Færsluflokkur: Bloggar

Girls Just Want To Have Fun

...við stelpurnar ætlum að skemmta okkur ærlega annað kvöld! Er það ekki Hanna mín Seljan...


Já sæææææll! Ætlar þú að fara SVONA í vinnuna?

"Já sææææææll! Ætlar þú að fara svona í vinnuna?!??"

Þetta var það eina sem sonur minn siðgæðisvörðurinn gat sagt við mig þegar ég kom niður í morgun. Ég sem hélt að barnið væri vant eftir bráðum 13 ára samveru. Leiðist ferlega að vera eins og allir hinir, alltaf. Fór því í eldrauða kjólnum sem mamma var í á skrínardaginn minn, tónaði hátíðleikann niður með doppóttri, renndri hettupeysu. Þarna þótti honum móðir sín kær ekki feta stíginn af öryggi. Únglingurinn minn í skóginum...


Draumadrottningin!

Ohhh. Fæ þvílíka "flassbakkið" við að horfa á þetta myndband.

Hef alltaf verið Madonnufan, en aldrei sem á gullaldarárinu 1986, þá tíu ára! Þá fékk ég að kaupa mér BRAVO blað í tíu vikur í röð því að í hverju blaði kom bútur af goðinu. Höfuð, hné, fótur og hönd. Þegar allir hlutarnir voru í húsi raðaði ég þeim saman og úr varð Donnan- í fullri stærð. Í grænu netavesti og með 300 hálsfestar og túberða hár. Geðveik!


Skrifstofugúrúinn Bríet

Rétt í þessu:

Bríet: "Mamma. Ég ætla að vinna hjá Alcoa þegar ég er orðin stór"

Ég: "Já er það"

Bríet: "Á skrifstofunni. Ert þú ekki á skrifstofunni?"

Ég: "Jú- það er gaman, þá vinnum við saman!"

Bríet: "Neeeeei, þá verður þú orðin svo gömul"

...jújú...

Verðandi AlcoastarfsmaðurBara sæt...Alls ekki með sama augnlit félagarnir...


Sexý? Iiii, nei- frekar eins og Andrésína...

Ég þarfnast aðstoðar. Líður svipað og þegar maður er að reyna að muna eitthvað, nafn á lagi, manneskju eða einhverju öðru og það bara kemur ekki. Maður verður voða pirraður og hættir ekki fyrr en það er komið...

Þetta er ekki þess eðlis, snýst ekki um að ég muni ekki eitthvað- frekar að ég skilji allllllllls ekki! Sem sagt, getur einhver- bara einhver sagt mér af hverju gengjukynslóðin og einstaka stúlkur yfir tvítugu eru alltaf með stút á vörum á öllum myndatökum. Er það:

  • Sexý?
  • Flott?
  • Almennt hot?
  • Allt ofangreint?

Það bara getur ekki annað verið! Missti ég af einhverju? Hvað er þetta? Að skoða myndir á því merka samfélagi "fésbókinni" - þá virðist hreinlega bannað að láta þar inn mynd af þessum aldursflokki án þess að vera eins og önd í framan. Plís, viljið upplýsa mig, ráða gátuna svo ég geti farið að hugsa um eitthvað annað!


Egg í lögguna!

Staður: Tunga

Stund: Í gær

Persónur og leikendur: Þór, playmo-prins og playmo-lögga

"Nú hendir minns eggjum í lögguna, hah, ha!"

...úff. Svo gera börn sem fyrir þeim er haft. Gott meðan playmo-prinsar beita ekki táragasi, segi nú ekki meir!

 


Fyrra gelgjustigið?

Mæ, ó mæ!

Óttast að Bríet sé komin á fyrri gelgjuna- sé það til. Í það minnsta syngur hún hástöfum með þessu hér, tónverki sem að 16 ára stelpur eru með í botni í herbergjum sínum. Hvaðan barnið fær þennan innblástur get ég ekki sagt því ég sver frá mér þessa tegund tónlistar, enda búin með seinni gelgjuna...


Hark og hörmungar

Ó mæ god! Stundum líður mér eins og ég sé stödd í falinni myndavél. Eða einhverri lélegri mynd þar sem ég er djókið. Sumir dagar eru súrari en aðrir. Yfirleitt er gaman í vinnunni en stundum ekki. Í dag var einn af síðari sortinni. Í fyrsta lagi var ég sein af stað í morgun og það fer alveg með mig, mér finnst það ferlega óþægilegt, enda steingeit þið skiljið...

Ofan á það kom rigning ofan í 27 metra jafnfallna snjóinn sem lagðist yfir Reyðarfjörð á dögunum þannig að massa krapi liggur yfir öllu saman. Viðbjóður. Ekki nóg með að verða rennandi blaut við að sækja úrill börnin mín þá festi ég bílinn fyrir utan leikskólann...

Þór tók svo æðiskast í búðinni svona til þess að kóróna allt saman, þannig að við fengum ALLA athyglina í Krónunni, gaman, gaman! Druslaði öllum vælandi, grenjandi og rennandi blautum í bílinn, plús vörunum sem kostuðu 5000 kall þó svo ég væri ekki að kaupa neitt! Óþolandi!

Endaði svo á því að festa bílinn aftur í götunni, skál í botn í boðinu!

Kom svo heim og íbúðin lítur út eins og Gasa-svæðið, ji minn einasti! Verð að fara að taka á umgengni barna minna, það er á hreinu! Er að spá í að leggjast á gólfið og orga, svona eins og Þór þegar hann er í óstuði. Ætla samt að enda þennan sjúklega boríng pistil á myndum frá því í laxveiðinni okkar í sumar, með Jóa bróður í Breiðdalsánni...

Þór við Breiðdalsána...afar einbeittur, enda alvöru mál!Bríet tekin við stönginni......og Þór fylgist spenntur með!...allt að gerast...Hvernig væri að Almar Blær tæki við veiðinni...Vúúúhú! Þeir lönduðu þessum stórlaxi í sameiningu frændur!Geggjað stuð!Veiðimaðurinn mikliBríet varð að sjálfsögðu að prófaÆtli ég geti þetta líka?Nei, alls ekki- þessi er sviðsett!Flottastur!

 


Sælan á enda...

Þá er komið að þessu árlega, þið vitið...

...júbb, heilsuátakinu! Fer nú að verða pínu þreyttur þessi brandari. Allir byrja af meiri krafti en sterkasti maður heims og skíta svo upp á bak þremur vikum seinna! Allavega ég...

En nú er búið að skora á kerlu, já og allt teymið mitt í vinnunni. Þar er að hefjast heilsuátak mikið með liðakeppnum og Guð einn má vita hvað! Heilsulúðarnir skoruðu semsagt á mannauðinn og eiga vonandi eftir að sjá eftir því endalaust!

Þurfum öll í heilsumælingu fyrir átak. Héldum að það væri blásaklaust! En. Einn hefur farið í klefann út okkar herbúðum og kom að niðurlotum kominn og nánast óstarfhæfur til baka. Það er kannski ástæða fyrir því, eini karlinn í hópnum...

En á morgun er stóri dómurinn. Mæling á mælingu ofan- jakk...


Jeppafrúin Bríet

Mæðgur á eintali, já eða tvítali kannski...

Jeppafrúin mikla

Bríet: Ég ætla að fá mér jeppa þegar ég verð stór

Ég:

Bríet: Já, með Ragnari manninum mínum

Ég: Nú- ætlar þú að giftast Ragnari? Veit hann af því?

Bríet: Nei, ekki enn...

...nei, nei, það er nægur tíminn fyrir Ragnar frænda að komast að því!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband