Færsluflokkur: Bloggar

Inniveður...

Það hefur verið ekta inniveður hér eystra í dag. Kjörið til að vera í náttfötunum þar til um miðjan dag og taka á móti fjölda gesta. Það er allavega það sem við Mánagötugengið gerðum í dag...

...varð að láta þessar fljóta með enda einstaklega fallegar, enda um úrvals fyrirsætur að ræða!

Fallegasti þrumuguð sem um getur...Bara bjútífúl!Bríetin mínFallegust með Súlurnar í baksýn


Helgin í myndum fremur en máli...

Fór með grísina þrjá á æskuslóðir á laugardaginn. Harpan mín var einnig í heimsókn á sömu slóðum og með því að plata Hönnu Björk og "Ingu ömmu" með okkur, þá mölluðum við saman góðum hóp í pikknikk. Stefnan var tekin á Stöðvardalinn og þótti afkvæmum mínum hápunktur ferðarinnar þegar móðir þeirra gerði sér lítið fyrir og brunaði yfir á til þess að komast á áfangastað, það voru rokkmerki á öllum fingrum þegar yfir var komið!

Staðan tekin á ánni í dalnum......jamm...Sæta spæta...BríetSandur á tásum...Stóri brósi lét plata sig út í kuldann...Risa stóri...Ái, Jónatan Emil...Harpa í þungum þönkum.....en Haukur Atli var í banastuðiSvo er það listamaðurinn......vatnsverk......vatnslófalistaverk!

Eftir busl og heimsókn til afmælisbarnsins Jóa ("litli" bróðir minn) vorum við svo heppin að fá að heimsækja litla folaldið Ósk sem Jói og Helga eiga. Það sló í gegn hjá öllum, já eða flestum viðstöddum. Amma Jóna telur slíkar skepnur fara betur undir tönn en úti á túni...

Helga og Þór á leið í hestaferð...ÓskÞað verður líka að klappa mömmunni...Þrumuguðinn kominn á bak!Bríet líka- sæl með það!Já, nei-amma fór ekki á bak!Svo var haldið heim á leið- gleraugnaskipti!

 


Portret-ljósmyndarinn Bríet...

Bríet hefur einstakan áhuga á myndavélum. Hún væri að taka af mér myndir alla daginn ef hún fengi að ráða. Myndirnar hennar eru yfirleitt mjög skemmtilegar- mínar uppáhalds. Hér er dæmi um gærdagsskot...

c_users_krissa_pictures_2008-07-13_002.jpgc_users_krissa_pictures_2008-07-13_003xxx.jpgBríetartaka...


Guðfræðineminn í guðdómlegu buxunum, en ekki mikið lengur...

Aumingja vesalings Gunni minn http://grj.blog.is/blog/grj/...

Buxurnar fræguFátækur námsmaður sem kemur á heimaslóðir á sumrin til þess að vinna fyrir næsta skólaári. Ég hef haft augastað á gallabuxunum hans í allt sumar. Um er að ræða eldgamlar, illa farnar gallabuxur, rifnar að neðan og með íklesstum smurningsblettum. Sem sagt, guðdómlegar. Ég hef dæst af unun og horft öfundaraugum á buxurnar í allt sumar. Komið því pent að hvað ég væri til í að eiga þær...

Þegar ég hafði tjáð honum buxnaást mína í 43 skipti, dæsti piltur og sagði. "Þú mátt eiga þær eftir sumarið- ef þú passar í þær". Sjálfum datt honum ekki í hug að hann væri að skjóta sig í fótinn þar sem hann hafði ekki nokkra einustu trú að ég kæmi þeim upp kálfana á mér hvað þá alla leið. Kom svo að því tveimur dögum seinna að þær pössuðu líklega á lengdina en hann hefði áhyggjur af víddinni...

Þegar ég í gær sat á neðri hæðinni og sötraði kaffi með þeim mæðginum, Gunna og Stínu stóð ég upp og sagði að nú værir komið að því, buxnamátuninni! "Já"- sagði Gunni, "gerðu svo vel, þær liggja á gólfinu inni í herbergi." Hef það svo eftir áræðanlegum móður-heimildum að meðan ég var í mátunarklefanum hefði hlakkað í Gunna og hann sagt; "þetta verður gaman að sjá"...

Því var það sigri hrósandi gallabuxnaeigandi sem kom rogginn fram með allt upp um sig! Nú tel ég bara niður að námsmaður setjist á skólabekk og troði í sig guðsorðinu á ný. Nei, nei, það er voða huggó að fara í kaffi til Gunna í tíma og ótíma! En gallabuxurnar, þær eru svo sannarlega mínar!


Blaðað í blöð...

Var að blaða í tímaritum í kvöld. Allskonar blöðum, enda mikið blaðafrík. IKEA bæklingunum, NIKITA bæklingunum mínum, hönnunarblöðum og Fyrstu skrefunum. Ég skrifaði greinar fyrir Fyrstu skrefin  en ákvað að hætta þegar ég flutti austur. Renndi yfir grein sem ég skrifaði forðum, en mér hafa samskipti ömmu og afa við barnabörn sín alltaf verið hugleikin;

Gaman saman- dýrmæt samskipti ömmu og afa við barnabörnin

Líklega kemur svipuð mynd upp í huga flestra þegar hugsað er um heiðurshjónin ömmu og afa. Amma er feitlagin og róleg eldri kona sem situr og prjónar sokka eða sýslar í eldhúsinu. Afi er hluti af bakgrunninum, dyttar að innanhúss sem utan og leggur sig gjarnan eftir hádegismatinn. Þau virðast hafa allan heimsins tíma fyrir sig og barnabörnin sín. Yngsta kynslóðin kannast þó varla við þessa lýsingu. Nútímaamman leggur stund á mastersnám í háskóla, heldur fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum, er á kafi í jóga og andlegum fræðum og gengur með sólgleraugu frá Gucci. Afi fær með naumindum frí úr vinnunni yfir blánóttina, er í forsvari fyrir golfklúbbinn, braskar þess utan með hlutabréf og lyftir þungum lóðum í ræktinni til þess að verða eins og Stjáni blái!

Nútíma samfélagið einkennist af miklum hraða og önnum og ber allt annan blæ en á árum áður. Frístundir sem ætlaðar eru með börnunum eru allt of fáar og því er freistandi fyrir aðstandendur að falla í þá gryfju að bæta börnunum upp tímaskortinn með gjöfum. Vafalítið eru krílin sæl með slíkt en sú leið veitir þó skammvinna gleði. Berjaferðin eða indiánaleikurinn með afa eru minnistæðari en peysan eða videospólan sem amma færði í bú. Auk þess er ómetanlegt að geta seinna meir rifjað upp ljúfar minningar sem tengjast ömmu og afa.

Mikilvægt er að ömmur og afar styðji foreldra og líti á samverustundir með barnabörnunum sem jákvæða upplifun fremur en skyldu eða kvöð. Fjölmargar fjölskyldur búa þó við þær aðstæður að amma og afi búa víðs fjarri, á öðru landshorni eða jafnvel í öðru landi. Undir slíkum kringumstæðum er óneitanlega erfiðara að byggja upp tengsl. Þó skiptir sá tími sem til umráða er minna máli en það hvernig hann er nýttur. Það er börnunum mikils virði að finna að amma og afi meti þau að eigin verðleikum og þyki eftirsóknarvert að verja tíma sínum með þeim. Mikilvægt er að skipuleggja samverustundirnar til þess að fá sem mest út úr þeim. Ekki er hægt að búast við því að blessuð börnin hænist að ömmu sinni og afa vegna nafnbótarinnar einnar saman. Rétt er að líta á samverustundirnar sem innlegg á bankabók. Ef lítið er lagt inn á reikninginn er ekki hægt að vænta hárra vaxta eða gildrar innistæðu. Ef samskiptunum er hins vegar sinnt af einlægni og áhuga verður útkoman án efa ævilöng kærleiksrík tengsl sem gefa öllum mikið.

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir að samverustundum sem kosta ekki mikið:

  • Baka lummur með rósóttar svuntur. Ekki væri út vegi að skella kardimommubænum á fóninn á meðan...
  • Skoða gömul myndalbúm af foreldrunum. Börn hafa mikla unun af því að hlusta á skemmtilega sagðar sögur, hvað þá þegar um sannar prakkarsögur er að ræða...
  • Fara í fjöruferð með kókómjólk og kleinur í bakpoka. Þegar bakpokinn er orðinn léttari er tilvalið að safna í hann allskyns gullum. Fallegir steinar, skeljar, greinar, ígulker og krabbar eru tilvalinn efniviður í skemmtilegan óróa sem ferðalangarnir geta föndrað saman í næstu samverustund...
  • Spila ólsen ólsen, veiðimann og þjóf. Hver veit nema gamalt lúdó leynist innst í stofuskápnum...
  • Ísbíltúr. Fátt jafnast á við að sitja foreldralaus í afabíl með skjannahvítan rjómaís og syngja "Áfram, áfram, áfram bílstjóri..."

Fyrstu skrefin 3.tbl- Maí 2006 (Höfundur; Kristborg Bóel)


Stjörnuspá...

Stjörnuspá 11. júlí 2008

STEINGEIT 22. desember - 19. janúar
Þú ættir að kunna að meta það að hægja aðeins á þér. Það gefur þér tækifæri til að skoða eigin hugsanir, og sumar þeirra í fyrsta sinn. Sköpunin blómstarar...

Ókjei! Stjörnuspá dagsins. Er einmitt að fara í sumarfrí, bara núna seinni partinn. Já, það verður nóg að gera og gott að stimpla sig aðeins út úr fréttaflutningi innan álverslóðarinnar. Veit ekki hvort það hægir á mér í þeim skilningi eins og spáin segir, hraðar líklega daglega taktinn...

Skoðun eigin hugsana og sköpun já. Nóg er allavega af hvoru tveggja, maður lifandi. Striginn minn sem stendur á rönd upp við vegg er bókstaflega farinn að öskra á mig sem og efnið í Doddahúfuna blessuðu...

Veit ekki hvað ég verð dugleg að blogga í fríinum, er að spá í að genga í barndóm. Ætla að hanga í sundi, baka kanilsnúða og subba út eldhúsið, búa til drullumallsköku með fíflum og sóleyjum á, lesa geiturnar þrjár oftar en góðu hófi gegnir, já og líklega flytja...

Krissa...


Uppástunga að viðskiptahugmynd...

Jæja! Ég er með hugmynd fyrir einhvern framtaksaman og drífandi einstakling. Hugmyndin gengur út á að flytja inn sumar! Danskt, frankst, spænskt- hvað sem er! jesús minn hvað ég er orðin leið á þessu. Það eru nú alveg takmörk fyrir því hvað maður getur lifað lengi á þessum fjórum góðviðris dögum þarna í maí! Svei attan! Braut uppáhaldssólgleraugun mín um daginn. Grét nánast yfir því, en hef ekki þurft að hafa áhyggjur af því síðan- hér hefur frekar þurft þokuljós!

Alltaf hress!

...væri ekki amalegt að geta farið að nota þessi, rétt sem og á hvolfi!


Það sem ekki má...

Hefur aldrei nokkurn tíman langað svo viðbjóðslega mikið út að hlaupa eins og akkúrat þessa dagana. Líklega aðallega af því að ég get það ekki, en fóturinn er enn í öllum regnboganslitum og á breidd við símastaur! Á að hvíla í það minnsta í fimm vikur...

...fann þessa hér á netinu, flottasti strákurinn á N1 mótinu!

Fótboltahetja framtíðarinnar...


Ekki avve dibúinn!

Sykursætur þrumuguðSveitastrákurFramtíðaráform; bangsi 

Stína: Jæja Þór. Ertu kominn í sumarfrí á leikskólanum?

Þór: (rogginn með sig) Já! O hættu me bleyju!

Stína: Núh! Ertu hættur með bleyju (vissi að um ósannindi var að ræða þar sem enn var látið gossa í Pampers í gær)

Þór: Nei. Ekki ave dibúinn!

Stína: Nei, nei, verður kannski bara hættur áður en þú ferð aftur á leikskólann, á stóru deildina

Þór:

Mamma með lasna gorma í vetur

...æi, hann er svo mikil lumma. Er ekki "avve dibúinn" í þetta allt saman. Örugglega erfitt að vera orðinn svona "stór" en samt svo lítill og þurfa alltaf að vera að svara til um klósettvenjur sínar, enda sýnir það sig- greinir orðið frá því óumbeðinn! En nú ætlum við að taka á því í sumarfríinu og mæta bleyjulaus og þá nánst berrössuð á deildina risastóru eftir sumarfrí. Alveg tilbúin!

 


Hei gaur, tæknin er eitthvað að stríða okkur!

Er komin frá Akureyri. Kom reyndar seinni partinn á laugardaginn og er allavega búin að gera tvær ef ekki þrjár tilraunir til þess að flytja fréttir af viðburðinum en tæknin hefur eitthvað verið að stríða mér og netið hefur hent mér út á viðkvæmustu tímapunktum!

En hvað um það. Ferðin var alveg frábær. Þessi strákahópur er alveg magnaður, þeir eru svo flottir, prúðir, já og klárir í fótbolta. Fjarðabyggð fór með þrjú lið, B-C & D. Almar Blær var í C liði og þeim gekk mjög vel, unnu meirihluta leikjanna en það dugði þó ekki til að komast beint í úrslitin og enduðu þeir í 10 sæti, sem er alveg frábært!

Ég lærði glænýjan orðaforða þó svo ég sé með eitt eintak á heimilinu öllum stundum, en aðalhittari sumarsins hjá mér verður- "hei gaur!"

Er líka búin að gera tilraunir til þess að setja inn myndir sem hefur gengið eins vel og með textann, sem sagt ekki! Prófa að henda einni og einni inn...

Mættur á svæðið í miðvikudaginnHittum fullt af vinum úr höfuðstaðnum- Almar Blær og ValgarðVinirnir Almar Blær og GulliSíðustu upphitunarmínútur fyrir leikFótboltamæðgin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband