Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

"Neih- bara Guð kominn niður!"

Var að grúska í bókunum mínum í dag. Fann þar inn á milli litla bók sem ég skrifaði oft niður í þegar Almar Blær átti góða spretti hér á árum áður. Það var alveg makalaust það sem valt stundum upp úr barninu. Man einu sinni þegar við foreldrarnir ungu vorum í foreldraviðtali á leikskólanum hans Mýri þegar hann var þriggja ára. Leikskólakennarinn hans spurði okkur hvort barnið umgengist mikið af eldra fólki. Við litum hvort á annað og sprungum úr hlátri- en við vorum ein og ömmu og afalaus í Reykjavík! En hann var með eindæmum forn í tali og datt ýmislegt sniðugt í hug, en ég hef ákveðið að láta nokkur af gullkornunum fljóta með næstu daga...

Almar Blær- þó ekki 4ra ára

Stund: Apríl 2000 (ABS tæplega 4 ára)

Staður: Við kvöldverðarborðið

Í fréttum sjónvarpsins var umjföllum um ferðalag páfans. Sýnd var mynd af honum þar sem hann sat hokinn, íklæddur hvítum fötum

Almar Blær: "Neih- bara Guð kominn niður"

Umrædd hetja

...og hélt svo áfram að úða í sig kjötbollum eins og tíðindin væru hin sjálfsögðustu!


Vinkonur mínar komnar í hús...

Fékk góða gjöf í gær. Sex and the city- the movie...

Samkeppni við Samma brunavörð

Þemamyndiná mínu heimili þessa dagana er Sammi brunavörður- Sammi minn, þú ert komin með samkeppni sem ég veit ekki hvort þú ræður við!

Sammi minn- hræddur?


Við skulum bara hafa það alveg á hreinu...

Hjá tannlækninum...

Ás

Tannlæknir talar við mæðgin eftir að hafa skoðað Almar Blæ í vikunni...

Tannlæknir: "Þetta var bara allt fínt, en hann er með svolítið yfirbit. Ég ætla að láta þig hafa nafnspjald hjá tannréttingarsérfræðingi sem kemur alltaf annað slagið hingað austur, það er betra að hann meti hvort eða hvað þurfi að gera."

Ég: "Já, ég athuga það" (þú svo ég vilji börnunum mínum allt það besta í veröldinni þá fann ég að kludahroll fara niður bakið á mér þegar ég hugsaði um milljónina sem ég á alls ekki fara upp í munn barnsins)

...við mæðginin héldum út í bíl...

Í bílnum...

Almar Blær: "Ég er ekki að fara að fá spangir sko!" (röddin sagði- höfum það bara alveg á hreinu!)

Ég: "Þú heyrðir hvað hann sagði ástin mín, við þurfum bara að athuga þetta."

Almar Blær: (enn meira á hreinu!) "Ég er ekki að fara að vera með spangir, það bara passar ekki við mig! Í mesta lagi einhvern góm- til þess að hafa á nóttunni!"


Skuggalegur náungi...

Við systkinin áttum börn með eins árs millibili. Ég og Sigþór bróðir. Sigþór var á undan og eignaðist strák með Hönnu sinni í júní árið 2004. Hlaut hann nafnið Jónatan Emil. Jónatan í höfuðið á pabba og Emil- já bara út í loftið. En Emils nafnið var þó vel til fundið, þar sem gaurinn sá er allur hinn öflugasti...

...var ég búin að glotta mikið að kauða en hann er uppátækjasamur með eindæmum. Hefði mátt spara það því Þór er smækkaður Jónatan. Þeir eru áþekkir í líkamsbyggingu og minn gefur "stóra" frænda lítið eftir. Mér finnst alltaf gaman að horfa á Jónatan og "sjá" hvernig Þór verður ári síðar, en aðeins er rétt rúmt ár milli þeirra...

Frændurnir á Skógardeginum mikla í Hallormsstað

...varð að deila þessu hérna með ykkur, þetta er er magnað atriði! 

 http://hannabb.blog.is/blog/hannabb/entry/643749/

...kannski Þrumuguðinn ógni löggunni að ári?

 


Bara grín!

Staður: Svefnherbergi

Stund: Rétt áðan

Persónur og leikendur: Ég og Þór

Mæðgin- fyrir nokkru

Ég: Góða nótt karlinn minn- ég elska þig

Þór: É ekka þi. Ekki!

Ég: Þóttist fara að grenja...

Þór: É bara að grínast!


Amen á eftir efninu- já, að vísu brandari þar á milli!

Það er fátt heitara en kúkur&prump þegar maður er þriggja ára. Ji minn einasti. Strax að Faðirvorinu loknu fann Þór sig knúinn til þess að skalla inn einum brandara:

"Sa va einu sinni gúgu sem prumpaði svo mikið í gósettið að hann fór út í sjó til hágallinn"

Sykursætur þrumuguð...í kjölfarið upphófst brjálæðislegur hlátur skemmtikrafts! Amen á eftir efninu


Væskilslegur sjóræningi!

Bara varð að blogga aðeins meira. Lenti í ótrúlega krúttlegu samtali við son minn áðan, sem nota bene á að vera búinn að sofa í rúman klukkutíma! Reyni að koma litlu krökkunum í rúmið klukkan átta þegar þau þurfa að vakna í skólann daginn eftir. Bríet er allaf fljótari en Þór að sofna og hann brasar yfirleitt töluvert áður en hann gengur til liðs við Óla lokbrá. Í kvöld var brasið í hámarki. Hann þurfti að pissa, var þyrstur, þurfti aftur að pissa og gólaði stanslaust á að ég ætti að koma og sofa með honum. Rétt í þessu þurfti hann að pissa í annað skipti og ég fór því inn og náði í hann:

 Þór Sigurjónsson- landkönnuður!

Á klósettinu...

Þór: Sú lúlla me mér (þú átt að lúlla með mér)

Ég: Nei maður, þú ert orðinn svo stór, þú sofnar alveg sjálfur!

Þór: É ekki duglegur að borða gjöti mitt, é dækka ekki! (ég er ekki duglegur að borða kjötið mitt og stækka ekki)

Ég: Ertu ekki duglegur að borða kjötið þitt?

Þór: Nei. É ekki gára'ða. É er bara lítill. Vittu lúlla hjá mér, bara smá!

Mamma: Sjóræingjar eins og þú eru stórir og sterkir

Þór: É ekki lengur sjóræningi, é er bara Só. Venjulegu Só Sijónsson! (ég er ekki sjóræningi lengur, ég er bara Þór. Venjulegur Þór Sigurjónsson)

...fór og knúsaði kútinn minn- smá!


Cosmó á eldhúsbarnum og trúnó upp á þvottavélinni!

Það er botnlaust að gera í vinnunni. Líður eins og þegar ég er í háskólanámi- finnst ég aldrei búin í vinnunni. Það hentar mér svosem ágætlega, er lítið fyrir lognmollu. Er svo einnig að kafna úr einhverri sköpun sem ég hef ekki tíma til þess að koma frá mér, það bíða allavega þrjú stór verkefni eftir að ég fari að huga að þeim, bara spennandi! En meira af því seinna...

Hlakka til helgarinnar og það er bara mánudagur. Ætla að skemmta mér með stelpunum mínum úr vinnunni á laugardaginn. Ætla að bjóða þeim heim. Riggum upp bar á eldhúsbekknum, dansaðstöðu á eldhúsborðinu og trúnó-aðstöðu í þvottahúsinu! Átta stelpu partý, Cosmópólitan og Madonna á yfirsnúning í græjunum- það gerist ekki miklu skemmtilegra en það! Kannski ég bendi grönnunum á að bóka sér bústað..

Cosmó


Skemmtilegur dagur

KnúsÁtti frábæran dag með þrenningunni minni. Tókum þátt í sjálfboðavinnu hjá Alcoa sem byggist upp á því að unnin eru verkefni í þágu samfélagsins. Unnið var á fjórum stöðum í fjórðungnum en við vorum staðsett á Reyðarfirði þar sem lagaðir voru göngustígar og fleira. Mitt hlutverk í dag var að mynda í gríð og erg, ekkert leiðinlegt verkefni í haustlitunum...

Læt nokkrar myndir frá deginum fylgja með, er sérstaklega ánægð með myndina af Magna (hundinum)- hún hefði verið fullkomin einu sekúndubroti seinna þannig að skottið hefði allt verið inn á...

Magni á hraðferðVinkonur og hundur á vinnudegi!Appelsín er gottFanta líka sko...Bara sæta spætaFallegur dagur


Fann'ana...

Var að grúska í síðunni minni og fann myndina sem ég var að reyna að finna í færslunni frá 16. september- "Halldóra segir að ég sé með fullorðinsaugu"...

Picture 106


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband