Skotin í Húsavík...

Brá undir mig betri fætinum í gær. Ja eða svoleiðis. Fór á fund á Húsavík, fór þangað í gær og kom ekki heim fyrr en í morgun...

Keyrði með Hilmari samstarfsfélaga mínum norður. Lentum í sandstormi og rokkuðum alla leiðina. Feitt. Ég skammast mín að segja frá því en ég hafði aðeins einu sinni komið til Húsavíkur áður og þá var ég fimm ára. Það eina sem ég man úr þeirri ferð er að ég buslaði berrössuð í vaðlaug frænda míns daglangt. Kannski man ég það bara af því ég hef oft skoðað myndir af þeim herlegheitum!

HúsavíkEn hvað um það. Á Húsavík lentum við Hilmar um hádegisbil. Um leið og við fukum inn í bæinn sagði ég vil Hilmar- "Ég er viss um að ég á eftir að eiga heima hérna einhverntíman." Undarleg hugljómun! Sat svo góðan fund allan daginn og átti svo frábært "deit" með Erlu Dögg stórfrænku minni og vinkonu í gærkvöldi en hún er búsett á staðnum. Fékk því útsýnisrúnt um allan bæinn með orðskýringum. Varð skotin í bænum eftir það. Ef að Alcoa byggir álver þar förum við kannski öll þangað til þess að starta herlegheitunum? Fór einu sinni til miðils og það eina sem ég man að hann sagði við mig var- "Þú átt eftir að búa á Norðurlandi og tala mikið. Miðla einhverju." Ja, hvur veit?

Keyrði svo til baka í morgun. Ekki með Hilmari heldur með Önnu Heiðu samstarfskonu minni. Rokkuðum heldur minna en töluðum því meira. Kvenlegt. Hef aldrei séð svona eftir að gleyma myndavélinni minni heima- en það var kannski ágætt því í stað þess að koma í vinnu um hádegi eins og við gerðum hefðum við kannski verið að lenda núna! Þvílík fegurð umhverfisins á leiðinni í dag. Haustlirir mynduðu frábæra andstæðu við sandinn og auðnina, sólin hafði betur í baráttu sinni við skýin og stráin hálf lágu niður vegna roksins- bara fallegt! Fallegt en engin mynd. Bara mín hug-mynd!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ossossoss...bara makeover á síðunni.  Voða fín;-)

Táraðist yfir ,,í dag" færslu og hló yfir ,,Húsavíkurpælingunni".  Skil þig svo vel með þessar hugljómarnir.  Fæ svona oft. 

Lov og fullt af sakni!!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:39

2 identicon

Takk fyrir síðast vinkona. Mikið var nú gaman að hitta þig og fá smá tíma með þér, enda tvö ár síðan síðast. Ég skil vel að Húsavíkin hafi heillað þig, enda fallegur bær með eindæmum 

Spádómurinn má alveg rætast.........bíð eftir þeim degi

Ég kíki í kaffi til þín næst þegar ég á leið um Austurlandið.....

kv. Stórfrænka

Erla Dögg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hann Halli minn er einmitt frá Húsavík eins og svo margt frábært fólk sem ég þekki. Ég gæti alveg hugsað mér að flytja þangað einn góðan veðurdag. Og tala mikið. Við þig, til dæmis..... :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.9.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Greit

Pökkum í gám og förum með allt hafurtaskið. Ég er meira að segja búin að finna mér hús sem mig langar í...

Það er risastórt og þar er hægt að tala rosa mikið!

Knús

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband