Söknuður

Þaut úr vinnunni til þess að sækja börnin mín. Var of sein þar sem ég sat fund allt til 16:00. Fargans. Þoli ekki að vera á síðustu stundu...

Byrjaði pikköppið í skólaselinu þar sem Bríet beið mín. Hún átti stefnumót við Hafdísi vinkonu sína og bað mig vinsamlegast vel að lifa og að skutla sér heim til hennar takk...

Næsi viðkomustaður var leikskólinn Lyngholt. Þar var Þór. Lísa Lotta, leikskólakennari og mamma Sebastíans, vinar Þórs tjáði mér að hann væri mikið búinn að biðja um að fá að heimsækja Sebastían eftir leikskóla. Það rímaði við beiðnir Þórs sama efnis heimafyrir. Þannig að, ég fór með öllu barnlaus heim úr "sækinu" - í það minnsta um stund...

Var nýlega komin heim úr búðinni þegar Lotta kom með Þór, sem missti kjarkinn með öllu þegar á hólminn var komið...

Mamma; "Þú ert nú meiri karlinn. Búið að langa svo mikið að leika við Sebastían."

Þór; "Já, ég vildi alltaf leika við hann. Svo þegar ég settist á stólinn, þá fór ég að hugsa um þig og saknaði þín svo mikið, og vildi bara fara til þín. Ég elska þig bara svo mikið."

...krúttað!

Pínulítill þrumuguð og mamma með sítt hár!

...í gamla daga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband