Vor, já takk!

Get ekki sagt að ég hafi verið himinlifandi við kuldabolann sem tók á móti mér á Egilsstaðaflugvelli snemma í morgun eftir vorveðurdvöl í Reykjavík. Íhugaði alvarlega að gefa skít í þetta og fara aftur með vélinni til baka! Hefði nánast þurft þess, þar sem ég kom austur með lykilinn af bílaleigubílnum, ekki í fyrsta skipti og ekki það síðasta. Flugfreyjan var þó afar almennileg og lofaði að koma honum á áfangastað....

En, fermingarföt ungherra eru í það minnsta í höfn og það er vel. Þess í stað finnst hvorki áritaða sálmabókin né servíetturnar í Blómavali! Arg. En, enn eru nokkrir dagar til stefnu og þau lofuðu öllu fögru...

Amen

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband