Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Alvöru band spilar ekki eitthvað rugl!
24.3.2010 | 16:38
Þór er fjögurra ára. Það er Sebastían vinur hans líka. Litlir strákar með stór áform. Sögðu mér á dögunum að þeir væru alltaf að æfa fyrir hljómsveitina sína í leikskólanum. Þeir hyggðust vera í rokkhljómsveit þegar þeir yrðu eldri. Þór ræddi málin svo enn frekar í fataklefanum í morgun...
Þór; Við Sebastían ætlum að æfa í hljómsveitinni í dag
Móðir; Nú jæja, það var gaman. Hvað ætlið þið að spila?
Þór; Green Day og Sting! Eða bara Sting held ég. Green Day merkir grænn dagur. Okkuur finnst það skrítið nafn...
...já, hljómsveitarmeðlimir verða auðvitað að huga að lagavali og nöfnum á sveitum sem á að "kovera". Það gengur ekki að vera að pikka upp lög hljómsveita sem heita bara eitthvað út í bláinn, það er nokkuð ljóst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guð getur allt
21.3.2010 | 19:56
Staður: Kvöldverðarborðið
Stund: Rétt í þessu
Persónur og leikendur: Móðir, Þór og Bríet
Þór: Guð var líka með börn í maganum á sér
Móðir: Nú, er það?
Þór: Já, alla englana. Hann á þá alla
Bríet: Þór, Guð á nú líka fullt af eldgömlum körlum!
Kannski getum við konur farið fram á þetta einhverntíman, að mennirnir okkar gangi með börnin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vor, já takk!
20.3.2010 | 14:41
Get ekki sagt að ég hafi verið himinlifandi við kuldabolann sem tók á móti mér á Egilsstaðaflugvelli snemma í morgun eftir vorveðurdvöl í Reykjavík. Íhugaði alvarlega að gefa skít í þetta og fara aftur með vélinni til baka! Hefði nánast þurft þess, þar sem ég kom austur með lykilinn af bílaleigubílnum, ekki í fyrsta skipti og ekki það síðasta. Flugfreyjan var þó afar almennileg og lofaði að koma honum á áfangastað....
En, fermingarföt ungherra eru í það minnsta í höfn og það er vel. Þess í stað finnst hvorki áritaða sálmabókin né servíetturnar í Blómavali! Arg. En, enn eru nokkrir dagar til stefnu og þau lofuðu öllu fögru...
Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aaaaaalveg að verða kall!
10.3.2010 | 21:45
Þarf nauðsynlega að vera á sirka billjón snúningum dag hvern til þess að dæmið gangi upp með sómasamlegum hætti. Fór loksins með Þór í fjögurra ára skoðun í dag fyrir vinnu, en það hefur marg frestast. Svo sem lán í óláni, þar sem við bara tókum fimm ára sprautuna með í pakkanum!
Barnið var viktað, hæðamælt, sjón- og hæfniprófað almenn. Almáttugur minn, ég er þess nánast viss um að hann getur keppt í Útsvari eftir, eða þá að minnsta kostið í Gettu betur, slíkar og þvílíkar voru spurningarnar og kúnstirnar sem hann þurfti að kljást við. En minn maður, glansaði í gegn og átti meðal annars eina af sínum gullslegnu setningum...
Hjúkrunarkona: Heitir þú bara Þór?
Þór: Nei, ég heiti Þór Sigurjónsson
Hjúkrunarkona: Áttu systkini Þór?
Þór: Já, eina systur. Hún heitir Bríet og er sjö ára. Svo annan bróður sem heitir Almar- hann er alveg að verða kall!
...jah-so! Gjemli, gjemli, enda að fara að fermast eftir nokkra daga!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)