Brókalalli...

Slappleiki og kvef ágerist með degi hverjum. Hjálpaði líklega lítið til í morgun þegar ég læsti mig úti á brókinni og smá-bol! Af hverju var húsmóðirin í Tungu nánast ber út á tröppum?

Jú. Hún á morðóða köttinn Stúf sem vafalaust fer að rata í sögubækur Arnaldar Indriðasonar. Kom inn með fugl í morgun helvískur. Ég var nýkomin úr morgunsturtunni þegar hann kom hróðugur inn með fórnarlambið. Ég stök af stað og lokaði hann í forstofu. Náði í plastpoka til þess að veiða fuglinn í...

...allt samkvæmt plani. Ég náði fuglinum, opnaði út og lokaði á eftir mér því ekki ætlaði ég að láta köttinn fara út aftur óskammaðan! Ónei! Opnaði aftur. Eða nei. Það var harðlæst. Ég stóð úti á efnislitlum nærbuxum. Jibbí...

...bankaði. Unglingur enn sofandi og yngri kynslóðin heyrði ekki í mér þar sem þau voru að horfa á eitthvað afar skemmtilegt. BANK*BANK!!! Loks opnaði Bríet fyrir mér og mér var borgið. Mér var ekki skemmt, en vegfarendur hafa vafalaust haft af þessu einhverja ánægju...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband