Úti er alltaf að snjóa...en nú er nóg komið!

Vá hvað ég er orðin leið á þessum vetri. Hvað er málið með þennan eeeeeeeeeeeeeeendalausa snjó. Nú legg ég til að honum verði skutlað upp í Oddskarð þar sem hann má vel vera fyrir mér en hér niður í mannabyggðum finnst mér hann algerlega óþarfur! Langar að fara að spranga um á öllum sumarskónum mínum og leggja bombsunum!

Annars var fyrri árshátíðin haldin hátíðleg í gærkvödli. Allt tókst mjög vel en auðvitað verður fundað á morgun, farið yfir þá litlu hnökra sem voru og þeir lagaðir fyrir næstu helgi, þannig að þetta var nánast risavaxin generalprufa í gær...

Höfuðborgarfararnir voru að detta í hús eftir helgarferðina. Allir sælir og glaðir, Almar Blær hitti vini sína og allir heimsótu frændfólk stórt sem smátt! Set inn myndir af ferðinni um leið og þær verða losaðar af vélinni...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband