Ætli Jesú hafi bara ekki verið húðlitaður!

Hef varla áttað mig á því hvort ég er lífs eða liðin síðustu tvo sólarhringa- hvort ég er hér, eða kannski bara þar! Ástæðan er skæð inflúensa að doktors-sögn! Ja, öllu má nú ofgera segi ég nú bara!

Hófst á sunnudag með veikindum Þórs þrumuguðs. Varð hann allur hinn snúnasti og funheitur þess utan og í kjölfarið fylgdi stóra systir. Móðir gat ekki látið sitt eftir liggja og lagðist flöt á sunnudagskvöldið!

Ég man aðeins einu sinni áður eftir því að hafa orðið svona "drullu" veik á mínum fullorðinsárum og var það fyrir nokkrum árum. Veikin lýsir sér nokkurnvegin svona...

  • Hitastig- hangir sífellt í 38,5
  • Háls; alsettur rakvélablöðum
  • Útlimir; alsettir bein og vöðvaverkjum
  • Höfuð; klofið, ef það er þá enn á!
  • Hvíldarpúls; 110-120!
  • Endalaus svimi

Doktorinn sagði mér að búa mig undir vikutímabil af skemmtilegheitunum! Neita að trúa því, þar sem fátt kemur í veg fyrir að íslendingar hafi áhyggur af vinnunni sinni. Það er vægast sagt brálað að gera í henni þessa dagana og ef ég fer ekki að koma mér af stað veit ég ekki hvort ég held titlinum sem Ylfa Mist stakk upp á hér um blogginu um daginn- "forkvinna" árshátíðanefndar!

_____________

En heimsmálin eru yfirleitt leyst á Mánagötu 12.  Ekkert vantar upp á það...

Bríet: Mamma- er Jesú nýdáinn?

Ég: Nei, nei- það er mjög langt síðan hann dó

Bríet: Nú, en af hverju var þá verið að flagga í hálfa stöng fyrir honum um daginn?

Ég: Það er bara alltaf gert um páskana

Bríet: Hvernig var Jesús á litinn

Ég: Uuu. Það eru nú örugglega skiptar skoðanir á því

Bríet: Hvítur, eins og við?

Ég: Kannski. Kannski halda þeir sem eru fæddir í Kína- eins og Dagbjört Lee að hann hafi verið eins á litinn og þau

Bríet: Já, og krakkarnir í Afríku halda kannski að hann hafi verið svartur eins og þau

Ég: Já, einmitt!

Bríet: Æi, segjum bara að hann hafi verið húðlitaður!

...já er það ekki bara fín lending!

Set að lokum inn nokkrar myndir af fannferginu um helgina! Nú má alveg fara að vora held ég...

Snjóstríð!Grýlukertin þóttu afar ljúffeng

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji hún Bríet er svo mikill snillingur! 

en annars jæja góða..

Rúmar 3 vikur í mig og eins gott að þér verði batnað og ritandinn, sköpunargyðjan og allir þeirra vinir svífi nú yfir vötnunum þá.... 

Hlakka óggislega til.......hikk og blikk:-)

kreist!

P.s er að æfa lagið um hann Baldur með persónulega trúbadornum þessa dagana, spes fyrir þig! Á ég að taka gítarinn með? Náttlega smartast  að ferðast með gítarinn á bakinu eins og Bob eða Blunt.  Þó ekki nema bara það...

Hrafnhildurin úr borginni.. (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Að sjálfsögðu Hrafnhildur- að sjálfsögðu!

Er bara að farast úrspenningi. Það verður ekki leiðinlegt að standa á Bessastöðum að ári og taka við Fálkaorðunni vegna veglegs framlags til íslenskrar barnabókarútgáfu!

Er nánast farin að plana matseðil, verst að þetta eru allt of fáir dagar, það verður matarpása á klukkutímafresti. Eins gott að gera feitt efnisyfirlit, segi nú ekki meir!

Knús og kram

Persónulegi vinurinn

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband