Færsluflokkur: Bloggar

Amen á eftir efninu- já, að vísu brandari þar á milli!

Það er fátt heitara en kúkur&prump þegar maður er þriggja ára. Ji minn einasti. Strax að Faðirvorinu loknu fann Þór sig knúinn til þess að skalla inn einum brandara:

"Sa va einu sinni gúgu sem prumpaði svo mikið í gósettið að hann fór út í sjó til hágallinn"

Sykursætur þrumuguð...í kjölfarið upphófst brjálæðislegur hlátur skemmtikrafts! Amen á eftir efninu


Væskilslegur sjóræningi!

Bara varð að blogga aðeins meira. Lenti í ótrúlega krúttlegu samtali við son minn áðan, sem nota bene á að vera búinn að sofa í rúman klukkutíma! Reyni að koma litlu krökkunum í rúmið klukkan átta þegar þau þurfa að vakna í skólann daginn eftir. Bríet er allaf fljótari en Þór að sofna og hann brasar yfirleitt töluvert áður en hann gengur til liðs við Óla lokbrá. Í kvöld var brasið í hámarki. Hann þurfti að pissa, var þyrstur, þurfti aftur að pissa og gólaði stanslaust á að ég ætti að koma og sofa með honum. Rétt í þessu þurfti hann að pissa í annað skipti og ég fór því inn og náði í hann:

 Þór Sigurjónsson- landkönnuður!

Á klósettinu...

Þór: Sú lúlla me mér (þú átt að lúlla með mér)

Ég: Nei maður, þú ert orðinn svo stór, þú sofnar alveg sjálfur!

Þór: É ekki duglegur að borða gjöti mitt, é dækka ekki! (ég er ekki duglegur að borða kjötið mitt og stækka ekki)

Ég: Ertu ekki duglegur að borða kjötið þitt?

Þór: Nei. É ekki gára'ða. É er bara lítill. Vittu lúlla hjá mér, bara smá!

Mamma: Sjóræingjar eins og þú eru stórir og sterkir

Þór: É ekki lengur sjóræningi, é er bara Só. Venjulegu Só Sijónsson! (ég er ekki sjóræningi lengur, ég er bara Þór. Venjulegur Þór Sigurjónsson)

...fór og knúsaði kútinn minn- smá!


Cosmó á eldhúsbarnum og trúnó upp á þvottavélinni!

Það er botnlaust að gera í vinnunni. Líður eins og þegar ég er í háskólanámi- finnst ég aldrei búin í vinnunni. Það hentar mér svosem ágætlega, er lítið fyrir lognmollu. Er svo einnig að kafna úr einhverri sköpun sem ég hef ekki tíma til þess að koma frá mér, það bíða allavega þrjú stór verkefni eftir að ég fari að huga að þeim, bara spennandi! En meira af því seinna...

Hlakka til helgarinnar og það er bara mánudagur. Ætla að skemmta mér með stelpunum mínum úr vinnunni á laugardaginn. Ætla að bjóða þeim heim. Riggum upp bar á eldhúsbekknum, dansaðstöðu á eldhúsborðinu og trúnó-aðstöðu í þvottahúsinu! Átta stelpu partý, Cosmópólitan og Madonna á yfirsnúning í græjunum- það gerist ekki miklu skemmtilegra en það! Kannski ég bendi grönnunum á að bóka sér bústað..

Cosmó


Skemmtilegur dagur

KnúsÁtti frábæran dag með þrenningunni minni. Tókum þátt í sjálfboðavinnu hjá Alcoa sem byggist upp á því að unnin eru verkefni í þágu samfélagsins. Unnið var á fjórum stöðum í fjórðungnum en við vorum staðsett á Reyðarfirði þar sem lagaðir voru göngustígar og fleira. Mitt hlutverk í dag var að mynda í gríð og erg, ekkert leiðinlegt verkefni í haustlitunum...

Læt nokkrar myndir frá deginum fylgja með, er sérstaklega ánægð með myndina af Magna (hundinum)- hún hefði verið fullkomin einu sekúndubroti seinna þannig að skottið hefði allt verið inn á...

Magni á hraðferðVinkonur og hundur á vinnudegi!Appelsín er gottFanta líka sko...Bara sæta spætaFallegur dagur


Fann'ana...

Var að grúska í síðunni minni og fann myndina sem ég var að reyna að finna í færslunni frá 16. september- "Halldóra segir að ég sé með fullorðinsaugu"...

Picture 106


Skotin í Húsavík...

Brá undir mig betri fætinum í gær. Ja eða svoleiðis. Fór á fund á Húsavík, fór þangað í gær og kom ekki heim fyrr en í morgun...

Keyrði með Hilmari samstarfsfélaga mínum norður. Lentum í sandstormi og rokkuðum alla leiðina. Feitt. Ég skammast mín að segja frá því en ég hafði aðeins einu sinni komið til Húsavíkur áður og þá var ég fimm ára. Það eina sem ég man úr þeirri ferð er að ég buslaði berrössuð í vaðlaug frænda míns daglangt. Kannski man ég það bara af því ég hef oft skoðað myndir af þeim herlegheitum!

HúsavíkEn hvað um það. Á Húsavík lentum við Hilmar um hádegisbil. Um leið og við fukum inn í bæinn sagði ég vil Hilmar- "Ég er viss um að ég á eftir að eiga heima hérna einhverntíman." Undarleg hugljómun! Sat svo góðan fund allan daginn og átti svo frábært "deit" með Erlu Dögg stórfrænku minni og vinkonu í gærkvöldi en hún er búsett á staðnum. Fékk því útsýnisrúnt um allan bæinn með orðskýringum. Varð skotin í bænum eftir það. Ef að Alcoa byggir álver þar förum við kannski öll þangað til þess að starta herlegheitunum? Fór einu sinni til miðils og það eina sem ég man að hann sagði við mig var- "Þú átt eftir að búa á Norðurlandi og tala mikið. Miðla einhverju." Ja, hvur veit?

Keyrði svo til baka í morgun. Ekki með Hilmari heldur með Önnu Heiðu samstarfskonu minni. Rokkuðum heldur minna en töluðum því meira. Kvenlegt. Hef aldrei séð svona eftir að gleyma myndavélinni minni heima- en það var kannski ágætt því í stað þess að koma í vinnu um hádegi eins og við gerðum hefðum við kannski verið að lenda núna! Þvílík fegurð umhverfisins á leiðinni í dag. Haustlirir mynduðu frábæra andstæðu við sandinn og auðnina, sólin hafði betur í baráttu sinni við skýin og stráin hálf lágu niður vegna roksins- bara fallegt! Fallegt en engin mynd. Bara mín hug-mynd!

 


Í dag...

Eins og aðrir foreldrar leiði ég hugann að því margoft á dag hversu óendanlega rík ég er að eiga þrjú yndisleg börn. Var að koma inn af mínum þriðja foreldrafundi, þriðja kvöldið í röð. Finnst alltaf jafn skemmtilegt að sitja slíka fundi og drekka í mig upplýsingar um það sem börnin mín eru að gera í "sinni vinnu" daglangt. Það er frábært og innihaldsríkt starf sem fer fram í skólum og leikskólum í dag...

Fyrsti bekkingurinnByrjaði á því á mánudagskvöldið að sitja fund um hvað skólastúlkan mín mun gera í fyrsta bekk í vetur. Var kosin bekkjafulltrúi þar ásamt foreldrum þriggja annarra barna. Hlutverkið er mér ljúft, en ég kannast orðið vel við það en ég hef tekið það að mér tvisvar sinnum í Almars Blæs bekkjum, bæði í Ártúnsskóla og hér á Reyðarfirði síðasta vetur...

Stóri strákurinn minnÍ gærkvöldi var samskonar fundur í tengslum við sjöunda bekkinn. Eins og á mánudagskvöldið var farið yfir áherslur vetrarins ásamt því að kynna eineltisáætlun skólans kynnt, líkt og í fyrsta bekk. Lét af störum sem bekkjafulltrúi þar...

Þrumuguðinn minnÍ kvöld var svo haustfundur leikskólans. Það er afar fjölbreytt og spennandi starf sem fram fer í Lyngholti og ég er afar sátt. Samkvæmt lögum var stofnað foreldraráð fyrir leikskólann- auk þess sem foreldrafélag er starfandi. Munurinn á foreldraráði og foreldrafélagi er sá að foreldrafélagið snýr meira að uppákomum sem komið er á fót, s.s. vorferð, piparkökumálun og slíku. Væntanlegt foreldraráð mun funda með leikskólastjórn og ræða mál sem snýr að skipulagi starfsins, námsskrá o.fl. Ég var kosin í þetta nýstofnaða foreldraráð og er ég afar ánægð með það, en mér finnst mikilvægt að vera eins mikið inn í málefnum barna minna og ég get...

Viðurkenni það fúslega að mér reynist þetta viku-viku fyrirkomulag með krakkana erfitt. Er með hjartverk af söknuði þegar "barnlausa helgin" er liðin og heil vinnuvika framundan án þeirra. Ætla að enda annars væmin pistil á afar fallegri hugsleiðingu sem ég fékk senda frá leikskólanum í vetur og eflaust margir hafa séð. Lestur hennar snertir mig alltaf og sér í lagi núna þegar ég er ekki eins mikið með gullmolunum mínum og ég vildi...

Góð samanLitlu krúttin mínHin heilaga þrenningGaman á höfninni

Í dag

  • Í dag ætla ég að stíga yfir óhreina tauið, taka þig í fangið og fara með þig út að leika
  • Í dag ætla ég að skilja diskana eftir í vaskinum og láta þig kenna mér að setja saman nýja púslið
  • Í dag ætla ég að taka símann úr sambandi og hafa slökkt á tölvunni og sitja með  þér úti í garði og blása sápukúlur
  • Í dag ætla ég ekki að skammast neitt þótt þú suðir um að fá ís, heldur ætla ég að kaupa hann handa þér
  • Í dag ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þvi hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór eða efast um ákvarðirnar sem ég hef tekið varðandi þig.
  • Í dag ætla ég að leyfa þér að baka smákökur sem mega vera allavega í laginu.
  • Í dag ætla ég að bjóða þér á skyndibitastað og kaupa barnabox handa okkur báðum svo þú getir fengið bæði leikföngin.
  • Í dag ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá því þegar þú fæddist og hversu mikið ég elska þig.
  • Í dag ætla ég að leyfa þér að sulla í baðinu og ekki vera reið yfir bleytunni.
  • Í dag ætla ég að leyfa þér að vaka lengur og sitja úti á svölum og telja stjörnurnar.
  • Í dag ætla ég að kúra hjá þér og lesa bók þó að ég missi af uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum.
  • Í dag þegar ég renni fingrunum í gegnum hárið á þér, þegar þú ferð að sofa, þá ætla ég að þakka Guði fyrir þessa stórkostlegustu gjöf sem nokkur getur hlotið.
  • Í dag mun ég hugsa til allra þeirra foreldra sem standa yfir gröfum barna sinna, en ekki yfir rúmum þeirra, og allra þeirra foreldra sem eru á sjúkrastofnunum og horfa á börnin sín kveljast og þjást í hljóði vegna þess að þau geta ekkert gert, og biðja fyrir þeim.
 Og þegar ég kyssi þig góða nótt mun ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þig, bið hann ekki um neitt nema einn dag í viðbót.

 

 

 


Halldóra segir að ég sé með fullorðinsaugu!

Í dag...

Bríetaraugu

Bríet: Mamma. Finnst þér ég vera með fullorðinsaugu?

Ég: Ha?

Bríet: Horfðu á mig- finnst þér það?

Ég: Hvað ertu að meina ástin mín?

Bríet: Halldóra Birta er alltaf að segja það við mig, að henni finnist ég vera með fullorðinsaugu. Þú sérð að ég er með barnaaugu.

Ég: Ha, já- en augun þín eru mjög stór. Ætli það sé ekki það sem hún er að meina?

Bríet: Örugglega


Flottur- flottari- flottastur!

FlotturÞessi strákur hér var kosinn fulltrúi 7. bekkjar í nemendaráð grunnskóla Reyðarfjarðar. Hlaut flest atkvæði í sínum bekk- enda töluvert flottur!

Afmæliskveðja til Himnaríkis

Pabbi og Nanna Jóns á góðri stundu í Til hamingju með daginn elsku pabbi minn. Mikið hefði ég nú frekað viljað bruna á Stöðvarfjörð í afmæliskaffi til þín í dag heldur en að skrifa þér opna afmæliskveðju til himnaríkis. En svona er þetta- þetta er áttundi afmælisdagurinn þinn þarna uppi, og að sama skapi í áttunda skipti sem ég sest niður og kasta á þig skriflegri kveðju...

Tíminn líður ótrúlega hratt eitthvað. Að það skuli virkilega vera átta ár síðan þó fórst, þá aðeins 61 árs. Finnst svo óréttlátt gagnvart Bríeti og Þór að þau þurfi bara að gera sér í hugarlund hvernig þú varst. Almar Blær ber þér vel söguna, þó svo hann hafi bara verið fjögurra ára þegar við misstum þig. Hann hefur alltaf verið svo gömul sál, mér finnst hann hafa verið miklu eldri. Man hann spáði eðlilega mikið í þetta allt saman, eftir slysið. Teiknaði fólk með brotið höfuð í hálft ár á eftir, það voru allir á sjúkrahúsi. Allir PLAYMO leikir gegnu út á það sama, það lágu allir meðvitundarlausir á sjúkrahúsi. Sérfræingar söguð ferlið eðlilegt, krakkar myndu vinna úr svona á sinn hátt...

Fór inn í kirkjugarð um síðustu helgi. Bríeti þykir þetta einstaklega merkilegt, að þú "sofir" þarna einhversstaðar undir grasinu og öllum blómunum. Þór hafi mestan áhuga á kirkjugarðshliðinu og hafði orð á því að það þyrfti að laga það, mætir líklega verð verkfæratöskuna næst- hefur líklega fengið það frá þér, humm...

Mamma, Jóna Hall, pabbi og Kjartan á hjónaballiVona að dagurinn þinn hafi verið ánægjulegur. Amma Jóhanna hefur líklega hrært í nokkrar pönnukökur ef ég þekki hana rétt og gefið þér rjóma með. 

Héðan biðja allir að heilsa, knúsaðu ömmu og alla hina frá okkur!

Krissa, Almar Blær, Bríet og Þór

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband