Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur til sælu...
5.10.2008 | 23:56
Set inn sunnudagsmyndirnar líka vegna "fjölda áskorana"...
Byrjuðum á því að fara í morgunkaffi í ömmu&afahús, það gerist ekki mikið meira kósí en það...
...þaðan lá leiðin í hefðbundna sunnudagsmyndatöku! Nei, kannski ekki alveg- en við erum ansi dugleg með myndavéina. Fórum fyrir ofan hús, þarf ekki langt til þess að komast í skemmtilegt umhverfi. Stóru eru orðin sjóuð í þessum endalausu myndatökum og láta sig hafa það en þrumugðuinn nennir helst alls ekki að standa í þessu og mótmælir reglulega...
...svo var skipt um ljósmyndara. Alltaf þegar líður á seinni hluta "töku" verða litlir fingur óþolinmóðir á að fá að "skjóta" líka. Myndirnar þeirra eru oft langflottastar...
...við eigum allavega úr nægu að velja fyrir jólakortið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mynda-leg helgi...
5.10.2008 | 21:03
Skemmtileg helgi að baki. Fallegt veður og ég í afar miklu myndastuði, eins og alltaf. Ætla að skutla inn nokkrum hingað, svona fyrir sunnanmenn sem sakna okkar svo mikið...
Fórum á Stöddann í gær og klesstumst við Hönnu, Sigþóri, Viktori og Jónatan....
Þau eru búin að fá sér rosalega sæta kisu- hún er algert krútt...
Almar Blær gerði sér lítið fyrir og bakaði muffins! Uppskriftin gleymdist á Reyðarfirði þannig að þessar "dössuðu" í skál og það tókst! Eru því hér með útskrifaðar sem ömmur...
Kökurnar tókust með eindæmum vel og hentuðu afar vel til skreytinga...
...og átu! Ummm...
Héldum svo heim, södd og sæl- himinlifandi að eiga svona skemmtilega fjölskyldu...
Svona var laugardagurinn okkar. Finnst ekkert betra en að eyða helgunum með grísunum mínum og hanga með fólki sem okkur þykir vænt um. Í dag tókum við enn fleiri myndir í góða veðrinu sem við deilum með ykkur seinna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prófessor Almar Blær...
4.10.2008 | 09:49
Almar Blær var jafn forn og risaeðla á sínum yngri árum...
Staður: Á keyrslu á leiðinni til Reykjavíkur eftir sumarfrí fyrir austan
Stund: Árið 2001 (Almar Blær fimm ára)
"Ég er búinn að stækka alveg rosalega mikið þessar tvær vikur sem við vorum fyrir austan. Það er víst fjallaloftið sem ber ábyrgðina á því"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í gullskóm í frostinu
3.10.2008 | 22:57
Skellti mér út í gaddinn í gullskóm dag til þess að taka nokkrar myndir af uppáhaldsfyrirsætunum mínum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kakódagur...
1.10.2008 | 20:29
Það er svona kakódagur í dag. Kalt, blautt, grátt og vindur. Dagur sem best væri að kúra undir teppi allan daginn og lesa góða bók. Draumur. Það er komið haust, allavega austanlands. Mér finnst það kósí, voða kósí...
...leyfi að fljóta með nokkrum myndum af árlegu kakóboði (þessar myndir eru frá árinu 2005) sem við héldum alltaf í Árkvörninni. Gerðum það venjulega fyrsta í aðventu en þarna var greinilega liðið lengra á desember. Það var alltaf svaka stemmning þó aðeins væri um fimm manna partý að ræða, en allir fengu að drekka kakóið úr þynnsta postulíni og þá smakkast allt svo miklu, miklu betur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Neih- bara Guð kominn niður!"
29.9.2008 | 20:50
Var að grúska í bókunum mínum í dag. Fann þar inn á milli litla bók sem ég skrifaði oft niður í þegar Almar Blær átti góða spretti hér á árum áður. Það var alveg makalaust það sem valt stundum upp úr barninu. Man einu sinni þegar við foreldrarnir ungu vorum í foreldraviðtali á leikskólanum hans Mýri þegar hann var þriggja ára. Leikskólakennarinn hans spurði okkur hvort barnið umgengist mikið af eldra fólki. Við litum hvort á annað og sprungum úr hlátri- en við vorum ein og ömmu og afalaus í Reykjavík! En hann var með eindæmum forn í tali og datt ýmislegt sniðugt í hug, en ég hef ákveðið að láta nokkur af gullkornunum fljóta með næstu daga...
Stund: Apríl 2000 (ABS tæplega 4 ára)
Staður: Við kvöldverðarborðið
Í fréttum sjónvarpsins var umjföllum um ferðalag páfans. Sýnd var mynd af honum þar sem hann sat hokinn, íklæddur hvítum fötum
Almar Blær: "Neih- bara Guð kominn niður"
...og hélt svo áfram að úða í sig kjötbollum eins og tíðindin væru hin sjálfsögðustu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinkonur mínar komnar í hús...
29.9.2008 | 11:13
Fékk góða gjöf í gær. Sex and the city- the movie...
Þemamyndiná mínu heimili þessa dagana er Sammi brunavörður- Sammi minn, þú ert komin með samkeppni sem ég veit ekki hvort þú ræður við!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við skulum bara hafa það alveg á hreinu...
26.9.2008 | 08:46
Hjá tannlækninum...
Tannlæknir talar við mæðgin eftir að hafa skoðað Almar Blæ í vikunni...
Tannlæknir: "Þetta var bara allt fínt, en hann er með svolítið yfirbit. Ég ætla að láta þig hafa nafnspjald hjá tannréttingarsérfræðingi sem kemur alltaf annað slagið hingað austur, það er betra að hann meti hvort eða hvað þurfi að gera."
Ég: "Já, ég athuga það" (þú svo ég vilji börnunum mínum allt það besta í veröldinni þá fann ég að kludahroll fara niður bakið á mér þegar ég hugsaði um milljónina sem ég á alls ekki fara upp í munn barnsins)
...við mæðginin héldum út í bíl...
Í bílnum...
Almar Blær: "Ég er ekki að fara að fá spangir sko!" (röddin sagði- höfum það bara alveg á hreinu!)
Ég: "Þú heyrðir hvað hann sagði ástin mín, við þurfum bara að athuga þetta."
Almar Blær: (enn meira á hreinu!) "Ég er ekki að fara að vera með spangir, það bara passar ekki við mig! Í mesta lagi einhvern góm- til þess að hafa á nóttunni!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skuggalegur náungi...
25.9.2008 | 20:28
Við systkinin áttum börn með eins árs millibili. Ég og Sigþór bróðir. Sigþór var á undan og eignaðist strák með Hönnu sinni í júní árið 2004. Hlaut hann nafnið Jónatan Emil. Jónatan í höfuðið á pabba og Emil- já bara út í loftið. En Emils nafnið var þó vel til fundið, þar sem gaurinn sá er allur hinn öflugasti...
...var ég búin að glotta mikið að kauða en hann er uppátækjasamur með eindæmum. Hefði mátt spara það því Þór er smækkaður Jónatan. Þeir eru áþekkir í líkamsbyggingu og minn gefur "stóra" frænda lítið eftir. Mér finnst alltaf gaman að horfa á Jónatan og "sjá" hvernig Þór verður ári síðar, en aðeins er rétt rúmt ár milli þeirra...
...varð að deila þessu hérna með ykkur, þetta er er magnað atriði!
http://hannabb.blog.is/blog/hannabb/entry/643749/
...kannski Þrumuguðinn ógni löggunni að ári?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara grín!
24.9.2008 | 20:38
Staður: Svefnherbergi
Stund: Rétt áðan
Persónur og leikendur: Ég og Þór
Ég: Góða nótt karlinn minn- ég elska þig
Þór: É ekka þi. Ekki!
Ég: Þóttist fara að grenja...
Þór: É bara að grínast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)