefnið sem sýnt er í dag í taugarnar á mér. Auðvitað er eitthvað ágætt inn á milli en almennt þykir mér það innantómt. Ég veit svosem ekki hvort að teiknimyndirnar sem ég horfði í æsku voru troðfullar af þörfum boðskap, en þær voru allavega góðar, glaðar og bjartar. Ekki uppfullar af verum sem enginn veit hvað er eða hvað þær eru almennt að gera! Uppáhaldið mitt var...
Smjattpattarnir. Þeir voru æði. Jóna jarðaber og Lúlli laukur. Ég vorkenndi honum alveg sárlega hann var svo mikil væluskjóða. Samt svo mikið krútt eitthvað. Svo brómberjabræðurnir, man ekki hvað þeir heita, Bogi og eitthvað held ég. Í Smjattpattabænum voru allir vinir, góðir og sælir...
Klaufabárðarnir voru einnig til sýninga þegar ég var á mínum yngri. Ég fékk þá reyndar í tölvuna um daginn og þvílík gleði við endurfundina. Þeir eru það flottasta. Tékkneskar brúður held ég. Algerir klaufar eins og nafnið gefur til kynna. Gleymi seint þættinum þegar þeir voru að baksast með píanóið upp á aðra hæð, það gekk alls ekki þrautalaust fyrir sig...
Blámann og mamma hans, Bóthildur, voru einnig í uppáhaldi hjá mér. Sem og Daníel sullskór. Báðir þessir þættir voru þegar ég var pínupons og því man ég aðeins óljóst eftir þeim...
Vildi óska að sjónvarpið gæti dustað af þessum gömlu spólum og skellt þeim í tækið. Þá myndi ég kannski frekar nenna að setjast niður með afkvæmunum og horfa á sjónvarpið með þeim...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þrumuguðinn kann öll helstu trixin!
20.5.2008 | 20:56
Já Þór er með allt á hreinu, kann öll helstu trixin í bransanum í dag. Hann var áðan að leika sér í LEGO með Bríeti...
Þór: Má é leika vodda gallinn (má ég leika vonda karlinn)
Bríet: Nei!
Þór: Sú ekki koma ammæli mitt!
...nei og hana nú! Það er betra að haga sér ef menn vilja kaffi og með'í þann 1. september
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nokkrar myndir frá síðustu dögum...
19.5.2008 | 20:37
Bloggar | Breytt 20.5.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekkert mál fyrir...Bríeti!
18.5.2008 | 17:43
Já hún Bríet, hún lætur ekki að sér hæða! Er búin að suða eins og hunangsfluga um línuskauta síðan í fyrravor. Fyrir ári þótti mér hugdettan algerlega frálæt og var hún ekki rökrædd við smáfrúna. Suðið fór hækkandi og náði nýjum hæðum í vor þegar uppgötvaðist að Hafdís vinkona ætti skauta og væri bara ansi klár á þeim...
Ég maldaði enn í móinn. Þurfti ekki að hugsa mörg ár aftur í tímann til þess þegar frumburðurinn reimaði sína á sig í fyrsta skipti. Hann stóð ekki í lappirnar og lagði reyndar þá afar fljótlega til hliðar og hefur ekki snert þá síðan...
Mæðgur hugsuðu málið, þó sérstaklega sú eldri. Fyrir þeirri yngri var þetta svosem alls ekki neitt til þess að vera að velta vöngum yfir eða yfirleitt hugsa um. Ég lét svo undan á dögunum. Stóð í Útilíf og skoðaði skauta. Vúúú, hjólin litu út fyrir að bera börn með sér á ógnarhraða með þeim afleiðingum að heimsóknir á heilsugælsuna yrðu sumarafþreying heimilisins!
Bríet var að vonum himinlifandi þegar línuskautarnir fagurbláu voru í höfn. Smellti þeim á sig og hóf æfingar á stofugólfinu. Ég bjóst við að þurfa að vera með hana í fanginu fyrsta mánuðinn. En, nei nei. Hún stóð á græjunum eins og hún hefði aldrei gert annað. Fórum út á þeim í gær og það var sama sagan. Tæknin eykst með hverju skipti sem og hraðinn! Já, þau koma manni sífellt á óvart þessir grísir...
Sjálf hef ég einu sinni farið á línuskauta og get ég ekki sagt að það hafi verið létt mál. Fór með Hlínsu vinkonu á Ægissíðuna og mæ god! Ég gat ekki með nokkru móti stoppað eftir að ég var komin af stað. Faðmaði ljósastaura og grandalausa túrista til þess að stöðva mig. En Bríet, hún er kerling í krapinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Batnandi konum er best að lifa...
16.5.2008 | 21:54
Hálf skammast mín fyrirfram fyrir efni færslunnar. Það er þrennt sem ég gerði lengi vel aldrei og enn stendur eitt atriðið eftir. Ég hef aldrei skipt um bíldekk, nema meðan á ökukennslu stóð, ég dældi aldrei bensíni sjálf og grillaði ekki! Vona að feministinn Sóley vinkona mín lesi þessa færslu ekki!
En- eins og titillinn ber með sér þá er batnandi konum best að lifa. Ég er batnandi. Það er þónokkuð langt síðan ég réðst til atlögu við bensíndæluna, en mamma þreyttist ekki á því að gera grín að aumingjaskap mínum í þeim efnum! Þannig að eitt atriðið er í höfn. Í kvöld bættist annað af þremur á afrekalistann. Haldið ekki að frúin hafi smellt sér út á svalir og grillað ofan í mannskapinn! Jú, án þess að hika!
En um dekk skipti ég ekki. Líklega ekki fyrr en ég verð ein á ferð upp á fjöllum. Það er kannski gáfulegra að æfa sig einhverja helgina...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Og síðan eru liðin mörg ár...ja allavega tvö!
9.5.2008 | 21:16
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mæðgur á leið í helgarferð...
9.5.2008 | 12:21
Já nú er komið að því! Skvísuferðinni! Bríet hefur spurt á hverjum degi í marga mánuði hvenær við förum bara tvær til Reykjavíkur. Og nú er komið að því. Það vill reyndar þannig til að eldri feðgar eru að fara suður líka en við skvísurnar ætlum sko bara að vera út af fyrir okkur í borginni. Já já, bara aleinar og ráða okkur sjálfar...
...ætlum að gera allt sem okkur langar, þegar okkur langar. Ekki neitt sem okkur langar ekki. Það á að kaupa buxur, vesti, brók og skó á þá stuttu þar sem hún vex ótæpilega þessa dagana og allt orðið "snollað"
Aðallega á að heimsækja og leika við Elísu. Og Elísu. Og Elísu. Og Elísu- hehehe, enda mikill Elísuskortur á ferðinni!
...já og auðvitað alla hina. Endilega látið mig vita hvenær þið eruð laus í hittinga. Vöffluboð og allskyns hittinga-boð vel þegin. Tímapantanir í síma 843-7812 eða í kommentum!
Hlökkum til að sjá ykkur
Krissa & Bríet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)