Sætur dreki á vegg...

Allt að gerast, lítið um fréttaflutning. Ég- bloggarinn er flutt í glænýja íbúð á Reyðarfirði með grísina þrjá. Flutningar stóð yfir um helgina en eins og steingeitar í Stuðlaættinni er von og vísa er búið að raða hverjum einasta hluta á sinn stað, en það borgar sig ekkert að tvínóna við þetta...

Íbúðin er svo glæný að miðinn var enn á klósettkassanum og iðnaðarsag á gólfinu. Svo ný að allir veggir voru hvítir og sléttir, e, já- þar til rétt áðan...

Þar sem ég var að raða inn í skápa nú eftir hádegið heyri ég högg fram úr stofu. Svo sem ekkert óalgengt þegar þrumuguðinn er á svæðinu, en ef ég skoppaði eftir hverju höggi hjá honum væri ég mjórri en Barbí...

Brasi litli

Pong, pong, pong...

Ég; Hvað eru að gera Þór?

Þór; Baða míða (bara smíða)

Ég; (magakippur) Hættu!

...og hljóp fram! Hólí mólí. Hólí fo***** mólí! Veggurinn í ganginum fékk af´ðí, maður lifandi. Að Þórs mati hefur hann þurft einhvers viðhalds við, en æi! Prinsinum mínum smáa hafði tekist að höggva ansi mörg högg sem skilja eftir sig veglega "marbletti" á nokkrum stöðum...

Ég; (reið) Hvað ertu að gera?! Sérðu vegginn okkar, það má ekki smíða hann- það má bara smíða úti!

...þrumusmiðurinn lét sig hverfa grátandi inn í herbergi, enda brá honum við viðbrögð húsráðenda við "viðgerðunum". Kom fram stuttu seinna, benti á vegginn, kyssti mig brosandi og sagði með krúttlegustu rödd í heimi;

Þór; Sjáðu, sett e bara sætu dreegi (sjáðu, þetta er bara sætur dreki)

...æi, hvað er hægt að segja eða gera þegar aðeins er um dreka að ræða, ekki skemmdir. Ekkert annað en knúsa smiðinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 19:19

2 identicon

Æ gússumús

Hlín mín (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 21:18

3 identicon

Finn alveg nýjuíbúðarlyktina hingað suður, góan mín... svo brakar í!

Kossar og knús á liðið :-)

Hallan (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Hanna Björk Birgisdóttir

Æi, litli Þór... innilega til hamingju. Þú sverð þig bara nokkuð vel í móðurættina!!

Hér sér ekki bara á veggjum, heldur á öðru hverju (öllu heldur hverju) húsgagni. Stéttin úti á palli hefur líka fengið aðeins að finna fyrir hamrinum, svo sem kantsteininn meðfram götunni hérna fyrir utan. Það er ansi oft verið að leika Karíus með hamarinn og allt notað sem tennurnar í honum Jens! Hann Sissó frændi þinn var nú bara tveggja ára þegar hann sat uppi á húddinu á Steindórs afa bíl með hamar og var bara að laga hann!!!!

Ástarkveðjur frá okkur... en heyriði annars, er það ekki bara Neskaupsstaður á morgun í rjómablíðunni? Heyrumst á morgun, kossar til ykkar og Bríet og Þór, sofiði vel í nýju kojunni.

Hanna Björk Birgisdóttir, 22.7.2008 kl. 22:03

5 identicon

Gangi ykkur frábærlega vel.

Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 11:08

6 identicon

Kys og kram....takk fyrir munnræpuna í gær-úff -ég held að við höfum náð persónulegu meti þarna og jafnvel slagað upp í 2000 orð á min-get svarið það. 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

En Sjonni? Flutti hann ekki? :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.7.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband