Færsluflokkur: Bloggar

Gel og sprey

Það fer ekkert milli mála að menn eru komnir í 7unda bekk...

Dugnaðarforkur- dálítið mikil sól svona...

Almar Blær: Mamma! Hvar er hárspreyið?

Ég: Uuuu, er það ekki bara þarna einhversstaðar í skápnum?

...7undi bekkingurinn kemur fram vel-dúaður...

Ég: Hvert ertu að fara ástin mín?

Almar Blær: Á völlinn

...sá að ég gat ekki bælt brosið og sagði

Almar Blær: Maður verður nú að nota þetta fyrst maður á þetta!

Jú mikil ósköp. Ekki borgar sig að láta gelið og spreyið renna út!


Lesið allt um okkur í Mogganum í dag...

Vaknaði í roki og rigningu fyrir allar aldir í morgun. Var komin í vinnuna fyrir klukkan sjö, enda töluvert mikið að gera. Brjálað að gera skulum við segja. Elska svona veður. Fólk horfir á mig með vanþóknun þegar ég segi þetta en mér finnst þetta svo notó. Bara...

Röndóttur þrumuguð á trampolíninu!Þrumuguðinn verður þriggja ára á mánudaginn. Ótrúlegt hve hratt þetta líf líður, eins gott að nýta hverja mínútu. Við ætlum að sjálsögðu að halda veislu á sunnudaginn, honum til heiðurs. Hann vill helst bjóða öllum leikskólabörnunum- já sem og flestum bæjarbúum ef það er mögulegt! Krútt!

Annars erum við prúðuleikararnir í Mogganum í dag. Það er smá viðtal við mig auk myndar af okkur. Endilega kíkið á það, sérstaklega þið sem saknið okkar þarna fyrir sunnan, blikk, blikk...

...erum á blaðsíðu 18!

 http://mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/pdf//2008-08-29/A2008-08-29.pdf

Moggataka......meiri MoggiFrúin í vestinu fræga...


Vestmannaeyjar city...

Hefja skal upprifjunarlestur á þessari færslu hér...

http://krissa1.blog.is/blog/krissa1/entry/607197/

...svona til þess að skilja framhaldið!

Staður: Stofan að Búðarmel 12b

Stund: Seinnipartinn í gær

Persónur og leikendur: Bríet og Hafdís vinkona hennar

Stöllur

 

Hafdís: Vá hvað þetta er stór og flott mynd

Bríet: Já, við mamma keyptum hana um daginn í Reykjavík

Hafdís: Er þetta Reykjavíkurborg?

Bríet: Nei, þetta er sko borgin í Vestmannaeyjum!

 


Mastersgráða í verkfræði nauðsynleg...

Hvað í dauðanum er málið með pakkningar utan um barnaleikföng? Það er nánast óvinnandi vegur að ná dótinu úr pakkanum án þess að vera með þrefalda mastersgráðu í verkfræði! Það er svo flókið og mikið vesen að maður nánast játar sig sigraðan, en með sláturhússhníf og jógaöndum hefst það að lokum...

Fjárfesti í Bratz-hesti í höfuðstaðnum sem mér var sagt að væri alger nauðsyn að eiga. Hann var innpakkaður í kassa. Þegar ég opnaði kassann var hann í plastboxi. Þegar ég braust í gegnum það var hestgarmurinn festur með 70 teygjum í plastboxið. Það tók u.þ.b. tíu mínútur að ná þeim með fagra faxið úr pakkningunum! Eins gott að vera með þrefalda mastersgráður í móðurfærði...


Home sweet home...

Fer heim í kvöld eftir notalega dvöl í höfuðstaðnum. Tók þátt í menningarnótt, heimsótti vinkonur á vinkonur ofan. Draumur...

Er búin að vinna á Suðurlandsbrautinni í dag og í gær- Alcoa skrifstofunni í Reykjavík. Það er afar þægilegt annað slagið, ekki þetta brjálæðislega áreiti sem alltaf er fyrir austan...

Hlakka til þess að knúsa gormana mína, grunnskólastúlkuna sem er í dag sinn annan dag í skólanum! Í gær fór hún í smíði og sagaði allt hvað af tók! Já, þetta er orðið fullorðið!

Flottust!


Sigurvíma og skólastúlka

Fór með Bríeti í skólann í morgun. Fyrsti dagurinn þar sem við áttum einkafund með kennaranum. Við erum alsælar með kennarann- enda ekki annað hægt, Ólöf er frábær. En, mér fannst litla skottið mitt stækka um 15 sentimetra við það eitt að setja á sig skólatöskuna!

Sæta spæta...

Annars er ég bara enn að ná mér niður eftir leikinn, ji minn einasti- þessir strákar eru bara flottastir. Svo er það bara sunnudagsmorguninn- borgar sig ekki að fara að sofa eftir djamm menningarnætur! Við Elísabet erum á leið í flug og ætlum að vera sérlega menningarlegar alla helgina...

Gasalega lekkerar

 


Þriggja ára húmor!

Sykursætur þrumuguðÚff. Kúkur, piss og prump er það lang-fyndnasta í heimi þegar maður er að verða þriggja ára. Þrumuguðinn kann enga aðra brandara en í því þema. Hann kallar systur sína oftar en ekki "prumpudós"- henni til ómældrar ánægju!

Getur maður farið í fæðingarorlof 12 ára?

FeðgarÞað tekur á að vera ungbarnaforeldri. Líka ung-kisu-foreldri. Það hefur Almar Blær reynt síðustu tvo sólarhringa. Stúfur er pínu óþægur eins og litlum kettlingum sæmir. Fyrsta nóttin var andvökunótt hjá unglingnum. Stúfur vildi alls ekki vera einn frammi, þá mjálmaði hann ákaft. Þegar faðirinn opnaði fyrir honum brasaði hann og brasaði í herberginu svo honum varð ekki rótt...

Í gær og í dag hringdi hinn ábyrgi faðir líklega samtals tíu sinnum í mig í vinnuna, sem hann gerir annars aldrei, nánast!

"Hann er alltaf í snúrunum hjá sjónvarpinu"

"Hann sefur bara og sefur"

"Hann kúkaði í kassann"

"Hann pissaði í rúmið mitt"

"Hvenær kemur þú heim? Ég þarf að fara á æfingu"

"Getur hann verið einn heima allan daginn, ég er að byrja í skólanum í næstu viku"

...já, líklega væri ráð að athuga hvernig málum er háttað hjá fæðingaorlofssjóði...


Strákarnir okkar...

Ohhh, hvað þjóðarstoltið er mikið núna. Þegar ég kom á leikskólann í morgun til þess að skila af mér gerseminu, heilsaðist fólk þar með tárvot augu. Einni varð að orði: "Ég fór nú bara að gráta þegar Ólafur Ragnar gekk inn á völlinn og Dorrit knúsaði strákana."

...já, hver gerir það ekki! Frábær árangur og það er eins gott að álverið verði stoppað klukkan 12:15 á föstudaginn, kommon Tómas- bara í þetta eina skipti!


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarsprengja!

Djammarinn ógurlegiHaldið að frúin sé ekki á leið í höfuðstaðinn. Aftur og nýbúin. Nú barnlaus og til í stuðið. Ætlar að baða sig upp úr menningunni sem boðið verður upp á um helgina og klessast í kaffi hjá vinkonunum, bara dásemd...

Bruna beint af vellinum á tónverkið Drauma eftir stórvin minn Einar Braga Bragason-

draumar

http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/611674/ sem flutt verður í Gvendarbrunni. Ég ætlaði að sjálfsögðu að mæta á frumsýningu verksins sem haldin var í aðveitugöngum Kárahnjúkavirkjunar fyrr í sumar en þar sem ég sleit liðband treysti ég mér ekki til þess að hökta það á hækjunum...

Hlín og GlóinÁ laugardagskvöldið munum við "Hlín mín" rifja upp gamla tíma, smella í okkur nokkrum vel völdum drykkjum, klæða okkur í sparikjóla og syngja "fjólublátt ljós við barinn" í álpappírsklædda þeytara uppi á borði! Að upphitun lokinni munum við vera heiðursgestir á útgáfutónleikum Geirfuglanna og djamma svo með þeim fram á rauða nótt- en Andrinn hennar Hlínsu er einmitt fuglinn trommandi...

Andri minn- þú mátt vegna þessa fara að redda barnapíu fyrir Eygló, við Hlín höfum ekki tíma í það!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband