Mamma "gava"
4.4.2008 | 20:55
Oft á tíðum líður mér eins og Barbamömmu! Þarf iðulega að bregða mér í allra kvikinda líki. Í dag- sem svo oft áður var ég grafa! Já já...
Þór: Vera gava* mín mamma (orðskýring neðst*)
Ég: Já, allt í lagi- á ég að sitja í sófanum?
Þór: Já
...grafan kom sér fyrir í sófanum! Þór brasaði og brasaði. Gerði varla annað en að losa og festa beltið til skiptis því bilanatíðni græjunnar var óvenju há! Uss, uss! Gröfukarlinn var þó óvenju töff, með sólgleraugu og allan pakkann! Grafan gleymdi sér um stund og kyssti kröfukarlinn á bakið þar sem hann var eitthvað að brasa í mælaborðinu...
Þór: Hættu!
Ég: Já, fyrirgefðu
...gröfukarlinn hélt áfram að brasa og baksa. Boraði þessi ósköp og skipti um dekk. Allt í fári. Kom að lokum aftur í gröfuna. Enn og aftur missti grafan taktinn, steingleymdi sér og kyssti gröfukarlinn á bakið. Aftur og nýbúin! Ófyrirgefanlegt, greinilega...
Þór: Hættu sessu! Gövan ekki gissa gövugallinn!
Orðskýring: Þegar ég er grafan hans Þórs þá sit ég í stofusófanum með bognar fætur. Hann situr ofan á mér og stýrir gröfunni. Þór er "gröfukarlinn". Grafan er oftar en ekki biluð og mestur tími gröfukarlsins fer í að bora í hana, saga eða smíða eða brasa eitthvað sem við á í hvert skipti!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.