Bríetin mín, ekki lengur hálf sex!

Jú, er lífs! Er bara netlaus heima og hef ekki mínútu aflögu til þess að sinna bloggstörfum í vinnunni. Ætla samt að svindla aðeins í dag, af því að það er sérstakur dagur. Bríet sagði á dögunum: "Það eru allir í bekknum orðnir sex, en ég er bara hálf sex!"

...hún er ekki lengur hálf-sex, heldur al-sex í dag. Sex ár síðan Almar Blær varð stóri bróðir, þá í fyrsta bekk eins og hún sjálf núna. Sex ár síðan hann sat með hana í fyrsta skipti í fanginu og sagði þá fleygu setningu: "Hún er með svona grísanef!"

Afmælisstelpan mínFallegust af öllumBríet

Elsku Bríetin mín, ég vildi geta samið þér almenninlegan pistil eins og ég geri yfirleitt á afmælum, ég geri það kannski í vikunni. Eigðu góðan dag í dag ljúfasta ljós, ástarkveðja frá þínum æstu aðdáendum, mömmu sín, Almari Blæ og Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með yndið þitt miðju besta. 6 ára...getur ekki verið.  Kræst hvað tíminn flýgur.....Knús, knús og kossar yfir landið þvert og endilangt!

Lovja

Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:40

2 identicon

Elsku besta Brísa mín, til hamingju með afmælið.

Risastórt knús.

Hlín,Eygló og Andri

Hlín mín (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:09

3 identicon

Hjartans hamingjuóskir úr Grafarvoginum.

Elsa (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:50

4 identicon

Elsku Bríet, hjartanlega til hamingju með afmælið stóra fallega stelpa.

Kveðja að norðan, Magga og Jóna Guðný

Magga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:43

5 identicon

Innilega til hamingju með afmælið Bríet mín, stóra, stóra stelpa

Bestu kveðjur í Tunguna flottu

kveðja Erla frænka á Húsavík

Erla Dögg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:12

6 identicon

Skilaðu afmæliskveðju til hennar elsku Bríetar okkar.  kveðja frá X nágrönnum í Holtinu Guðrúnu og co

Guðrún (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:29

7 identicon

Sendum okkar bestu hamingjuóskir í tilefni 6 ára afmælisdagsins. Vonandi var dagurinn rosa góður.

Bestu kveðjur úr Álfheimunum

Arna og co

Arna og co (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband