Færsluflokkur: Bloggar
Stúfur töffari...
18.8.2008 | 18:12
Ákvað á dögunum að brjóta odd af oflæti mínu eins og sagt er. Á mínu heimili hefur stanslaust verið suðað um kisu í tíu ár! Almar Blær var mikill talsmaður katta og Bríet varð það um leið og hún komst til vits og ára. Við foreldrarnir höfum aldrei verið sérlega spenntir- en faðirinn sínu ó-spenntari en ég...
Nú, þegar ég er orðin einræðis"herra" á heimilinu ákvað ég að slá á sjálflægnina og leyfa krökkunum að fá kisu, ég moppa bara aðeins oftar! Það hefur reyndar alltaf verið mín skoðun að börn hafi afar gott af því að alast upp með dýrum. Sjálf átti ég alltaf kisur þegar ég var lítil og eru þær ófáar æskuminningarnar sem tengjast því þegar ég var að troða Tásu í dúkkuföt og keyra hana í dúkkuvagninum um allan bæinn, aumingja hún...
Við náðum í hann núna áðan og það ríkir jólastemmning á heimilinu. Hann hefur fengið nafnið Stúfur, sem er vel við hæfi- ennþá allavega!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Snemma byrjar það...
18.8.2008 | 09:13
Ég greindi frá því í þessari færslu hér...
http://krissa1.blog.is/blog/krissa1/entry/589643/
...að Gunnar lofaðist til þess að arfleiða mig af vinnubuxunum sínum eftir sumarið. Að þessum atburði kom svo í morgun. Bríet var í bílnum og hafði þetta að segja þegar ég kom með góssið til baka...
Bríet: Þú verður nú bara í þessum heima!
Ég: Nú?
Bríet: Já, þetta er ógeðslega skítugt- og örugglega vond lykt af þeim!
...jah so! Enn og aftur verð ég börnunum mínum til skammar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Örverpið
16.8.2008 | 20:50
Ég er- og hef alla tíð verið litla systir. Besta systir bræðra minna, enda sú eina. Eina sanna. Eldri bróðir minn Sigþór á einmitt afmæli í dag. Fagnar því að vera orðinn alveg eldgamall. Árin eru orðin 45 og Jói minn er 43. En ég, unglambið. Alltaf bara 17! Merkilegt alveg, þó svo að þeir verði alltaf eldri og eldri þá finnst ég mér standa í stað...
Bræðurnir voru 11 og 13 ára þegar prinsessan mætti á svæðið. Með látum. Daginn sem mamma kom heim með hvítvoðunginn smáa rétt eftir áramótin 1976 kusu kauðar að fara upp í fjall og vera þar daglangt. Daglangt og létu ekki sjá sig fyrr en þeir þorðu ekki annað en að koma heim, þegar dagsbirtu naut ekki meir. Voru líklega feimnir við þá stuttu...
Á brúðkaupsdegi mínum stóðu þeir upp og töluðu, með mömmu. Rifjuðu upp gamla tíma, allt frá upphafinu. Þessari setningu gleymi ég aldrei og líklega engin þeirra sem veisluna sátu; "Við hefðum nú frekar viljað eignast hund!" Já einmitt. Þeir bræður hefðu frekar óskað þess að hafa íslenskan fjárhund á heimilinu heldur en mig. Sögðu líka frá því þegar þeir pössuðum mig fyrst að kveldi til, þegar foreldrar okkar fóru á hjónaballið svokallaða. Eitthvað lét ég víst illa af strjón, svo illa að þeim þótti ástæða til þess að ná í mest útskornu kristalsglösin og skála þegar ég loks sofnaði...
Elsku Sissó- til hamingju með daginn. Ég ætla að skála fyrir þér, í appelsíni við Bríeti og Þór.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svo kósí...
14.8.2008 | 15:41
Finnst haustið liggja í loftinu. Fékk nostalgíukast þegar ég fór út í morgun og var að fara í vinnu. Þrátt fyrir að það sé þokkalegur lofthiti þá var eitthvað svo haustlegt. Það var kalt, sól og bærðist ekki hár á höfði, svona ekta veður eins og þegar maður var að labba í skólann fyrstu dagana á haustin...
Finnst voða kósí að lífið sé aftur að detta í rútínu eftir sumarfríið. Haustin eru minn uppáhaldstími. Þór er byrjaður í leikskólanum og Bríet byrjar í skólanum eftir viku, vopnuð spánýrri skólatösku. Almar Blær flaug suður í dag til þess að horfa á einhvern stórleik á Laugardalsvellinum, já þetta er aldeilis orðið fullorðið...
Krakkarnir verða hjá mér aðra vikuna og pabba sínum hina. Þetta verður einstaklega undarlegt í byrjun, já og örugglega alltaf. Hef samt ákveðið að troða mér í Pollíönnukjólinn og hugsa þetta jákvætt og gera þá bara eitthvað fyrir sjálfa mig vikuna sem ég verð ekki með þau...
En allavega, það er komin kertatími- njótum þess!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Brjálað að gera í bransanum!
7.8.2008 | 12:52
Það er brjálað að gera í fótboltabransanum þó maður sé bara 12 ára. Eða BARA 12 ára, það er nú ekkert bara, allavega þegar ég upplifi mig nýfermda!
Nú er það Króksmótið um helgina. Ég efast ekki um að Fjarðabyggðarliðið standi sig eins frábærlega og á N1 mótinu. Það væri nú ekki úr vegi að rifja upp þessa takta hér um helgina síðan þar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eigum við að skreppa til Vestmannaeyja eða New York með flugstjóranum Kristborgu Bóel...
5.8.2008 | 12:11
Staður: Reykjavíkurflugvöllur
Tími: Fimmtudagsseinnipartur í upphafi verslunamannahelgar
Staðreynd: Mæðgur á leið heim eftir skvísuferð mikla í höfuðborginni og nærsveitum. Mæðgur sem upplifðu hitamet, vinkvennahittinga, fóru í bíó og borðuðu hamborgara.
Staðreynd b: Á vellinum voru einnig fjölmargir sprækir einstaklingar á leið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bríet spurði hverju fjörið á vellinum sætti...
Bríet: Af hverju eru í svona fötum? Og með hatta og hárkollur?
Ég: Þau eru að fara á hátíð í Vestmannaeyjum, svona hátíð eins og við erum að fara á um helgina á Neskaupstað
Bríet: Ég vil frekar fara til Vestmannaeyja og verða brún!
...eee, já. Stuttur landafræðitími væri kannski alveg málið...
Staður: Í háloftunum
Ég: Bríet, hvernig finnst þér þetta; Góðir farþegar, flugstjórinn í þessari ferð er Kristborg Bóel Steindórsdóttir. Á Egilsstöðum er fínasta veður, hægur vindur og hiti 15 gráður...
Bríet: Það er ekki hægt!
Ég: Nú- af hverju í ósköpunum er það ekki hægt?
Bríet: Flugstjórinn verður að vera "hann!" Flugstjórinn verður að vera karl!
Ég: Ne-hei! Konur geta sko alveg verið flugstjórar, alveg eins og karlar. Það geta allir gert allt sem þeir vilja...
...ég sem hélt að ég væri að standa mig salífínt í feministauppeldinu, en greinilega má betur ef að duga skal. Áfram stelpur!
Staður: Heima
Stund: Heimkomukvöldið
Mæðgur brösuðu við að koma upp margra fermetra New York mynd sem ég fjárfesti í í höfuðstaðnum
Bríet: Eru þetta Vestmannaeyjar?
Staðreynd: Krútt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mæðgur í borgarferð...
26.7.2008 | 16:49
Mæðgur eru á leið í borgarferð. Fljúgum yfir landið þvert og endilangt á mánudaginn og heim aftur á fimmtudaginn. Ætlum að gera allt sem okkur finnst skemmtilegt. Fara í bíó, sund, borða óhollan mat, heimsækja vinkonur okkar og hvað annað sem tilfellur. Er einhver memm þarna fyrir sunnan?
Hlökkum til að sjá ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sætur dreki á vegg...
21.7.2008 | 17:31
Allt að gerast, lítið um fréttaflutning. Ég- bloggarinn er flutt í glænýja íbúð á Reyðarfirði með grísina þrjá. Flutningar stóð yfir um helgina en eins og steingeitar í Stuðlaættinni er von og vísa er búið að raða hverjum einasta hluta á sinn stað, en það borgar sig ekkert að tvínóna við þetta...
Íbúðin er svo glæný að miðinn var enn á klósettkassanum og iðnaðarsag á gólfinu. Svo ný að allir veggir voru hvítir og sléttir, e, já- þar til rétt áðan...
Þar sem ég var að raða inn í skápa nú eftir hádegið heyri ég högg fram úr stofu. Svo sem ekkert óalgengt þegar þrumuguðinn er á svæðinu, en ef ég skoppaði eftir hverju höggi hjá honum væri ég mjórri en Barbí...
Pong, pong, pong...
Ég; Hvað eru að gera Þór?
Þór; Baða míða (bara smíða)
Ég; (magakippur) Hættu!
...og hljóp fram! Hólí mólí. Hólí fo***** mólí! Veggurinn í ganginum fékk af´ðí, maður lifandi. Að Þórs mati hefur hann þurft einhvers viðhalds við, en æi! Prinsinum mínum smáa hafði tekist að höggva ansi mörg högg sem skilja eftir sig veglega "marbletti" á nokkrum stöðum...
Ég; (reið) Hvað ertu að gera?! Sérðu vegginn okkar, það má ekki smíða hann- það má bara smíða úti!
...þrumusmiðurinn lét sig hverfa grátandi inn í herbergi, enda brá honum við viðbrögð húsráðenda við "viðgerðunum". Kom fram stuttu seinna, benti á vegginn, kyssti mig brosandi og sagði með krúttlegustu rödd í heimi;
Þór; Sjáðu, sett e bara sætu dreegi (sjáðu, þetta er bara sætur dreki)
...æi, hvað er hægt að segja eða gera þegar aðeins er um dreka að ræða, ekki skemmdir. Ekkert annað en knúsa smiðinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Brjálað að gera...
19.7.2008 | 19:57
Fjölskyldudagur Alcoa Fjarðaáls var í dag og við vorum að sjálfsögðu þar. Stanslaust stuð í fjóra tíma, töframenn, eld- og sverðagúrú, hljómsveitatöffarar og sjálfur Einar Ágúst mætti á svæðið. Börnin mín hafa líklega borðað fjögur kíló af nammi í til, geri aðrir betur! Frábær dagur á Mjóreyrinni við Eskifjörð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef keppt væri í fegurð knapa...
18.7.2008 | 00:13
...myndu þessir tveir vinna. Það er algerlega borðliggjandi. Bríet og Þór á hestbaki hjá Helgi "srænku"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)