Helgin í myndum fremur en máli...

Fór með grísina þrjá á æskuslóðir á laugardaginn. Harpan mín var einnig í heimsókn á sömu slóðum og með því að plata Hönnu Björk og "Ingu ömmu" með okkur, þá mölluðum við saman góðum hóp í pikknikk. Stefnan var tekin á Stöðvardalinn og þótti afkvæmum mínum hápunktur ferðarinnar þegar móðir þeirra gerði sér lítið fyrir og brunaði yfir á til þess að komast á áfangastað, það voru rokkmerki á öllum fingrum þegar yfir var komið!

Staðan tekin á ánni í dalnum......jamm...Sæta spæta...BríetSandur á tásum...Stóri brósi lét plata sig út í kuldann...Risa stóri...Ái, Jónatan Emil...Harpa í þungum þönkum.....en Haukur Atli var í banastuðiSvo er það listamaðurinn......vatnsverk......vatnslófalistaverk!

Eftir busl og heimsókn til afmælisbarnsins Jóa ("litli" bróðir minn) vorum við svo heppin að fá að heimsækja litla folaldið Ósk sem Jói og Helga eiga. Það sló í gegn hjá öllum, já eða flestum viðstöddum. Amma Jóna telur slíkar skepnur fara betur undir tönn en úti á túni...

Helga og Þór á leið í hestaferð...ÓskÞað verður líka að klappa mömmunni...Þrumuguðinn kominn á bak!Bríet líka- sæl með það!Já, nei-amma fór ekki á bak!Svo var haldið heim á leið- gleraugnaskipti!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er hann tengdasonur minn er mikill fríðleikspiltur.  Já og afkvæmin öll með tölu náttlega.  Myndir af móður í fyrri færslu einnig sérlegar fagrar.  Bara alveg sætust Krissa mín;-)

Lúv!!

Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:56

2 identicon

Svei mér ef það er ekki eitthvað áþekkur svipur á Þór og Þengli...einhver grallaraspóasvipur! Ákaflega sætir menn. Flottar myndir og fallegt fólk sem býr svolítið langt í burtu frá okkur, en er þó nær en margur borgarbúinn sökum dugnaðar móður við blogg. Takk fyrir það! 

Elsa (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Knúsaðu mömmu þína frá mér.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.7.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband