Skóladagur og mótorhjól!

Stór dagur í lífi tveggja yngstu fjölskyldumeðlimana. Bríet mætti í skólann í dag, ekki leikskólann. Fór með nesti og nýja skó og dvaldi daglangt í væntanlegu umhverfi næsta vetrar. Hitti kennarann sinn, fór í sundkennslu og ég veit ekki hvað og hvað. Var afar ánægð með daginn, enda ekki annað hægt. Við erum mjög heppin með kennara og hlökkum til vetrarins, þ.e.a.s. þegar við erum búin að njóta sumarsinsTounge

Hún átti svo fína setningu seinni partinn á leiðinni heim:

Bríet: Mamma sjáðu, hann er að sauma!

Mamma: Ha, hver?

Bríet: Strákurinn, hann er að sauma! Hann er að sauma þarna á hjólinu sínu...

...saum og prjón! Er það ekki allt sama tóbakið!

KappiEkki síður stór dagur hjá Þór, allavega að hans eigin mati. Draumur hans rættist og er hann búinn að rúnta á rafknúnu mótorhjóli í allt kvöld. Við eigum græjuna að vísu ekki sjálf heldur fengum við hana í vikuláni hjá Jónatani Emil stóra frænda. Vikuna ætlum við að nota til þess að reyna að komast yfir eitt slíkt- held að ekki verði hjá því komist!

Ætla að henda inn myndum af mótorhjólakappanum á eftir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrumuguðinn er bara flottur.......................

Anna/Marta (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband