Upprisa

Ég er upprisin! Úr veikindunum. Hef ekki lent í öðru eins á mínum fullorðinsárum, svei mér. Lyfti ekki höfði frá kodda í rúma fimm daga. Ekki nema rétt til þess að koma mér á klósettið, taka verkjalyf og penesilín og borða! Já, það gat ég. Borðaði sem aldrei fyrr, alla veikindadagana- enda fór púlsinn ekki undir 115 slög á mínútu þannig að ég var í betri brennslu heldur en í meðal eróbikktíma...

Fannst tíminn samt hálf afstæður. Upplifði í morgun þegar ég var að keyra í vinnuna sem að ég væri búin að vera í burtu í hálft ár. Ekki nóg með það, heldur voru allir breyttir þegar ég mætti á svæðið! Þeir sem vanalega voru með slétt hár voru nú komnir með krullur, þeir sem alltaf voru með skegg voru skegglausir og þeir sem voru skegglausir áður voru nú fúlskeggaðir!

En ji minn einasti hvað var gott og gaman að komast aftur í vinnuna- og það bara ***hviss, bamm, búmm*** bara beint í suðupott árshátíðaundirbúnings. Held enn forkonutitlinum þrátt fyrir allt!

Mæðginpínulítill þrumuguð og mamma með sítt hár!Fann þessar í myndasafninu áðan. Svo langt síðan en samt ekki. Tvö og hálft ár. Æi, þarna var þrumuguðinn agnarsmár! Og ég með sítt hár. Ja há. Ohhh, langar í það aftur. Núna- strax! Alltaf þegar ég er með stutt hár langar mig í sítt en þegar ég er búin að berjast við að safna þá dettur mér í hug að klippa á mig hanakamb! 

Alltaf þegar fer að vora, þá dettur mér í hug að gera eitthvað fönkí. En hvað nú? Hvernig myndi vorlínan verða?  Hlín, eða einhver- eru hugmyndir? Er búin að taka hamakambinn tvö sumur í röð- ekki get ég sagt sama brandarann þrisvar, er það...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

hvað með að raka allt af og skilja bara eftir sítt yfir eyrunum??

OJ!!

En það skiptir víst engu hvernig þú lítur út Krissa mín, þú ert alltaf gullfalleg!

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 06:38

2 identicon

Ég er að hugs'edda. Læt þig veta

Hlín (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Hei- já skoða það Ylfa mín, nokkuð hipp & kúl hugmynd

...en hef ég höfuðlag í það?!

Nei, ég segi svona,

Kv Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 8.4.2008 kl. 12:17

4 identicon

Ég mæli með að þú komir hingað norður og skellir þér á hjól með mér! Ég er orðin útlærð mótorhjólagella, eða því sem næst..........ég get allavega sagt þér hvernig á EKKI að keyra mótorhjól. Það þykir víst ekki gott að reyna að keyra yfir tengdaföður sinn háaldraðan, svo hann rétt náði að skuttla sér frá ofur-súper-dúper mótórhjólagellunni! (súperman getur varla leikið þetta eftir kallinum)

.........Þú gætir að sjálfsögðu mætt norður með kamb :)

Stórt knús að norðan,

Magga

Magga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:26

5 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Nákvæmlega Margrét! Norðurlandið kallar á vordögum- það er alveg á kristaltæru! Barnlaus ferð- hehehehehe...

Árshátíð næstu tvær helgar en svo erum við Hrafnhildur að skella okkur í bústað 25-27 apríl. Hver á þennan bústað, nei eða já! Þetta verður bara pottþétt orlofið okkar! Við ætlum án gríns að reyna að skrifa sögu systra og reyna að taka þátt í jólabókaflóðinu, allavega að rúmu ári!

Verð að fara að heyra í þér, aaaaaaaaaaaaðeins of langt síðan síðast! Svei mér þá!

Knús Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 8.4.2008 kl. 16:41

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert svo lík einni frænku minni, það er að segja ef myndin í færslunni er af þér.

Gott að þú ert staðin upp úr veikindum, vonandi verður laaaaaaaangt þar til næst.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.4.2008 kl. 23:39

7 identicon

Ég er með'ana í hausnum.  Nenni ekki að skrifa uppskriftina núna. Ring ring. Hej da

Hlín (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:53

8 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ooooh, er bara spennt! Nenni ekki að vera með þetta lufs-lúkk! Er að henda toppnum til hliðar eins og unglingsdrengur! Jakk

 En INgibjörg- er það þá ekki bara líka frænka mín?

Kv K

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 9.4.2008 kl. 08:57

9 identicon

Ógjó sneddí hjá ykkur Hrafnhildi, Þetta verður metsölubók - alveg á hreynu!

 Get ekki beðið eftir að hitta þig, fæ hrottaleg frákvarfseinkenni þegar ég les bloggið þitt :(

Mússí múss,

Magga

Magga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:12

10 identicon

get ekki beðið eftir orlofinu okkar..... blikk

get ekki beðið eftir munnræpunni....blikk

get ekki beðið eftir skrifræpunni....blikk

get ekki beðið eftir blekkaffinu...blikk

get ekki beðið eftir smá kannski reddara með...hikk

Legg síðan ekki meira á þig-

Hlakka annars til að sjá nýja hair-dú-lúkkið sem verður án efa fríkí og smartesskan......

p.s gaman að sjá Möggu hér líka. Norðurland hefur greinilega heillað:-)

Hrafnhildur ræter (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 00:00

11 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Mæ fríking god Hrafnhildur! Sjitt hvað ég hlakka ógeðslega til. Finnst samt að þú sért að gleyma einu mikilvægasta atriðinu! Gítarsólóinu!

Sakn og knúúúúúús****

Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 10.4.2008 kl. 09:01

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jú, jú.  Auður þessi er af Hlíðarendaættinni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband