Já, ég trúi á jólasveininn!

Hafi ég einhverntíman, af einhverjum þá undarlegum orsökum misst trúna á jólasveininn, þá hefur hún nú komið aftur með öllu!

Langaði svo rosalega á Frostrósatónleika í kvöld. Átti ekki miða. "Allir" að fara og ég í afar súru skapi og vorkenndi mér heil ósköp. Dem, dem, dem! Búin að fara á þessa tónleika mörg ár í röð, fyrst alltaf í Laugardalshöllinni þegar ég bjó í Reykjavík og svo hér fyrir austan. En nei. Í stað þess að fara og hlusta á fagra tóna klukkan 21:00 mátti ég sitja heima- eða þá frekar skúra og baka þar sem hér verður mikið sjö ára partý á laugardaginn...

Klukkan korter í átta, klukkutíma fyrir tónleika hringir síminn minn. Í honum var jólasveinninn, get svoleiðis Guð-svarið það! Sagðist hafa heyrt að mig langaði SVO að fara og hann vildi fús láta mig hafa annan miðann sinn! Meira fékk ég ekki að vita...

Himinlifandi þakkaði ég fyrir mig og fór af stað. Tónleikarnir voru hreint út sagt MAGNAÐIR. Hera Björk er algerlega einstök söngkona, að öllum hinum ólöstuðum- sem einnig voru alveg frábær. Bensín fyrir sálina, það er á hreinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband