Skapandi straujárn
1.11.2009 | 23:03
"Krissa mín, þú ert ekki alveg eins og fólk er flest," sagði vinkona mín við mig í dag- þegar ég sagði henni að ég fengi alltaf heimsins bestu hugmyndir þegar ég er að strauja. Það er eitthvað svo róandi...
Ef ég ætti að telja húsverk upp í sæti eftir "skemmtileika", þá myndu öll þvottamál klárlega tróna á toppnum! Setja í vél, taka úr vél, hengja á snúru og brjóta saman, það er góð skemmtan. Ég næ svo einhverju mögnuðu sambandi við straujárnið, hugurinn fer á flakk. Fékk um helgina hugmynd að bók í hausinn við iðjuna. Þannig að, ef ég vinn barnabókmenntaverðlaunin einn daginn þá þakka ég straujárninu mínu í ræðunni...
EINMITT: Óska ykkur bara til hamingju með þetta! Hér ætlaði ég að hafa mynd en NEI, hvað er að þessu dæmi? Skipti um bloggvettvang fyrir næstu færslu, það er næsta víst!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.