Harðsperrur & hunangsflugur!

Jú jú- eins og ég óttaðist! Þori varla að segja frá því en ég er að drepast úr harðsperrum eftir skokk gærkvöldsins! Ekki alveg málið, en skokka það úr mér annað kvöld...

Annars fór ég með grísina í sund í dag. Er að hugsa um að breyta lögheimili mínu og færa það í sundlaugina á Eskifirði. Það er fátt meira næs en að flatmaga þar á góðum degi meðan krílin busla- Þrumuguðinn er meira að segja komin með sundbuxnafar eftir tvö skipti! En þar sem við vorum að fara upp úr sáum við þvílíku hunangsfluguklessuna- vá...

Drottning!!!

...það var bara byrjunum en þegar við komum heim voru ÞRJÁR slíkar í stofuglugganum! Púff! Nánast á stærð við fugla. Þór var ekki alveg sama og sagði: "Hún dðepu mi!" (hún drepur mig!)

Jú- það er hægt að finna fyrir lífsháska út um allt!

P.s. það finnst öllum alveg ógisslega sniðugt hjá mér að byrja að blogga aftur og það er gaman að heyra það. En ég sekta þá ekki sem kommenta, þó síður væri. Þeir detta þá ekki út af jólakortalistanum, hehehehe! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ógó glöð að þú ert farin að blogga aftur. Ég kíki á síðuna þína daglega - fylgist með úr fjarlægð. Hlakka SVO til að hitta þig sem verður vonandi bráðlega, þú ert örugglega á leiðinni norður!!! Eins gott að ég fái jólakort næstu jól.......................

Magga (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:25

2 identicon

Já er ekki hissa að þú fáir harðsperrur á að hlaupa eh 7 km allt í einu:) en verður fljót að komast í form með þessu áframhaldi.

Mér finnst mjög gaman að lesa um þessar sund-skokk-og hjólaferðir....og gullmolana hjá Þór þeir slá sko allt út:):):)

p.s ....maður þarf sko að fara á skotvopnanámskeið og bomba á þessa flugufugla sem eru farnir að fljúga út um allt....jæja nú bíð ég bara eftir jólakorti..:):)

 Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:44

3 identicon

huhummmm

ég játa mig seka.....hef aldrei kvittað fyrir komu mína inn á síðuna þína, þrátt fyrir daglega lesningu frá upphafi

skamm,skamm

Nú verður bót á og ég skal kommenta hér eftir.

Það eru fáir jafn skemmtilegir pennar og þú Krissa (Bóel) og ég bíð alltaf spennt eftir nýjum pistli

Bið að heilsa í kotið, hafið það gott

kveðja  að norðan

Erla Dögg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:23

4 identicon

Hrollur. Hér í borg óttans eru ekki harðsperrur sem hrjá mig, bara efri og neðri magi með allsvakalega lömunarveiki. Æ fokkitt ég hjól'ann af mér þegar og ef ég eignast frúarhjól. 

Flugufuglarnir eru líka lifnaðir við héddna... ég hef fjárfest í hárspreyjeee til að verja mig ef á mig verður ráðist. 

Matur um helgi?? Láttö meg veta vænah.

Hlín mín (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ji já-matur um helgi vúd bí verí næs! Við mæðgurnar lendum reyndar ekki fyrr en á laugardaginn þannig að eftir það á fram á mánudagskvöld er í kei! Hlakka til að sjá ykkur- og Bríeti líka! Ohhh...

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 6.5.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband