Ekkert mál fyrir...Bríeti!

Já hún Bríet, hún lætur ekki að sér hæða! Er búin að suða eins og hunangsfluga um línuskauta síðan í fyrravor. Fyrir ári þótti mér hugdettan algerlega frálæt og var hún ekki rökrædd við smáfrúna. Suðið fór hækkandi og náði nýjum hæðum í vor þegar uppgötvaðist að Hafdís vinkona ætti skauta og væri bara ansi klár á þeim...

Ég maldaði enn í móinn. Þurfti ekki að hugsa mörg ár aftur í tímann til þess þegar frumburðurinn reimaði sína á sig í fyrsta skipti. Hann stóð ekki í lappirnar og lagði reyndar þá afar fljótlega til hliðar og hefur ekki snert þá síðan...

Bríet skautadrottningMæðgur hugsuðu málið, þó sérstaklega sú eldri. Fyrir þeirri yngri var þetta svosem alls ekki neitt til þess að vera að velta vöngum yfir eða yfirleitt hugsa um. Ég lét svo undan á dögunum. Stóð í Útilíf og skoðaði skauta. Vúúú, hjólin litu út fyrir að bera börn með sér á ógnarhraða með þeim afleiðingum að heimsóknir á heilsugælsuna yrðu sumarafþreying heimilisins!

Bríet var að vonum himinlifandi þegar línuskautarnir fagurbláu voru í höfn. Smellti þeim á sig og hóf æfingar á stofugólfinu. Ég bjóst við að þurfa að vera með hana í fanginu fyrsta mánuðinn. En, nei nei. Hún stóð á græjunum eins og hún hefði aldrei gert annað. Fórum út á þeim í gær og það var sama sagan. Tæknin eykst með hverju skipti sem og hraðinn! Já, þau koma manni sífellt á óvart þessir grísir...

Sjálf hef ég einu sinni farið á línuskauta og get ég ekki sagt að það hafi verið létt mál. Fór með Hlínsu vinkonu á Ægissíðuna og mæ god! Ég gat ekki með nokkru móti stoppað eftir að ég var komin af stað. Faðmaði ljósastaura og grandalausa túrista til þess að stöðva mig. En Bríet, hún er kerling í krapinu!

...með allar réttu græjurnar!Sætur línuskautakappiEkkert mál!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bríet frábæra lætur ekki að sér hæða, en muna eftir hlífunum alltaf....

Kveðju og knús 

Anna/Marta (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:18

2 identicon

Förum aftur á síðuna næst þegar þú kemur í bæinn..   

Hlín mín (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband