Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fyrsta skíðaferð vetrarins...eða ekki!
23.2.2008 | 23:03
Stór dagur í dag. Átti loks að drattast með allan skarann á skíði í Oddskarð. Veðrið lofaði góðu og veðurspáin á netinu lofaði því einnig, ekki átti að fara að snjóa eða vinda fyrr en seinni partinn...
Það er þó ekki gert í einum grænum að græja þrjú afkvæmi á skíði. Eftir að hafa kaffært liðinu í lopa og flísefni var græjum og börnum hrúgað í bílinn og af stað. Nauðsynlegt var að koma við og kaupa smá nesti, svona ef að hetjur entust langt fram á nótt í fjallinu! Kókómjól og snúðar- klassi. Einnig var komið við í útivistarbúllunni og fjárfest í skíðagleraugum handa Þrumuguðinum, barni númer þrjú- sem var varð gersamlega himinlifandi og gólaði; "Vá! Módóla-gelauju fi mi" (vá- móturhjólagleraugu handa mér!) Jebb jebb, hann er allavega til í að kaupa sér krossara, eins og mamma hans...
En af stað var haldið. Þegar komið var yfir á Eskifjörð byrjaði verulega að snjóa og vinda. Demit. Ekki skánaði það þegar komið var upp í skarð. Fólk var að pakka sér inn í bíla og svæðinu að loka. Fjandinn bara. Móturhjólakappinn sofnaður í bílstólnum og allt í volli. Það var ekki annað að gera en að reyna að gera gott úr þessu. Hvernig? Jú- með nestinu! Lögðum bílnum og borðuðum nestið, ég meina er það ekki partur af prógrammet? Held það nú...
...en þannig var fyrsta alvöru skíðaferð vetrarins. Kannski ég taki bara ábendingum og hunskist næst í Stafdalinn. Hvur veit...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skíðamennska
19.2.2008 | 23:36
Eins og fram kom í bloggfærslu minni um hvernig þriggja barna mæður ættu helst ekki að haga sér- þá er fjölskyldan með stór áform varðandi skíðasportið. Nú er svo komið að allir eru komnir með græjur, nema ég...
Generalprufa Þórs fyrir Oddskarðið, sem var jafnframt hans fyrsta ferð á skíðum fór fram á dögunum. Ekki datt mér í hug að þessir tveggja ára brauðfætur stæðu sig eins vel og raun bar vitni...
...verð bara að skella inn myndum af verðandi heimsmeistara í bruni! Þrumuguðinn Þór!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hverjir ætli atvinnumöguleikar bangsa eftir um það bil 20 ár?
16.2.2008 | 20:08
Í fréttunum nú fyrir stundu var greint frá stærstu háskólakynningu sem staðið hefur verið fyrir á Íslandi. Talað var við níu ára strák sem var staðráðinn í að verða efnafræðingur eftir að hafa fylgst með efnafræðinemum að við tilraunir sínar...
Almar Blær hefur alltaf verið áhugasamur um framhaldsnám sitt þrátt fyrir að vera aðeins ellefu ára gamall. Leiklist hefur alltaf verið ofarlega á listanum en í tengslum við fréttina fóru þessar umræður af stað;
Almar Blær; Mig langar að verða lögrfræðingur. Já eða sálfræðingur
Þór; É, ég veðða bánsi!
Já, þar hafið þið það. Yngsta barnið mitt stefnir á að verða bangsi- ætli það sé ekki brjálað að gera í þeim bransa?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriggja barna mæður kaupa sér varla krossara!!!
15.2.2008 | 13:02
Sonur minn er tilfinnanlega að komast á þann aldur að útlit og framkoma foreldra er almennt til trafala. Ég man vel eftir þessu sjálf. Hef einmitt líklega verið ellefu ára þegar ég þóttist alls ekki kannast við mömmu á almannafæri. Ekki nóg með að mér þætti hún algerlega hræðileg til fara þá fannst mér hún líka eldgömu!
Sjálfri leiðist mér að fara alveg eftir stígnum í klæðaburði eða hárgreiðslu, já og ýmsu öðru. Ekki yrði ég hissa þó að sonur minn eyddi aleigunni til þess að kaupa handa mér áttavita, svo leiðist honum hvað ég villist oft af leið. Þó svo ég eigi ekki drakt, skyrtur eða svartar buxur með broti í fataskápnum og detti hreint ekki í hug að vera eins um hárið í áraraðir tel ég mig þó afar normal manneskju og falla þægilega inn í fjöldann. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að gera frumbuðinum óleik m eð "villtu líferni" þar sem hann hefur aldrei þekkt annað...
Í sumar fékk ég nóg af síða hárinu sem ég var búin að berjast við að safna í þrjú ár. Settist í stólinn og kom út með hanakamb. Umræddum syni lá við yfirliði þegar ég kom til baka. Hann stundi og sagði; "Æi, mamma. Þú ert þriggja barna móðir skilurðu!" Úff já, alveg rétt- það er líklega betra að fara að haga sér!
Auminginn litli var ekki nema rétt búinn að jafna sig á ósæmilegu rokkaraútliti móður háaldraðrar móður sinnar þegar næsti skellur kom- og það á sjálfan afmælisdaginn. Afi og amma splæstu í skíðum handa kappanum í tilefni áranna ellefu. Þar sem á áætlun er að virkja skíðaáhuga fjölskyldunnar hafði ég íhugað að fjárfesta í bretti í stað skíða handa sjálfri mér. Ég viðraði hugmyndina yfir afmæliskökunni. Viðbrögðin létu ekki á sér standa; "Mamma! Í guðanna bænum, þú ert alltaf að reyna að vera einhver gaur!" Obbosí- dragtin er kannski bara málið...
Mig langar einnig sjúklega mikið í krossara! Satt best að segja hristi prinsinn höfuðið yfir þeirri hugmynd en lét sig þó hafa það að fara með mér þegar ég fékk að prufukeyra slíkan grip. Prufukeyra- eða ekki. Guggnaði þegar á hólminn var komið. Náði ekki niður með mína strumpa-leggi. Endaði sem farþegi- en losnaði þó ekki við delluna, það var bara gaman...
Til þess að hindra það að barnið reyni ekki eftir fremsta megni að verða sér út um ættleiðingapappíra á veraldarvefnum í leit að settlegri móður við hæfi hef ég tekið þá viturlegu ákvörðun að draga það fram á vormánuði að greina frá fyrirhuguðu skotvopnanámskeiði mínu í haust. Slíkt telur hann ábyggilega ekki við hæfi þriggja barna móður!!
Rosa brött, með hjálm og allar græjur...
Bríet var brattari! Bara flott- flottari- flottust!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimm tímar í fyrstu æfingu...
12.2.2008 | 00:47
Veit ekki hvað gengur að mér. Var með heljarinnar skvísuboð hér í kvöld og næ mér alls ekki niður! Fimm tímar í fyrstu æfingu fyrir áformin ógurlegu (vinsamlegast lesið eldri færslur til upplýsinga). Líklega væri heppilegast að fara að sofa NÚNA! NÚNA...
Varð annars að smella þessari hérna inn. Bríetin mín aðeins eldri en á myndinni að neðan. Þessi var tekin í gær. Augun á barninu eru enn einstaklega fögur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En amma- af hverju eru augun í þér svona stór?
10.2.2008 | 12:14
Ég á stórverkefni fyrir höndum. Verkefnið er svo risavaxið að ég bara hef mig ekki í að byrja á því. Það tengist fjölskyldumyndum. Nú fá fleiri hroll því ég þekki ansi marga í sömu stöðu. Með tilkomu "digital-myndavéla" heftur staða útprentaðra mynda breyst æði mikið. Ég viðurkenni það hér og nú að ég hef ekki framkallað mynd- fyrir utan jólakoratmyndir- síðan vikuna áður en Þór (yngsta barnið mitt) fæddist. Þrumuguðinn er nú kominn vel á þriðja ár...
...ekki nóg með það! Heldur eru þær rúmlega 700 myndir sem ég fékk senda úr framköllun tveimur dögum áður en ég fór á fæðingardeildina enn í bunka inni í skáp, ekki komnar í albúm! Ég skammast mín að segja frá þessu...
...ég held ég sé að flækja þetta fyrir mér að óþörfu. Tæknin er svo mikil, það er hægt að skerpa, klippa út, taka bólur og nánast setja fólk í hárlengingu með tilkomu Photoshop. Draumurinn minn er þó ekki að breyta útliti barna minna- sem eru makalaust vel sköpuð, heldur að reyna að ná því besta út úr hverri mynd, með tilliti til birtu og lita. En það er rosalega mikil vinna að fara yfir hverja einustu mynd, þegar þær skipta þúsundum! Úff, verð bara uppgefin við það eitt að hugsa um það...
...nú er Hans Pedersen að auglýsa "tiltektartilboð" á hörðu diskum heimilanna. Auglýsingin hitti mig nánast beint í hjartastað. Hreyfði í það minnsta aðeins við mér. Það er greinilega eitthvað meira óframkallað heldur en aftur til ársins 2005 því þessa hér fann ég. Þetta er ekki Þór. Þetta er Bríetin mín, líklega tæplega tveggja ára. Augun í barninu eru engu lík og ekki hafa þau minnkað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinkonur hans Þorra...
8.2.2008 | 09:25
Fögur fyrirheit um að vera farin að hlaupa þindarlaust í sumarbyrjun. Maður verður nú samt að lyfta sér upp annað slagið. Fékk þessa senda í meili í gær, ég (þessi fyrir aftan, svona ef vinkonur mínar fyrir sunnan eru búnar að gleyma hvernig ég lít út) og Elísabet vinkona að fagna komu þorra...
...skál í botn í boðinu!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Koma svo!
7.2.2008 | 21:04
Verð að fara að drulla mér af stað. Í ræktina! Allavega ef ég ætla ekki að missa af vinkvennalestinni! Markmiðasetning sumarsins hefur farið fram í samráði við skvísurnar og áform hópsins eru ekki smávaxin...
- Klöngrast á "tindana fimm" í Fjarðabyggð (hverjir sem þeir eru, ef einhver veit- þá já takk)
- Hálft Barðsneshlaup (sem er víst nánast lífshættulega erfitt)
- 10 kílómetrar í Reykjavíkurmaraþoni- (21 næsta ár, NY maraþon 2010!)
...eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá! Eða nei, ekki nema ég byrji að æfa aftur!
Koma svo!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miklar annir hjá móður í hjáverkum!
6.2.2008 | 10:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ógisslega komfí!
5.2.2008 | 23:45
Lenti í öðru "bloggmómenti" í dag. Er búin að vera í Reykjavík að vinna. Sitja á fundum daginn út og inn þykjast vera afskaplega gáfuleg. Hraðspólaði í búðir í gær og í dag milli funda...
Ég er þessi týpíska "Medium (M)-menneskja" í fatastærð og nota skó númer 38. Getur ekki verið hversdagslegra. Í dag var hins vegar öllu öðruvísi farið. Fór á ljóshraða gegnum Kringluna. Þegar ég áttaði mig á því að ég var búin að stoppa þrisvar sinnum við sömu skóna sá ég að ekki var hjá því komist. Þeir bláu gætu ekki annað en bæst í skósafnið myndarlega, maður verður nú að eiga alla liti ekki satt! 38 var of stórt en 37 var málið. Kannski er ég að skreppa saman- eða nei, nei...
Fór því næst í aðra ónefnda verslun í Kringlunni. Vissi þar af kjól sem ég bara varð að eignast. Hann var svona "Krissulegur" (sjá gærdagsblogg). Ég á ekki einn einasta sparikjól en aftur á móti þó nokkra hversdags, svona svipaða og dóttlan klæðist í í leikskólanum...
...jæja, ég skunda að slánni með kjólunum. Bað afgreiðslustúlku um aðstoð og lagðist svo á bæn að hann væri til í "minni" stærð. Stúlkan virtist ekki mikið eldri en Þór sonur minn (sem er 2ja ára), jú kannski frekar á aldri við Bríetina mína (5 ára)...
...júh sko bara! Þarna hékk M og það bara í fremstu röð. Tók hann upp en hann virtist eitthvað voðalega lítill. Leitaði um stund og fann L. Hann leit út eins og hefðbundinn M-kjóll. Jæja, mín í mátunarklefann...
...hvað er annars málið með mátunarklefa í verslunum. Þeir eru algerlega "anti" sjálfstyrkingarklefar. Lýsingin er svo skæ-hæ að hver einasta bóla, hvert einasta óplokkað augabrúnahár sést og rótin sem er komin í hárið á manni öskrar á mann eins og ljón...
...ég afklæddist í snatri (ja eða svona að því marki sem maður gerir í mátunarklefum) og þröngvaði mér að sjálfsögðu fyrst í M-kjólinn. Nje, hann var ekki að gera sig. Hvurslags! Hef ég sleppt of mörgum tímum úr ræktinni Elísabet, getur það verið- eða hvað er málið? Komst úr kjólum við illan leik...
...smellti mér í L-kjólinn, speglaði mig og kíkti fram þar sem unga stúlkan stóð og beið spennt...
Smástúlka; Já, hann er bara mjög flottur á þér. Hann mætti ekkert vera minni...
Ég; Ja, já kannski. Ég er nú vön að vera í M
Smástúlka; Já, þetta eru ógisslega lítil númer skilurru...
Ég; Já, örugglega
Smástúlka; Já. Sko, ég á svona kjól sjálf. Hann er alveg ógisslega komfí og ég er búin að nota hann geðveikislega mikið. Ég mátaði sko S en hann var of víður yfir brjóstin þannig að ég þurfti að taka XS...
Frekar skondin gella, nýbúin að segja mér að þetta væru "ógisslega" lítil númer en hún þurfti samt að taka minna en venjulega- enda var hún varla meira en 14 kíló!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)