Glitnir á hvolf!

Fór í bankann í dag. Glitni að ég hélt- hef greinilega dottið út úr fréttum síðustu daga. Fór til þess að ná í bauka fyrir krakkana, Latabæjarbauka sem mikil spenna var yfir að fá á heimilið. Kom heim með boltabauka því þeir tilheyra Íslandsbanka sem Glitnir er í dag! Bríet var ekki ánægð með afrakstur minn- vildi Latabæ. Ég reyndi að skýra þetta af fremsta megni...

Síðdegis í óðalsbýlinu Tungu:

Bríet: "Brósi. Veistu hvað?!"

Almar Blær: "Nei, hvað?"

Bríet: "Glitnir er farinn á hvolf og orðinn að einhverjum íslenskum banka í staðinn!"

...jú, svona er Ísland í dag!

Spekingurinn Bríet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dóttirin er snillingur líkt og móðirin!

Jóhanna Seljan (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:07

2 identicon

OOOO.... Brísan er snilldarkrakki.

Hlín mín (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband