Hverjir ætli atvinnumöguleikar bangsa eftir um það bil 20 ár?
16.2.2008 | 20:08
Í fréttunum nú fyrir stundu var greint frá stærstu háskólakynningu sem staðið hefur verið fyrir á Íslandi. Talað var við níu ára strák sem var staðráðinn í að verða efnafræðingur eftir að hafa fylgst með efnafræðinemum að við tilraunir sínar...
Almar Blær hefur alltaf verið áhugasamur um framhaldsnám sitt þrátt fyrir að vera aðeins ellefu ára gamall. Leiklist hefur alltaf verið ofarlega á listanum en í tengslum við fréttina fóru þessar umræður af stað;
Almar Blær; Mig langar að verða lögrfræðingur. Já eða sálfræðingur
Þór; É, ég veðða bánsi!
Já, þar hafið þið það. Yngsta barnið mitt stefnir á að verða bangsi- ætli það sé ekki brjálað að gera í þeim bransa?
Athugasemdir
Ylfa Mist Helgadóttir, 17.2.2008 kl. 14:16
Mikið held ég að Þór sé klár strákur - heldurðu að það sé ekki miklu skemmtilegra að vera bangsi heldur en lögfræðingur.
Ég kýs bangsa!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 08:21
Sjúkket - loksins lífsmark! Mikið er ég glöð og ánægð.
Elskan mín, hann Þór yrði fullkominn bangsi og hefði örugglega nóg að gera sem atvinnubangsi. Er ekki brjáluð eftirspurn eftir góðum bangsastrákum? Held það nú bara.
Megir þú eiga góðar bloggstundir á þessari nýju síðu Kossar og knús frá okkur öllum til ykkar allra!
Hallan (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.