Gel og sprey

Það fer ekkert milli mála að menn eru komnir í 7unda bekk...

Dugnaðarforkur- dálítið mikil sól svona...

Almar Blær: Mamma! Hvar er hárspreyið?

Ég: Uuuu, er það ekki bara þarna einhversstaðar í skápnum?

...7undi bekkingurinn kemur fram vel-dúaður...

Ég: Hvert ertu að fara ástin mín?

Almar Blær: Á völlinn

...sá að ég gat ekki bælt brosið og sagði

Almar Blær: Maður verður nú að nota þetta fyrst maður á þetta!

Jú mikil ósköp. Ekki borgar sig að láta gelið og spreyið renna út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Veistu ég held ekki. Strákarnir í þessum bekk virðast hafa mun meira fyrir "lúkki" dagsins heldur en stelpurnar. Já- þú meinar það, jú kannski til þess að heilla stúlkurnar upp úr skónum...

Annars fara bekkirnir ansi hratt stækkandi hérna megin- í hans bekk eru 18 nemendur, einnig í fyrsta bekk hjá Bríeti minni og í 2005 árgangnum sem Þrumuguðinn er í verða 24! Já, þetta er að verða Melaskólastærð...

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband