Já sæææææll! Ætlar þú að fara SVONA í vinnuna?
11.2.2009 | 20:50
"Já sææææææll! Ætlar þú að fara svona í vinnuna?!??"
Þetta var það eina sem sonur minn siðgæðisvörðurinn gat sagt við mig þegar ég kom niður í morgun. Ég sem hélt að barnið væri vant eftir bráðum 13 ára samveru. Leiðist ferlega að vera eins og allir hinir, alltaf. Fór því í eldrauða kjólnum sem mamma var í á skrínardaginn minn, tónaði hátíðleikann niður með doppóttri, renndri hettupeysu. Þarna þótti honum móðir sín kær ekki feta stíginn af öryggi. Únglingurinn minn í skóginum...
Athugasemdir
Kannast við þetta. Mamma er ekki lengur gyðja hverju sem hún klæðist. Og maður fær skoðanir þeirra beint í andlitið.
Sesselja (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:46
Það vantar sárlega mynd svo maður geti verið almennilega inni í málinu.
Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2009 kl. 00:03
Mín börn eru hætt að gera viðlíka athugasemdir, þau líta bara undan.......
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.2.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.