7faldur ökkli
22.6.2008 | 01:05
Pakkaði börnum, blautþurrkum og sundfötum í bílinn í dag og brunaði í Hallormsstaðaskóg. Þar var Skógardagurinn mikli haldinn hátíðlegur. Fjölmenni var á svæðinu, veðrið var sallafínt og allir kátir. Krökkunum fannst æðislegt að valsa um skóginn og fá sér bita af heilgrilluðu nauti sem þrætt var á tein yfir eldi...
Eftir að hafa dandalast um svæðið innan um álfadísir, skógarhöggsmenn, tónlistarfólk og fleiri furðuverur var haldið í sund með Hönnu Björg mágkonu og sprengikúlunum hennar tveim. Okkur leið eins og rokkstjörnum! Við sátm ein að laugini á Hallormstað en hún er bara næs. Pínuponsulítil inni í skógi. Krakkarnir hoppuðu sem óð væru meðan mæðurnar flatmöguðu...
Enn var allt í besta standi og leiðin lá á Pizza 67 enda gráupplagt að enda daginn þar og sleppa við eldamennsku þegar heim væri komið. Hanna og prinsar héltu hins vegar heim þar sem töluvert lengra er til byggða fyrir þau en okkur. Pizzan rann ljúflega ásamt gosinu og þá var komið að heimför. Eða ekki...
Þar sem ég var með þrumuguðinn sjálfan í fanginu og hélt niður stigann á veitingarhúsinu gerðist það! Ég hef líklega stigið niður úr næstsíðust tröppunni og missteig mig svona svaðalega. Lenti á ökklanum og var eins og ég væri skotin! Flaug á hausinn með barnið í fanginu sem að ég hef ekki hugmynd um hvernig lenti, í það minnsta meiddi hann sig ekki! En frúin. Ji minn eini. Sá sólir og stjörnur þegar ég fann að fóturinn gaf sig. Hef ekki upplifað annað eins síðan ég viðbeinsbrotnaði hér um árið. Horfði á fót minn 7faldast á innan við mínútu...
Þarna lá ég eins og gólfmotta, ein á Egilsstöðum með börnin mín þrjú- gersamlega farlama! Almar Blær tók stjórnina, náði í kokkinn og hringdi neyðarsímtal í föður sinn. Í stuttu máli var mér komið á sjúkrahúsið á Egilsstöðum í snatri í röntgenmyndatöku. Ökkli reyndist heill en um afar svæsna tognun er að ræða sem doksi sagði að væri reyndar mun verra að eiga við en brot. Einnig verður líklegt að teljast að eitthvað hafi slitnað en ekkert er gert í því og sést ekki á myndunum...
Læknirinn var af erlendu bergi brotinn og ég veit ekki hvort að kúrsinn kaldhæðni er kenndur í hans heimalandi. Ég hef alla jafna húmor fyrir slíku en ekki í dag. Ég var beisiklí grenjandi úr sársauka og geðshræringu;
Ég: Ekki koma við þetta!
Læknir: Nú af hverju varstu að koma hingað ef ég má ekki koma við þetta! Ef þú sparkar í mig þá sparka ég í þig á móti...
Ég: Mig svimar og ég held ég sé alveg að fara að æla...
Læknir: Þú ælir ekki hér, ekki ætla ég að þurrka það upp!
...hann að vísu sagði þetta allt hálf brosandi en mér var ekki skemmt. Ekki frekar en þegar hann sagði mér að vera frá vinnu í viku og ekki ganga í jafn langan tíma! Það er ekki í boði þar sem ég er "ein í sjoppunni"...
Læt nokkrar myndir frá deginum fylgja með svona rétt til þess að lífga upp á þennan annars niðurdrepandi pistil!!!
Athugasemdir
Herre Gud!!!
Krissan mín. Hvað er þetta með okkur? Bara skál í boðinu- það eru akkúrat tvö ár síðan ég tók svona smart misstíg áetta. Skil þig svo vel- setur mann alveg út af laginu og sporinu að komast ekki leiðar sinnar almennilega.
Heyri í þér á morg...það er alveg ljóst!
Knús;-)
Hrafnhildurin (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:50
Gúdmúndsen! sleit liðbönd í ökkla um áramót og mér er sagt að sennilega verði ég aldrei góð af þeim meiðslum, en þú ert ung, svo vonandi verður þú orðin góð fyrir næstu áramót.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.6.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.