Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Uppástunga að viðskiptahugmynd...

Jæja! Ég er með hugmynd fyrir einhvern framtaksaman og drífandi einstakling. Hugmyndin gengur út á að flytja inn sumar! Danskt, frankst, spænskt- hvað sem er! jesús minn hvað ég er orðin leið á þessu. Það eru nú alveg takmörk fyrir því hvað maður getur lifað lengi á þessum fjórum góðviðris dögum þarna í maí! Svei attan! Braut uppáhaldssólgleraugun mín um daginn. Grét nánast yfir því, en hef ekki þurft að hafa áhyggjur af því síðan- hér hefur frekar þurft þokuljós!

Alltaf hress!

...væri ekki amalegt að geta farið að nota þessi, rétt sem og á hvolfi!


Það sem ekki má...

Hefur aldrei nokkurn tíman langað svo viðbjóðslega mikið út að hlaupa eins og akkúrat þessa dagana. Líklega aðallega af því að ég get það ekki, en fóturinn er enn í öllum regnboganslitum og á breidd við símastaur! Á að hvíla í það minnsta í fimm vikur...

...fann þessa hér á netinu, flottasti strákurinn á N1 mótinu!

Fótboltahetja framtíðarinnar...


Ekki avve dibúinn!

Sykursætur þrumuguðSveitastrákurFramtíðaráform; bangsi 

Stína: Jæja Þór. Ertu kominn í sumarfrí á leikskólanum?

Þór: (rogginn með sig) Já! O hættu me bleyju!

Stína: Núh! Ertu hættur með bleyju (vissi að um ósannindi var að ræða þar sem enn var látið gossa í Pampers í gær)

Þór: Nei. Ekki ave dibúinn!

Stína: Nei, nei, verður kannski bara hættur áður en þú ferð aftur á leikskólann, á stóru deildina

Þór:

Mamma með lasna gorma í vetur

...æi, hann er svo mikil lumma. Er ekki "avve dibúinn" í þetta allt saman. Örugglega erfitt að vera orðinn svona "stór" en samt svo lítill og þurfa alltaf að vera að svara til um klósettvenjur sínar, enda sýnir það sig- greinir orðið frá því óumbeðinn! En nú ætlum við að taka á því í sumarfríinu og mæta bleyjulaus og þá nánst berrössuð á deildina risastóru eftir sumarfrí. Alveg tilbúin!

 


Hei gaur, tæknin er eitthvað að stríða okkur!

Er komin frá Akureyri. Kom reyndar seinni partinn á laugardaginn og er allavega búin að gera tvær ef ekki þrjár tilraunir til þess að flytja fréttir af viðburðinum en tæknin hefur eitthvað verið að stríða mér og netið hefur hent mér út á viðkvæmustu tímapunktum!

En hvað um það. Ferðin var alveg frábær. Þessi strákahópur er alveg magnaður, þeir eru svo flottir, prúðir, já og klárir í fótbolta. Fjarðabyggð fór með þrjú lið, B-C & D. Almar Blær var í C liði og þeim gekk mjög vel, unnu meirihluta leikjanna en það dugði þó ekki til að komast beint í úrslitin og enduðu þeir í 10 sæti, sem er alveg frábært!

Ég lærði glænýjan orðaforða þó svo ég sé með eitt eintak á heimilinu öllum stundum, en aðalhittari sumarsins hjá mér verður- "hei gaur!"

Er líka búin að gera tilraunir til þess að setja inn myndir sem hefur gengið eins vel og með textann, sem sagt ekki! Prófa að henda einni og einni inn...

Mættur á svæðið í miðvikudaginnHittum fullt af vinum úr höfuðstaðnum- Almar Blær og ValgarðVinirnir Almar Blær og GulliSíðustu upphitunarmínútur fyrir leikFótboltamæðgin


Á tveimur misfljótum...

Er komin á fætur. Ekki þó á tvær jafnfljótar, heldur misfljótar. Sleppti hækjunum í dag sem er einkar heppilegt í ljósi þess að brottför á N1 mótið er í fyrramálið!

Spenningur er komin í mannskapinn- þessir verða bara flottastir um helgina...

Vinirnir Almar Blær og Viktor Breki

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband