Skaðræðisskepna...

Söguhetjan!

Maður kallar börnin sín kannski ekki skepnur. Það er varla fallegt, þó svo að Hlín mín hafi aldrei kallað Almar Blæ frænda sinn annað...

Nema hvað. Þrumuguðinn er í það minnsta á skaðræðisaldri, burt séð frá öllum skepnugangi. Hann er tifandi tímasprengja og maður er í hættu hverja mínútu að hann verði manni að atlagi í margmenni. Segir hátt og snjallt, nákvæmlega það sem hann hugsar- löngu áður en hann hugsar það...

Fórum í sund á Eskilfirði í gær. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað. Þar sem prinsinn var búinn að klæða sig úr, stóð hann dáleiddur og horfði á skísurnar í sturtunni. Benti á eina og sagði:

"Sessi lídi gona" (þetta er lítil kona)

...úff, þar skall hurð verulega nærri hælum, það er svo sem sök sér að vera smávaxin, en flest önnur komment beint frá hjartanu hefðu verið mun óþægilegri!

Þegar út í buslulaug var komið smellti sá stutti sér svo við hlið annars manns- það þétt að hann var nánast í fanginu á honum. Horfði á hann dágóða stund áður en hann hóf samtalið:

Þór: "Ka heiti sú?"

Maður: "Ég heiti Þór"

Þór: (verulega hissa en þó alsæll) "Só, avve eis o é. É heidi Só Siónsson"

...já, það er margt skrítið í kýrhausnum, það er til annar Þór í veröldinni! Svei mér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já var það ekki ;) það var nefnilega svona með soninn nema hvað að drengurinn var starfsmaður í verslun sem við fórum í og kynnti sig.... og jú sonurinn sagði "hey cool ..... við erum samnafna..."  ;)

datt inn á bloggið þitt og jú alveg skemmti ég mér konunglega við að lesa og á sennilega eftir að kíkja oftar ;)

kv Hadda G móðir með meiru ;)

Hadda G (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband